Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 19
lega liina elztu á Norðurlöndum, frá tímum Aldin- borgarmanna í Nesvogi við Stykkishólm árið 1585. Var það ósk gefandans, að félagið gæfi bókina út og léti hagnað af sölu bennar renna í húsbyggingarsjóð V. R. Ekki hefur þó orðið úr prentun bókarinnar, og munu fáir kunna frá því að segja. hvað þeim drætti veldur sérstaklega. Ber nú tafarlaust að bæta úr skák og gefa bókina út. Sama ár gaf þáverandi form. V. R., Oddur Helgason, félaginu kr. 5.000.00 er verja ska! til kaupa á listaverkum lil skrevtingar félags- heimilinu. Þessi sjóður er ónotaður enn og bíður síns verkefnis. — Seinna þetta sama ár, 1945, færðu syst- urnar, sem unnu í happdrætti V. R. (kr. 60.000.00), félaginu að gjöf tvö vel gerð málverk eftir Svein Þórarinsson, sem þakklætisvott fyrir vinninginn. Prýða málverkin nú sali félagsheimilisins. — Enn barst félaginu góð gjöf á þessu binu sama ári. Hún kom frá ekkju Brynjólfs heitins Þorsteinssonar verzl- unarmanns, sem átti sæti í félagsstjórn nokkur ár og var formaður um 3 ára bil, 1932—34. Var það mynda- safn frá ýmsum verzlunarmótum erlendis, sem Brynj- ólfur hafði sótt í nafni V. R. Hafði hann ánafnað félaginu myndir þessar áður en hann lézt. Eru þær hinar eigulegustu og munu gott innlegg í væntanlegt verzlunarminjasafn, sem V. R. hefur nú á prjónunum að stofnsetja. Nokkrar fleiri gamlar Ijósmyndir hafa félaginu borizt í samskonar skyni. Þá hefur Oscar Clausen rithöfundur gefið fyrirheit um að leggja til safnsins ýmsa góða gripi, þá er það kemst á laggirn- ar, en hann er mikill áhugamaður um framgang máls- ins og hefur flutt um það fróðlegan fyrirlestur á fundi í félaginu. — Árið 1946 var starfsmannadeild- um V.R. afhent til eignar bankainnstæða Verzlunar- mannafélagsins „Merkúr“, sem lagt var niður árið 1934. Nam gjöf þessi rúmum 3.300,00 krónum. Tveir heiðursfélagar hafa verið kjörnir á tímabil- inu: Egill Guttormsson og Hjörtur Hansson, sem þannig voru að makleikum heiðraðir á 54. ára af- mæli félagsins árið 1945. Sjö lieiðursfélagar hafa látizt á sama tíma: Árni Einarsson (yngri), Hannes Thorarensen, Jón Eyvindsson, Karl Nikulásson, Nic- olai Bjarnason, Sigurður Guðmundsson og Thor Jensen. Á aðalfundi félagsins 1941 var stofnaður Styrktar- sjóður Verzlunarmannafélags Reykjavikur. Tilgangur hans er að styrkja ekkjur félagsmanna, þegar félags- stjórninni þykir ástæða til. Tekna skal sjóðnum afl- að með sölu minningarspjalda eða samskotum. Því miður er sjóður þessi ennþá lítill og alls ómáttugur, og væri þakklátt að verzlunarmenn hefðu hann meira Skcmmtincfnd V.R. Sitjandi frá vinstri: Pétur O. Nikulásson, form., og Magnús Valdemarsson. Standandi: Jón Eiríksson, Geir Fenger og Ólafur Finsen. í huga. Hvatamaður sjóðstofnunarinnar var Egill Guttormsson. Lög félagsins voru einu sinni á þessum árum tek- in til gagngerðrar endurskoðunar, og talsverðar breyt- ingar á þeim samþykktar á framhaldsaðalfundi í febr. 1947. Tvær nýjar og mjög þýðingarmiklar greinar bættust þá í lögin. Kveður önnur svo á, að félagið sé lögformlegur samningsaðili um launakjör verzlunar- fólks á félagssvæðinu, en í hinni felast ákvæði um skipun launakjaranefndar. V.R. er sem vera ber ópólitískur félagsskapur, og er þar að finna fólk úr öllum flokkum, enda mæla lögin svo fyrir, að félagsmaður geti hver sá orðið, hvort heldur karl eða kona, kaupsýslu- eða verzlun- armaður, sem orðinn er 18 ára að aldri og verið hef- ur við verzlunarstörf a. m. k. 2 ár, eða hefur lokið burtfararprófi frá Verzlunarskóla Islands eða öðrum jafngildum verzlunarskóla og gangast vill undir mark- mið félagsins. Þrátt fyrir „hlutleysið“ hefur dálítið bólað á ])ólitískum flokkadráttum innan félags, eink- Framhald á bls. 33. 19 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.