Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 42

Frjáls verslun - 01.02.1950, Blaðsíða 42
Smdsaga eftir JENS LOCHER. Komdu nú Pétur og drekktu kaffið þitt.. . Mig langar ekki í kaffi, þakka fyrir.. . Ertu nú aftur að hugsa um þetta?.. . Um hvað? Um það.. . Já. Hvernig í ósköpúnum geturðu haldið áfram... Ég get ekkert að því gert.. . En skilurðu ekki að þú móðgar mig, konuna þína, með því að vera sífellt að ásaka þig út af þessu smá- vægilega atviki? Móðga þig .... ég skil þig ekki? Jú, það var ég sem taldi þig á að laka þessar fimm hundruð krónur að láni úr peningakassanum, tii þess að við gætum keypt skápinn, sern okkur vantað; svo tilfinnanlega. En það er ég, sem er gjaldkeri hjá „Guðmundsson & Jónsson“. Já, en þú ert fyrir löngu búinn að skila jieningun- um. En þá vantaSi nú samt sem áður á kassann! Og þú ætlaðir að endurgreiða upphæðina, þegar þú lókst peningana! Það er ætlun allra fjársvikara! Þú mátt ekki kalla sjálfan þig fjársvikara! En ég er það nú samt! Nei, það ertu ekki. Það var kannski heimskulegl af mér að vera alltaf að nöldra í þér um þennan skáp. Vafalaust, en þú ert nú bara konan mín.. . Hvers vegna segir þú „bara“? Bara af því að þú ímyndar þér að þú getir ekki lifað án þess að fá nýjan skáp, en ég, sem gjaldkeri, má ekki fá lánað úr kassanum. Það getur verið. En það líður vísl varla sá dagur, að það komi ekki fyrir einhvers staðar, svona í kyrr- þey. Ef til vill. En þegar öðruvísi fer en til er ællazl, koma um það frásagnir í hlöðunum, sem þú og aðrir lesa með áfergju. Hvað á ég að gera? Ætlarðu að skilja við mig? Áreiðanlega ekki. Ég elska þig. Ég fer nú að efast um það. Þú hefur nú samt fengið áþreifanlega sönnun þess.. . Einmitt það? Já — skápinn. Heldurðu að ég heí’ði tekið þessar fimm hundruð krónur, ef ég elskaði þig ekki? En þú ert sí og æ að hugsa um þetta.. . Ég get ekki að því gert .. . svo hefur dálítið annað komið fyrir. Hvað Jrá? Ég held að Andrés hafi dregið sér fé úr kassanum. Andrés? Hann sem er ráðvendnin sjálf, að allra dómi! Já. hann hefur verið aðalgjaldkeri verzlunarinnar síðastliðin 23 ár.. . Og aldrei verið bendlaður við neitt.. . Nei, Jrað hefur aldrei neitt misjafnt fundizt hjá honum. Pélur, J)ú mátt alls ekki gruna Andrés. Ég veit það, Andrés hefur heldur ekki áslæðu til að gruna mig. Og hann gerir það sjálfsagt ekki? Nei, og veiztu hvers vegna? Nei. Vegna J)ess að hann hefur sjálfur aldrei brotið af sér, fyrr en þá nú. Pétur! Pétur! þú sökkvir þér niður í þetta, og þú hefur breytzt! Þú hefur rétt fyrir þer. Slíkt breytir sérhverjum gjaldkera. En getur ekki verið að slíkur atburður stuðli að því að hlutaðeigandi maður verði betri og áreiðan- legri, eftir að hafa orðið skyssa á og iðrast eins lieizk- lega og þú? Ég hef hugsað um það.. . Og að hvaða niðurstöðu komslu svo? Að hann forðist eldinn, eins og sagt er að brennt barn geri. Þá var það bara lil góðs, að við kevptum skápinn! Það er hægt að segja sem svo.. . Þú skilur þó að ég var bara að gera að gamni mínu . ..ég veit hve illa þér hefur liðið út af J)essu. Ég býst við að ég falli aldrei aftur fyrir Jreirri freyst- ingu að taka lán úr kassanum, en ])að er vitundin um að haja gert })að, sem heldur áfram að kvelja mig. Heldurðu að það haldi áfram að kvelja þig, -—• alltaf ? Já, ég er hræddur um ])að. En það er þó þýðingarlaust. Það segirðu alveg satt, en Jni skilur ekki til fulls. á hvern hátt mér er refsað. Jú, refsingin er fólgin í því, að þú getur ekki hætt að hugsa um þetta atvik. Auðvitað er það rétt. En samt sem áður hefur það 42 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.