Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 14
Formenn V.K., sem á líli eru. Sitjandi Irá vinstri: Erl. Ó. Pétursson (1922—24 og 1926— 31), Guðmundur Kr. Guð- mundsson (1925), Egill Gutt- ormsson (1935—38 og 1942). Standandi írá vinstri: Frið- þjófur Ó. Johnson (1939—41) Hjörtur Hansson (1943—44), Oddur Helgason (1945) og Guðjón Einarsson (1946—). er jafiian unglingur til sendiferða o.þ.h. Þá er þess einnig sérstaklega að geta í þessu sambandi, að árin 1945—M6 gegndi Hjörtur Hansson framkvæmdastjóra- störfum fyrir félagsstjórnina, ca. 2—3 klst. daglega. Sat hann á stjórnarfundum, fékk þar fyrirmæli um framkvæmdir og gerði seinna grein fyrir þeim. Gafst þetta vel. Þótt aftur væri horfið frá þessu fyrirkomu- lagi, held ég að varla fari hjá því, að slíkur eða líkur háttur verði senn tekinn upp að nýju, ef félagið starf- ar áfram á svipuðum grundvelli. Því jafnan er fyrir- liggjandi aragrúi verkefna. Hús félagsins, Vonarstræti 4, var keypt snemma árs 1940, og um haustið j)að sama ár tók þar til starfa Félagsheimili V. R.. hið vi°il'>o-asta Félagsheimilið. að öllum búnaði. Rak félagið þar á eigin kostnað alla venjulega veit- ingasölu, aðra en matsölu, og var aðgangur þangað fyrstu árin takmarkaður við félagsmenn, en síðan var smáslakað á klónni í þeim efnum. Er það skemmst af að segja, að félagsheimilið varð þegar í upphafi einhvei vinsælasti veitingastaður borgarinnar og átti drjúgan Jiátt í að safna áður ófélagsbundnu verzlunar- fólki undir merki V. R. Hélzt þetta fyrirkomulag óbreytt: að mestu fram til 1946, en þá var aðsókn að heimilinu talsvert tekin að réna og rekstur þess því orðinn fremur ábatalítill. Kom þar einnig til greina hinn gífurlegi veitingaskattur, sem slíkri starfsemi var gert skylt að borga. Var því horfið að því ráði í maí 1946 að leigja húsnæði félagsheimilisins utanaðkom- andi aðiljum, er skyldu reka þar veitingasölu áfram. en á sjálfs sín kostnað. Eftir sem áður skyldi veitinga- staðurinn bera nafnið: Félagsheimili V. R. og vera fyrst og fremst heimilaður verzlunarfólki til afnota. Jafnframt var nú tekin upp fæðissala, og gagngerðar breytingar gerðar á húsakynnum í ]»ví skyni, sem og ýmsar aðrar lagfæringar. Gekk svo fram til s. 1. vors, eða um 4 ára skeið, að þetta fyrirkomulag hélzt, en þá var aftur ákveðið að félagið tæki sjálft að sér véitingareksturinn, en fæðissölu þá jafnframt hætt. Voru á s. 1. sumri gerðar ýmsar lagfæringar á salar- kynnum hússins, með haustinu var svo heimilið tekið til afnota á nýjan leik. Hafði þá verið ráðin kona til að veita því forstöðu. Margskonar önnur starfsemi en að framan getur hefur farið fram í húsi félagsins, bæði í beinni þágu félan'sins opt bar fyrir utan, en út í þá sálma verður ekki farið hér. Forstöðu félagsheimilisins hefur þetta fólk haft á hendi: Ragnheiður Bjarnadóttir 2 ár, Sigríður Björns- dóttir 21/4 ár, Magnea Magnúsdóttir 1% ár; síðan hefst leigutíminn: Steingrímur Karlsson og Ingibjörg Karls- dóttir næstum iy2 ár, Eysteinn Jóhannesson iy2 og Jón Ásgeirsson 1 ár. Núverandi ráðskona er Sigríður Björnsdóttir, sú hin sama sem áður getur. Formenn yeitinganefndar: Ásgeir Bjarnason 1941— 42, Egill Guttormsson 1943—44, Oddur Helgason 1945, Þórir Hall 1946, Hjörlur Hansson 1947—49 og Sveinbjörn Árnason 1950 og ennþá. Húsbyggingarsjóðurinn er fjárhagslega voldugastur allra félagssjóðanna og hefur á síð- asta áralug aukizt um 163 þúsund Húsbyggingar- krónur. Munar þar mest um ágóða af sjóður. happdrætti sem efnt var til 1944J— 45 og nam kr. 70.000.00. Ætlunarverk sjóðsins er 14 FRJÁLS VRRZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.