Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 27
17, t. d.: „Kaupmannafélagið (gjafir frá verzlunar- stéttinni) kr. 3777,61.“ Hallinn á skólarekstrinum var á þessum árum oft og fram að 1931 jafnaður með ár- legum samskotum kaupsýslumanna, og virðast það oft hafa verið sömu mennirnir og ekki margir, sem tóku þetta á sig. Um 1930 var ákveðið að reyna að koma fjármálum skólans í nýtt horf með því að sjá honum fyrir sínu eigin húsi. Garðar Gíslason var þá formaður skólanefndar og gekkst fyrir því, ásamt fleiri mönnum, að hrynda málinu fram, og var þá keypt skólahúsið við Grundarstíg. Við þau mál kom Verzl- unarmannafélagið enn, eða fulltrúi þess, og átti Egill Guttormsson mikinn þátt í flutningi skólans eftir Jressi kaup. Ekki var fyrst notaður nema hluti af húsinu utidir skóla, en síðan allt liúsið, er nemendafjöldi óx ört. Síðustu árin hafa verið í skólanum 320—350 nemendur árlega. Skólinn slarfaði í tveimur deildum fram til ársins 1926—27, þá um haustið varð hann þriggja ára skóli, og fjögurra ára skóli frá haustinu 1935. Árið 1933 var stofnuð framhaldsdeild fyrir nemendur útskrif- aða úr 4. bekk, og var kennt Jjar á svipaðan liátt og í verzlunarháskólum. Einstök sérnámsskeið voru einnig haldin. Reglugerð fyrir lærdómsdeild var stað- fest 1942 og fyrstu stúdenta sína brautskráði skólinn 1945. Undirbúningsdeild (undir 1. hekk) starfrækti skólinn frá upphafi, þar til hún var lögð niður í samræmi við nýju fræð lulögin fyrir tveimur árum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur hefur einnig haft nokkur afskipti af skólanum á seinni árum. Full- trúi þess, tilnefndur af verzlunarráðinu ( eíns og öll skólanefndin er nú), hefur átt og á sæti í skólanefnd, og er það Egill Guttormsson. Félagið hefur í mörg ár veitt verðlaun við vorpróf skólans. Það hefur einn- ig boðið fjórðuhekkingum til hátíðafundar einu sinni á ári. Allur þorri útskrifaðra verzlunarskólamanna mun hafa gengið í V.R. Ég lield að margir Jjeirra hafi orð- ið Jjar ágætir félagsmenn. Þeir hafa haldið tengsl- unum milli skólans og félagsins. Það er skólanum mjög nauðsynlegt að geta staðið í lifandi og frjó- sömu sambandi við verzlunarstéttina og starfandi fé- lög hennar og við viðskiptalífið allt, eftir þVí sem unnt er. Þó að skólinn hafi gert J>að, sem luinn hef- ur getað, til þess að halda uppi slíku samstarfi og eigi, að ég lield, nokkuð almennar vinsældir verzlun- armanna, hef ég oft óskað ]>ess að samstarfið milli hans og verzlunarlífsins og verzlunarmannanna gæti verið enn örara og ákveðnara en það er. Nemenda- sambandið hefur unnið gott verk í þessum málum og milli þess og skólans hefur verið góð sainvinna. Hinsvegar hefur skólinn þurft að sigla sinn eigin sjó og eftir að Grundarstígshúsið var keypt, með lofs- verðum stuðningi margra kaupsýslumanna, hefur skól- inn ekki notið neinna framlaga eða styrkja til reksturs síns frá neinum samtökum verzlunarmanna. Hann hef- ur verið rekinn með skólagjöldum nemenda og opin- berum styrkjum ríkis og bæjar. Ka]>pkostað hefur verið að reka hann með hagsýni og sparsemi og Jjó án J>ess að halda að sér hendinni um J)að, sem horfa mætti til góðrar nýbreytni og nytsemdar í kennslu- og öðru skólastarfi. En það starf hefur verið reynt að reka þannig að J)ar væri hvorutveggja: hagnýtur undirbúningur undir verzlunarstörfin sérstaklega og góð almenn menntun, sem hverjum sérfróðum verzl- unarmanni er jafnframt nauðsynleg og er í samræmi við ])ær kröfur, sem ])jóðfélagið gerir, svo að segja megi með sanni, að verzlunarstéttin sé eins vel mennt- uð og eins vel starfi sínu vaxin og aðrar ])ær stéttir sem bezt eru á vegi staddar. Minna eiga menn ekki að láta sér nægja og að Jrví hefur verið og verður stefnt. Þrátt fyrir )>á húsabót, sem skólinn fékk upp úr 1930, er nú aftur orðið of ]>röngt um hann, enda er nú orðið miklu fleira fólk í skólanum, en þá var gert ráð fyrir. llúsnæði skólans er að vísu enn ])á gotl á sína vísu, Jrað sem það nær. Það, sem er að því, eru J)rengslin, miðað við aðsóknina og miðað við })á kennslu og ]>au störf, sem skólinn vill vinna og þarf að vinna. Einkum er J)röngt um verklega kennslu og félagslíf, en á hvorulveggja vill skólinn leggja ríka áherzlu og gerir, þrátt fyrir húsnæðisþrengslin. Hér er vélritunarstofa, skólabúð, skólabíó, skólaútvarp, vísir að bóka- og vörusafni, og margskonar félags- skapur um viðfangsefni skólans og áhugamál nem- enda, málfundafélag, blaðaútgáfa, leikritastarfsemi, söngur, tafl og íþróttir, bæði á kennsluskrá skólans og til dægradvalar. — Ágætir íþróttamenn hafa verið í skólanum, m. a. nemendur, sem sendir liafa verið á olym])iuleika og nemendur, sem hafa verið og eru íslandsmeislarar í sínum greinum. Þetta er tómstunda- vinna nemenda, en skólinn leggur einnig áherzlu á það, að nota ba’ði tómstundir og kennslustundir til þess að vekja áhuga á verkefnum viðskiptalífsins og lil hagnýtra æfinga í slíkum störfum, s. s. vélritun og skrifstofustörfum, afgreiðslustörfum, æfingum í því að tala erlend mál. æfingum í meðferð skrifstofu- véla, skjala og handbóka, og þekkingu á viðskipta- venjum og vörum, verzlunar og framleiðsluháttum og á því að kynnast fyrirtækjum. Framhald á bls. 37. 27 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.