Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 12
e ' ' '.......... "\ Gu.ðjón Kinarsson form. 1946— L___________________________________, Arið 1942 flutti Björn Olafsson stórkaupm. erindi um viðskiptasamning íslands við Bandaríkin. — Árið 1944 talaði Pétur Magnússon fjármálaráðherra um verzlunar- og viðskiptamál og 18. júní fagnaði Vil- hjálmur Þ. Gíslason skólastjóri hinu nýja íslenzka lýðveldi með ra>ðu. — Árið 1945 flutti Magnús Kjar- an stórkau])m. erindi: Alþjóðaráðstefna kaupsýslu- manna í Bandaríkjunum. og Bjarni Benediktsson horg- arstjóri flutti erindi um verzlunarmál. — Árið 1946 flutti Oscar Clausen rith. tvö erindi á fundum V. R., og nefndust þau bæði: „Fyrstu ár mín við verzlun.“ — Síðan liafa verið haldnir fáeinir fræðslufundir með stuttum erindum og kvikmyndasýningum. Árið 1945 var starfandi málfundadeild innan fé- lagsins og var í henni ágæt þátttaka í fyrstu og nokk- uð fram eftir, enda hin margvíslegustu umræðuefni á dagskrá. Aðalhvatamaður að stofnun deildarinnar og formaður málfundanefndar var Sveinn Ólafsson. Seinna tóku starfsmannadeildirnar slíka starfsemi upp að nýju og æfðu meðlimi sína í mælskulist í 1—2 vetur. Fengu þær Oscar Clausen til að vera leiðbein- atida í þeirri ,,kúnst.“ Hér skal fyrst frægan telja: frídag verzlunarmanna. Hann hefur á ári hverju verið hátíðlegur haldinn fyrsta mánudag ágústmánaðar, svo Hátíðahöld sem fyrir er mælt í þar að lútandi og reglugerð. V. R. Iiefur sem fyrr skemmtanir. staðið fvrir hátíðahöldum dagsins hér í Reykjavík, en um samfellt 7 ára skeið, frá 1940—1946 ( að báðum árum með- töldum), varð því ekki við komið að halda úti- skemmtanir, samkvæml gamalli hefð. Lágu til þess gildar ástæður, sem sé hernámið og sú stríðsmara, sem þessum árum fylgdi. En öll þessi ár gekkst V. R. fyrir dagskrá í Ríkisútvarpinu að kvöldi verzlunar- mannadagsins, og hefur svo einnig verið síðan. Þai hafa verzlunarmenn og aðrir flutl erindi um verzlun- arsöguleg efni, viðski])tin á líðandi stund, og ýmis- legt fleira. Lesnir hafa verið ýmsir bókakaflar og ljóð. er sérstaklega varða verzlunarstéltina. flutt viðtöl við verzlunarfólk, söngvar sungnir, leikþættir fluttir o. s. frv. Síðan 1946 hefur sá ágæti siður haldizt, að þá- verandi viðskij)tamálaráðherrar hafa að beiðni V. R. komið frain í útvarpinu þennan dag og flutt þar ræð- ur: Pétur Magnússon árið 1946, Emil Jónsson árin 1947—48, Bjarni Benediktsson árið 1949 (í stað Jó- hanns Þ. Jósefssonar) og Björn Ólafsson árið 1950. Auk útvarpsdagskrárinnar efndi félagið til dans- skemmtana á Hótel Borg og í Sjálfstæðishúsinu á ár- unum 1944—46, en árið 1947 hefst nýr þáttur í há- tíðahöldum dagsins. Þá er í fyrsta sinn efnt til marg- þæltra skemmtana í Tívolí-garðinum og þannig aft- ur horfið til útiskemmtana verzlunarfólks. Jafnframt er tekinn u])]) sá siður að halda ]>rílieilagt, þ. e. hafa á boðstólum skemmtanir alla þrjá daga helgarinnar. frá laugardegi til mánudags. Hefur þetta fyrirkomu- lag gefizt ágaHa vel undanfarin fjögur ár og garður- inn verið afar vel sóttur, nema veður hafi verið óhag- stætt. — Árið 1947 stóð V. R. einnig fyrir Viðeyjar- ferð sunnudaginn fyrir frídaginn, og var þátttaka góð. þrátt fyrir slæmt veður. Þar í kirkjunni messuðu þá biskup íslands, herra Sigurgeir Sigurðsson, og sókn- arpresturinn, sr. Hálfdan Helgason prófastur á Mos- felli. Næsta ár messuðu biskupinn og sr. Garðar Þor- steinsson þennan sunnudag í Dómkirkjunni í Ileykja- vík á vegum félagsins, og síðan hefur sr. Bjarni Jóns- son dómprófastur sérstaklega minnzt verzlunarstéttar- innar í |)rédikunum sínum þennan dag. Hefur fáni félagsins jafnan verið horinn í kirkju við þessi tæki- færi. Hér hefur komizt á góð siðvenja og væri betur að hún héldist sem lengsl. Verður ekki anuað sagt en hinum árlega hátíðisdegi verzlunarmanna liafi í hví- vetna verið góður sómi sýndur á undanförnum árum. Þá er að geta annarra skemmtana V. R.. og kemur röðin næst að árs- og afmælishátíðunum. Þær hafa á hverju ári verið haldnar sem næst afmælisdeginum sjálfum, 27. janúar, og ætíð á Hótel Borg. Meðan setið var að borðum hafa oftast verið fluttar þrjár aðalræður: Minni verzlunarstéttarinnar, minni lslands og minni kvenna, og auk þess ýmsar tækifærisræður; einsöngvarar og leikarar hafa jafnan og komið þar fram og skemmt gestum. Að því búnu liefur verið dansað fram eftir nóttu. Formenn félagsins hafa haft stjórn sámkvæmisins á hendi hverju sinni. 12 FR.TÁLS VKRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.