Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 7
\ Fimmti tugurinn. Eftir 1930 fór að ýmsu Ieyti að þrengjast hagur verzlunarmanna. Höftunum var skellt á og fjöldi verzlunarmanna missti atvinnu sína. í árslok 1931 voru aðeins 297 félagar í V.K., en brátt verða þó breytingar á þessu. Nýir félagar bæt- ast nú ört við og í árslok 1935 eru þeir orðnir 346, en í árslok 1940 komast þeir upp í 630. Á þessurn áratug ber mest á framkvæmdum i hús- næðismálum félagsins. Félagsheimilið tekur til starfa i hinum nýju húsakynnum í Vonarstræti 4. Einnig er unnið mikið starf í sambandi við launamál verzl- unarmanna, og má rekja innstreymi nýrra meðlima í félagið til þessara framkvæmda. Blað félagsins, „Frjáls verzlun“, byrjar að koma út í janúar 1939, og ráðningarskrifstofu verzlunarmanna er komið á laggirnar. Allt krefst þetta mikils starfs og langs undirbúnings. Lagfæring fæst á lokunartíma sölubúða á þessu tímabili. Umræðu- og skemmtifund- um er haldið uppi frá ári til árs fyrir félagsmenn. Jólalrésskemmtanir eru haldnar árlega, svo og dans- leikir. Sú breyting fæst á frídegi verzlunarmanna, að liann skuli vera fyrsta mánudag í ágústmánuði, en með því móti lengist frítíminn. Frídagurinn er hald- inn hátíðlegur á hverju ári, en á mismunandi hátt og mismunandi stöðum. Á þessum árum opnar félagið skrifstofu, þvi verk- efnin eru æði mörg. Þá ræður V.K. og fast starfsfólk. Eigi er liægt að Ijúka við þennan útdrátt úr sögu síðustu 10 ára, að eigi sé getið tveggja manna, er konja þar mikið við sögu, þeirra Egils Cuttormssonar og Friðþjófs 0. Johnson. Þeir eru formenn á þessu tímabili, Egill 1935—38 og Friðþjófur 1939—41. í formannstíð þessarra manna er lagður grundvöllur og borin fram til sigurs mörg helztu áhugamál félagsins um margra ára skeið. I stjórnartíð Friðþjófs er hús- inálið leitt til lykta og honum má ]iakka öðrum frem- ur vöxt og viðgang félagsins þau ár, sem hann gegndi formennsku. því að Friðþjófur var driffjöður allra framkvæmda, sem V.K. tók sér fyrir hendur. A BEVKJAVÍKUB APÓTEKI FÆST: Slterry i'I. 1,50 Ölt |h‘Hsí vín eru nðflutt Portvín hvftt II. 2,00 beina leið frá hinu nafnfrít'an <Io. rnutt fl. -,65 verslunarfjelagi Compania Bauðvín fl. 1,25 Holandesa á Spáni. Malaga fl. 2,00 Cognac fl. 1,25. Whisky 2,00. Rinarvin 2,00. Vindlar: Brasil. Flower 100 stk. 7,40. Donna Maria 6,50. Havanna Uitschot 7,50. Nordenskiöld 5,50. Beaommé 4,00. Hollenskt reyktóbak, ýnisar sortir, t st. frá 0,12—2,25. I'JÓDÓUUUB — 13. marz 1891. V................................................. j fyrir skemmtiferð Verzlunarmannafélagsins á frídegi verzlunarmanna miðvikudaginn hinn 26. ágúst 1896 —0— Kl. I0y2 fylkjast memi undir merkjum félagsins á Lækjartorginu og leggja á stað með hornablæstri, söng og bumbuslætti í broddi fylkingar. Kl. 12J4 gengur fylkingin inn á hinn fjöl- skreytta samkomustað á túninu á Ártúni. KI. 121/2—1 livíld og hressingar. KI. 1—2 Ræðuhöld, hornablástur og söng- ur. Matartími. Lotterí, hringspil, boltaspil og aðrar skemmtanir. Ræðuhöld. Veðhlaup, sem allir viðstaddir geta tekið þátt í. Tvenn verðlaun. K'. 5y2—iy2 Dans og ýmsar aðrar skemmt- anir. K1 KI, K1 K1 2— 3 3— 4 4— 5 5— 51/2 Kl. 8 Flugeldar. Kl. 8y2 Heimför í fvlkingu. Áðeins félagsmenn og gestir þeirra geta tekið þátt í skemmtun þessari, og verða allir hlut lakendur að bera einkenni það, sem félags- stjórnin gefur út í þessu skyni. Einkennin geta félagsmenn fengið hjá herra kaupmanni Gunn- ari Þorbjörnssyni. Nefndin. FRJÁLSVERZLUN 7

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.