Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 2

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 2
íyrir þröngan kost og erlið starísskilyrði oft og tíðum hefur hún hvorki verið ásœkin í garð annarra stétta né leitað athvarfs hjá ríkisvaldinu. Hún hefur aðeins óskað sér starfsfriðar og verzlunarfrelsis til handa þjóðinni. Styrkur stétta og samtaka þeirra er oft metinn eftir bolmagni þeirra í streitunni við aðr- ar stéttir eða afli þeirra til þess að sveigja ríkisvaldið sér í hag. Á þenna kvarða mœld mun verzlunarstéttin ekki reynast há i loftinu og Verzlunarmannafélagið teljast veik stétt- arsamtök. En það eru til aðrar prófraunir en þœr, sem aflsmunur rœður úrslitum í, og þœr hefur verzlunarstéttin leyst með prýði. Er hér fyrst og fremst átt við þann styrk, sem stéttin hefur sýnt með því að standa óstudd, þótt á hafi bjátað, og i öðru lagi þann þroska, sem hún hefur haft við lausn sinna innri vandamála, kaup- og kjarasamninganna. Þœr munu því miður ekki margar stéttirnar, sem geta stœrt sig af því, að ágreiningur um kaup og kjör hafi aldrei leitt til verkfalls eða verkbanns, heldur ávallt verið jafnaður við samningaborðið áður en til vinnustöðvunar kom. í þessu hafa bœði launþegar og vinnuveitendur innan verzlunarstéttarinnar sýnt mikinn félagsþroska, sem vert er að halda á lofti. Náin persónu- leg kynni og gagnkvœmur skilningur og velvild beggja aðilja hafa tíðum greitt fyrir far- sœlli lausn þessara viðkvœmu mála, en trúlega hefur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur ein mitt unnið sitt merkilegasta afrek á þessum vettvangi. Hinu ber ekki að neita, að öfundarstefnunni hafa verið ljáð eyru í verzlunarstéttinni eins og víðar í okkar litla þjóðfélagi. Utanaðkomandi öfl hafa reynt að lœða inn tortryggni milli vinnuveitenda og launþega, milli smásala og heildsala, milli verzlunar og iðnaðar og milli útflytjenda og innflytjenda. En öfundarstefnan má ekki ná að festa rœtur í verzlunar- stéttinni, því að þá eru dagar hennar taldir. Samtakamáttur stéttarinnar er nú veikur, en verði hún klofin, þá munu engir sérhópar innan hennar fara með sigur af hólmi, heldur mun stéttin sem heild lögð að velli. Á þessum tímamótum í sögu Verzlunarmannafélags Reykjavíkur vill mega bera fram þrjár óskir til handa stéttinni og félaginu: „Frjáls verzlun" að verzlunarstéttiji megi á komandi árum bera gæfu til þess að standa heil og óskipt að sérmálum sínum og máli allrar þjóðarinnar, frjálsri verzlun; að verzlunurstéttinni gefist tœkifæri til þess að nota hæfileika sína og atorku þjóðinni til hagsbóta; að Verzlunarmannafélag Reykjavíkur megi eflast og vera þess megnugt, að brúa bilið milli starf sstéttanna, þannig að verzlunarstéttin verði öðrum til fyrirmyndar við lausn þjóðfélagsvandamálanna. FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.