Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 31
starfsmenn höfðu þá fengið samþykkt Alþingis fyrir greiðslu uppbótar er nam 20% á mánuði yfir 5 mán- uði ársins 1949, en seinna var 6. mánuðinum bætt við, og varð verzlunarfólk því nokkuð afski])t af þess- um uppbótum. ef borið er saman við opinbera starfs- menn. Árin 1948 og 1949 var launakjaranefnd V.R. ski])uð þeim Adolf Björnssyni, form., Gyðu Halldórs- dóttur, Björgúlfi Sigurðssyni, Pétri O. .Nikulássyni og Bjarna Halldórssyni. Núverandi launakjaranefnd hefur starfað síðan síðla árs 1949. Hefur hún fengið því áorkað, að verzl- unarfólk fær nú greiddar sömu uppbætur á laun sín og oj)inberir starfsmenn. Um samninga þá' og samn- ingaumleitanir sem þessi launakjaranefnd hefur haft með höndum, er að finna allýtarlega greinargerð í 7.—8. hefti þessa blaðs 1950, og mun ég því ekki rekja það nájiar hér. Það er þó rétt að geta þess, og mun vera óhætt að fullyrða, að aldrsi hafi sanmingar geng- ið eins erfiðlega eins og þeir sem núverandi launa- kjaranefnd vann að — enda stóðu þeir yfir svo að segja látlaust í 6 mánuði. Ég hef nefn’t nöfn þeirra manna sem átt hafa sæti í launakjaranefndunum, en tvö nöfn lief ég ekki gelið um, en þau eru Guðjón Einargson, formaður V.R., og Sveinbjörn Árnason, varaformaður V.R. Báðir þessir menn hafa starfað með nefndunum, og hafa þeir hvor um sig átt sinn drjúga þátt í giftusamlegu starfi nefnd- anna. Þar sem formaður félagsins dvelst nú erlendis sér til lækninga, þykist ég mega mæla fyrir munn þeirra er að þessum málum hafa starfað af hálfu V.R., er ég flyt honum beztu þakkir fvrir drengilega og einarða framgöngu í launamálum verzlunarfólks og fyrir þá livöt sem hann liefur veitt meðlimum launa- kjaranefndanna þegar að samningaborðinu hefur ver- ið komið. Og þeim, sem brautryðjendastörfin unnu, ber einnig að þakka alveg sérstaklega. Þegar Verzlunarmananfélag Reykjavíkur fyllir nú 6. áratuginn, og þegar við þau tímamót er litið lil baka yfir farinn veg í launa- og kjaramálum verzl- unarfólks, verður ekki hjá því komist að staldra um stund við sögu þessara mála síðustu 5 árin. Allt fram til þess tíma má segja að ríkt liafi hið megnasta ski])it- lagsleysi í þessum málum, og að launþegar í verzl- unarstétt hafi verið langt aftur úr öðrum vinnandi stéttum hvað snertir kauj) og kjör. Því hefur oft á tíðum verið borið við, að orsökina til þess væri að finna í því, að í V.R. væru samankomnir bæði vinnu- veitendur og vinnuþiggjendur. Slíkar fullyrðingar eru, þegar vel er að gætt, einskær misskilningur. Sam- vinna vinnuþiggjenda og vinnuveitenda innan V.R. síðastliðin 60 ár, er gott dæmi þess, að hægt er að koma réttindamálum beggja aðila fram, ef hugur beggja fylgir máli. Og það skal tekið fram hér, að ýmsir atvinnurekendur innan V.R. liafa ekki hvað sízt átt sinn þátt í að ná þeim árangri í launa- og kjaramálum, sem ég hef hér getið um. Hinsvegar með breyttum tíðaranda og aukinni félagslegri og stéttarlegri þróun, hlýtur sú spurning að vakna. hvort ekki sé rétt og tímabært orðið, að launþegar í verzl- unarstétt myndi sín eigin, sjálfstæðu samtök — ekki til höfuðs atvinnurekendum, heldur til þess að efla samtakamátt stéttarinnar í heild. Þessu máli hefur nokkuð verið hreyft innan V.R. og starfar nú nefnd manna sem á að gera tillögur j)ar að lútandi. Yfir- leitt er sú skoðun ríkjandi, að launþegar í verzlunar- stétt eigi að hafa sín sjálfstæðu félög og að slík félög eigi að mynda eitt allsherjar verzlunarmannasamband. Eins og ég hef skýrt frá hér að framan, var á sínum tíma stofnað Samband Verzlunarmannafélaga lslands, en það lognaðist fljótt út af. Ástæðan fyrir j)ví var vafalaust sú, að félagslegur og stéttarlegur þroski verzl- unarfólks var ekki eins langt á veg kominn og nú er. Það er trúa mín, að launþegafélag verzlunarfólks hér í bænum og samband slíkra félaga um allt landið, geti fengið miklu áorkað — ekki eingÖngu í launa- og kjaramálum verzlunarfólks heldur einnig í ýmsum J>eim málum er verzlunarstéttina í heild varðar, og geti þá um leið unnið að skipulögðu umbótastarfi lil hagsbóta fyrir land og lýð. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur getur eftir sem áður, þrátt fyrir sinn 60 ára aldur, haft ákveðnu hlutverki að gegna. Það á að vera sameiginlegur vettvangur kaupsýslumanna og verzlunarfólks. Það á að halda uþpi göfugu menn- ingar- og félagslífi. Það á að vera vakandi yfir tilveru beggja — vinnuveitenda og vinnuþiggjenda, og stuðla að aukinni og bætlri samvinnu |)eirra á milli. Á þess- um tímamótum í sögu Verzlunarmannafélags Reykja- víkur stendur j)að á mikilvægum krossgötum — en j)að hefur gerl það fyrr og jafnan haft greiðfæra leið á eftir. Megi svo einnig verða nú, j)egar það byrjar 7. áratug ævi sinnar. Ég vil svo ljúka þessum orðum með þakklæti til allra þeirra manna, isem á undanförnum árum hafa rutt okkur hinum yngri mönnum í félaginu brautina, sérstaklega ])ó hvað snertir launakjaramál félags- manna og vænti ég þess að hér eftir sem hingað til megi velvild og skilningur jafnan sitja í fyrirrúmi þegar atvinnurekendur og launþegar ræðast við um j)essi mál — á hvað’a vettvangi svo sem j)að verður. FRJÁLS VERZLUN 31

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.