Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Qupperneq 15

Frjáls verslun - 01.06.1950, Qupperneq 15
Á landamœrum Mexikó og Banda- ríkjanrut. — Áin Rio Grande aS- skilur löndin. Paso, og má vel vera að það sé ein af ástæðunum fvr- ir því, að ég reyndi aldrei að þreyta þar sund. Ég hafði reynt öll hugsanleg ráð til þess að fá Ir-yfi til að ferðast til Mexíkó. Mér virtist í fyrstu liggia hendi næst að fara í mexíkanska konsúlatið í Austin og láta þá embættismenn mexíkanska lýðveldisins, er þar sátu við völd, árita vegabréf mitt með öllum þeim formleik, sem því fylgir. En þar virtist ég koma í því sem næst tómt sauðahúsið. Mér var vísað frá einum manni til annars og enginn virtist vita neitt eði l:afa nokkurt leyfi til þess að árita vegabréf mitt, og ekki er mér grunlaust um, að ferðalag mitt til Mexíko hafi þótt eitthvað dularfullt, því óspart var stungið saman nefjum á skrifstofunni og ég heyrði menn pískra: ,,Muy estranjero •— un Islandes a Mexico“. — Miög einkennilegt —- íslendingur til Mexíkó. Að lokuni var mér vísað inn í helgidóm sjálfs aðalkonsúlsins -- allra bezta náunga, sem virtist allur af vilja gerður til að hjálpa mér að komast til gömlu Mexíkó, en hann sagð- ist því miður ekki hafa heimild til þess að veila mér slíkt leyfi. Ég bað hann blessaðan um að segja mér, livar ég gæti fengið jietta torsótta leyfi, en hann h'isti hara höfuðið og sagði, að það mundi verða il 1 fáan- legt fyrir mig. Ástæðan fyrir því var sú, að ég hafði í höndum svokallaðan námsmannavísum, sem veilti mér ekki heimild til þess að ferðast frá Bandaríkjunum og til baka nema með sérstöku levfi innflytjendayfir- valdanna í Washington eða Philadelphia. Konsúllinn ráðlagði mér því að skrifa til annarshvors staðarins og reyna að fá þetta leyfi. Ekki nóg með það, heldur yrði ég einnig að senda innflytjendayfirvöldunum í Mexico City kjarnyrt bréf, þar sem ég færi fram á, að :mér yrði gefin heimild til þess að ferðast til landsins. Á- stæðuna fyrir þessu kvað liann vera þá, að ekkert stjórnmálasamband væri á milli íslands og Mexíkó. Ég fór nú að ráðum vinar míns, konsúlsins, og skrif- aði bæði til Washington og Mexico City. Eftir máriuð fékk ég svar frá fyrrnefnda staðnum þess efnis, að ég gæti fengið leyfi til þess að ferðasl til Mexíkó svo framarlega sem ég hefði heimild mexíkanskra yfir- valda til þess. Svarið frá Mexico City barst hinsvegar ekki fyrr en éftir þrjá langa mánuði. Mexíkanarnir vildu hleyjia mér inn í landið með því skilyrði þó, að Bandaríkjamenn leyfðu mér að fara aftur inn fvrir landamæri sín eftir að ég hafði lokið kurteisisheim- sókn minni lil Mexíkó. Þeir vildu sem sagt ekki t°fla í neina tvísýnu, ef ske kynni, að mér reyndist erfitt að komast aftur norður yfir Rio Grande. Þessi svör, sem inér höfðu borizt frá höfuðborgunum tveim, voru hvorki jákvæð né neikvæð, svo ég var jafnnær efir sem áður. Ákvað ég nú að skrifa sendiherranum okkar í Washington og biðja hann um að greiða götu mína í sambandi við útvegun fararleyfis til Mexíkó. Ekki leið á löngu þar til ég hafði bréf í höndunum frá sendi- herranum, þar sem hann skýrði mér frá því, að hann hefði rætt málið við mexíkanska sendiráðið í Washing- ton, en árangurinn hefði þó orðið lítill sem enginn. Taldi sendiherrann mig frekar af því að ferðaet suður til Mexíkó á þessum viðsjárverðu tímum, þar sem ég mætti búast við að lenda í ýmiskonar erfiðleikum og klandri með að komast aftur til Baiidaríkjanna. Aldrei var ég ákveðnari en einmitt nú að favo til fyrirheitna landsins surinan landamæranna, því það var hlaupinn einhver þrái í mig við allt þetta stapp og málalengingar, sem var samfara útvegun þessa lang- þráða fararleyfis. GOTT ER AÐ EIGA VIN. Allt er þá þrennt er, segir máltækið, og nú kom tækifærið, sem ég hafði heðið eftir. Mexíkanskur kunn- ingi minn og skólabróðir fór að vinna í hjáverkum við mexíkanska konsúlatið í Austin; og til að gera FRJÁLS VERZLUN 91

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.