Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 26
VILHJÁLMUR Þ. GÍSLASON: VERZLUNARSKÓLINN O G V. R. Vlilli Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og Verzl- unarskólans hefur lengi verið vinátta og samstarf. Stofnun skólans hafði vérið rædd „ár eftir ár“ í Verzl- unarmannafélaginu, segir í fyrstu skólaskýrslunni. Nefnd var sett í málið í félaginu og fyrir atbeina hennar var haldinn sameiginlegur fundur Verzlunar- inannafélagsins og Kaupmannafélagsins. Sú nefnd kom sér saman um tillögur lil framkvæmda og up]> úr þessu var Verzlunarskólinn stofnaður. „Það var öllum þá ljóst orðið, að svo fjölmenn stétt manna sem verzlunarstétt landsins , þyrfti að eiga kost á að fá sérmenntun sína á sérstakri, fastri stofnun, og að landssjóði bæri að styrkja slíka stofnun eins ríku- lega að sínu leyti og aðrar sérfræðistofnanir fyrir atvinnurekendur, svo sem skipstjórnarmenn, iðnaðar- menn o. s. frv. Ferðir til að sækja verzlunarskóla erlendis yrðu ávallt svo dýrar, að það gæti aldrei orðið nema örfárra manna færi að leita þeirra úrræða. Auk þess hafa slíkar utanfarir á mjög ungum aldri reynzt íslenzkum námsmönnum misjafnlega hollar; og loks þótti rétt vera, að í hverju landi væri tekið sérstakt tillit til hags og ástands þar við kennsluna.“ Þetta er tekið úr greinargerð þeirra manna, sem stofn- uðu skólann. Stofnár hans er talið 1905. Þá byrjaði hann að starfa á þeim grundvelli, sem síðan hefur verið byggt á. Verzlunarkennslan er samt eldri og þá kennslu má telja beinan undanfara Verzlunarskólans, ef ekki þátt í sögu skólans sjálfs. Kennslan var þá að vísu óreglu- leg og sto])ul, en námskeiðin, sem þá voru haldin, virðast, að minnsta kosti öðru hvoru, beinlínis hafa verið kölluð Verzlunarskóli. Áreiðanlegar og nægi- Vilhjálmur Þ. Gíslason. lega ítarlegar uj)plýsingar um þessa kennslu hafa ekki enn fengist, en vitað er um ýmsa ágæta menn, sem nutu þessarar kennslu. Það væri æskilegt, að þeir, sem kunna skil á þessum málum eða hal'a sjálfir sótt slíka kennslu, vildu sendá skólanum upplýsingar um þetta, svo að þessi forsaga skólans geti komist fram í dagsljósið með örugguin heimildum. Verzlunarskólinn hlaut styrk frá Alþingi undir eins 1905, en tók annars skólagjald af nemendum, fyrst 10 kr. á ári, en svo 20 kr. Annars segir svo í fyrstu skólaskýrslunni: „Nefndin hefði ekki treyst sér til að halda skólanum uppi eða hyrja liann, ef hún hefði ekki notið fjárstyrks frá verzlunarstéttinni og haft vilyrði allmargra þingmanna um aukinn styrk á næsta þingi.“ 1 fyrstu stjórn skólans sátu þeir D. Thomsen, sem var formaður, Sighvatur Bjarnason, B. H. Bjarnason, Jón Olafsson og Karl Nikulásson, en skólastjóri var Ólafur G. Eyjólfsson. Fyrsta árið voru í skólanum 47 nemendur, en ann- að árið 71. Byrjað var á því að kenna íslenzku, ensku, dönsku, þýzku, reikning og bókfærslu, en fljótlega var bætt við verzlunarlöggjöf, viðskiptafræði og verzl- unarlandafræði. Verzlunarmannafélagið og Kaupmannafélagið lögðu skólanum árlegan styrk fyrst framan af og einslakir menn úr þeim lögðu honum einnig fé. Af slíkum framlögum var stofr.aður húsbyggingarsjóður þegar á þriðja ári og nemendur létu þá einnig til skarar skríða og stofnuðu nemendasjóð vorið 1908. Verzl- unarmannafélagið mun hafa lagl skólanum beinan slyrk fyrslu árin, en í skýrslu skólastjórnarinnar 1911 —12, segir: „verzlunarmannafélagið hefur ekkert stutt,“ en Kaupmannafélagið hélt enn um skeið áfram lillögum sínum, 100—200 kr. á ári og 500 kr., þegar kom fram á heimsstyrjaldarárin. Auk þess lögðu ein- stakir kaupmenn fram fé, sem oft var meira; 1916— 26 FRJÁLS VjERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.