Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1950, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.06.1950, Qupperneq 18
ef vera skyldi aukinn freðfiskmarkaður í Bandaríkj- unum. Þetta kom fram á nýafstöðnum aðalfundi Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna hér í Reykjavík. Samkeppnin á fiskmörkuðum Evrópu er mjög hörð og fer sífellt harðnandi, eftir því sem Evrópuþjóðirn- ar endurnýja og stækka fiskiskipaflota sína. Það er því áríðandi að bjóða aðeins fyrsta flokks vöru á mörkuðunum og gera allt sem mögulegt er til að laða erlenda kaupandann að íslenzka freðfisknum. Vöruvöndun er jrví frumskilyrðið, en þar ínæst kemur stærð pakkninganna og útlit þeirra. Pakkning- ar þær, sem notaðar eru fyrir Evrópumarkaðinn, verð- ur að telja mjög óhentugar og umbúnaður þeirra lítl til þess fallinn að auka áhuga á fiskkaupum. Við þurf- um að pakka allan okkar hraðfrysta fisk í samskonar umbúðir og sendar eru á bandaríska markaðinn, en það eru smekklegar 1 lbs. pakkningar en ekki 7 lbs. klumpar eins og sendir hafa verið á Evrópumarkað- inn. Slíkar pakkningar eru óþjálar til sölu. Smærri pakkningar eru vitanlega dýrari í fram- leiðslu, en það má ekki fæla okkur frá framleiðslu })eirra. Erlendi kaupandinn kaupir oftast næi þær matvörutegundir, sem eru girnilegastar og í smekk- legustu umbúðunum, enda þótt verðið sé aðeins hærra en samskonar vara umbúðalaus. Islenzkir fiskfram- leiðendur verða að tryggja sér fullkomnustu vélar við framleiðsluna, svo að framleiðslan verði sem ódýrust, því að engin þjóð hefur eins góð hráefni og við ls- lendingar. Jafnframt ber að leggja höfuðáherzlu á öflun nýrra markaða fyrir fiskafurðir okkar og auka fjölhreytni f ramleiðsluvaranna. Þegar markaðsmálin eru rædd, verður manni strax hugsað til þess hversu brýna nauðsyn ber til að gefa utanríkisverzlunina frjálsa. Eins og málum er nú háttað, eru það aðeins örfáir aðilar sem rétt hafa til að selja afurðir landsmanna á erlendum markaði, en íslenzkum verzlunarfyrirtækjum, sem hafa viðskipta- sambönd um allan heim, er meinað að koma þar ná- lægt. Þjóðin hefur ekki ráð á að notfæra sér ekki starfskrafta og þekkingu íslenzkra kaupsýslumanna í markaðsmálunum. Einkasölufyrirkomulagið er ekki vænlegt til árangurs í þeim málum. Frjáls utanríkisverzlun er það takmark, sem verzl- unarstéttin keppir að, því að hún veit að það verzlun- arfyrirkomulag er bezta leiðin til að tryggja okkur örugga markaði og fiskframleiðendum bezta afkomu. • ÞAÐ VAR SÓLRÍKUR DAGUR hér syðra, þegar Gullfoss hinn nýi leitaði í fyrsta sinn heimahafnar 20. maí s. 1. Og sannarlega var það vel lil fundið af veðurguðunum og vel þegið af manngrúanum, sem þyrplist ofan að höfn, til þess að njóta þeirrar sjónar, er fyrsta stóra farþegaskipið í eigu íslendinga lagði að landi. | Úr myndasafni V.R. XXX. Einar Ingimundarson. „Allt undir síldinni komi&.“ M.s. Gullfoss er tignarleg gnoð og vönduð vel á allan hátt, án þess }m að vera óhóflega skrautbúin. Skipið getur haft um 220 farþega innanborðs, auk talsverðs vörufarms (ca. 1600 smál.), en það er þó einkum ætlað til mannflutninga milli landa. Hefur því verið valin siglingaleiðin milli Reykjavíkur og Kaupmannahafnar með viðkomu í Leith í báðum ferð- um. Hefur þetta reynzt hin happadrýgsta ákvörðun, því eftirspurn eftir fari er gífurleg. Sagt er að Leith- búar staðhæfi að aldrei hafi nándar nærri jafn glæst skip haft fastar áætlunarferðir milli Leith og Kaup- mannahafnar. Hér er ekki rúm til að lýsa skipinu á neinn hátt, enda er búið að gera það svo rækilega í dagblöðun- um. Aðeins skal það sagt, að Gullfossi, skipstjóranum og gervallri áhöfninni fylgja einlægustu óskir þessa tímarits um ævinlega velferð. — 94 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.