Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 9
Og loksins rann upp sú hin langþráða tíð, að launsugum þeim var af gullstóli hrundið. Og jafnframt varð œ betur ljóst öllum lýð, að líf vorrar þjóðar er heilbrigðum viðskiptum bundið. — En þrátt fyrir allt reyndist eitthvað af blygðlausum bjálfum með blindaða dómgreind og vögl á augunum sjálfum. Svo aftur í dag er það raunaleg reynd, hve ríkjandi um mál vor er blindingjaháttur, þar eð enn gerast menn, sem að ljóst og með leynd beita lymsku og slœgð, svo að krenkist vor sjálfstœði máttur. — En unum vér lengi að fá skammtaða skamvisk úr hnefa frá skálkum, er álíta sœlla að þiggja en gefa? Vér vitum að œ kemur skin eftir skúr, sem skýjunum ryður og þokunni eyðir; og hver sá er binzt sínu takmarki trúr fœr tífaldað pund sitt og ávinnast farsœlar leiðir. — Eins þykjumst vér fullviss að hindranir hrjóti oss úr vegi og hrafnsorti nœtur renni út í árbjörtum degi. Stattu samhuga og viljaföst verzlunarstétt fyrir velferð og hagsmunum lands vors og þjóðar, og mundu að afmá þann áþjánarblett, sem var atað á nafn hinnar þjökuðu fortíðarslóðar. Ég bið þess af alhug að lánið þér liðsinnað verði, svo líkist þú vaxandi blómi í grœnkandi sverði. Baldur Pálmason. FRJALS VERZLUN 9

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.