Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 32
ERLENDUR O. PÉTURSSON: TIU ÁRA MINNINGAR Mér er sönn ánægja að verða við þeim tilmælum, að skrifa nokkur orð um það 10 ára tímabil í sögu V.R., er mér hlotnaðist sá heiður að þjóna sem for- maður. Má með sanni segja, að um það bil er ég gekk í V.R. hæfist nýtt tímabil í sögu þess, því um sama leyti gengu í félagið um 70 nýir félagar. Á þessu tímabili og nokkuð lengur voru haldnir reglulegir fundir vikulega 7 mánuði ársins. Var þeim skipt þannig, að tveir voru spilafundir, einn umræðu- fundur eða fyrirlestur um ýms vandamál verzlunar- stéttarinnar og svo einn skemmtifundur. í stjórn félagíins voru mjög samtaka menn, enda var oft erfitt að halda uppi af fullum krafti svo fjör- ugu félagslífi. Allt þetta tímabil var haft fast forrn á byrjun fundanna. Fundur settur, sungið: „Ung er stétt vor“, lesinn kafli úr hinni ágætu bók Swett Mar- dens ,,Áfram“. í þeirri bók eru mörg ágæt heilræði til ungra manna og yfirleitt manna á öllum aldri. Síðan hófust svo hin ýmsu fundaratriði. Á hverjum fundi var bókaútlán. Á þessum árum hafði félagið fasta fundarstaði á Vatnsstíg 4, Hótel Skjaldbreið, Hótel Heklu, en lengst af í Kaupþingssalnum í Eim- skipafélagshúsinu. Húsnæðið í Kaupþingssalnum var hentugast. Helzlu baráttumál félagsins á þessu límabili voru: Mótmæli gegn ríkiseinkasölum á ýmsum vörutegund- um, lokun tóbaks- og sælgætisbúða og verzlana al- mennt, barátta fyrir því að verzlunarstéttin fengi við- urkenningu Alþingis sem stétt, þannig að verzlunar- menn og kau|)menn gætu þeir einir orðið, sem full- nægðu vissum skilyrðum, hefðu t. d. verzlunarskóla- próf eða aðra jafngilda menntun. Barátta fyrir hús- byggingu félagsins. Þá var öll þessi ár haldinn há- tíðlegur 2. ágúst. Jólatrésskemmtun var árlega haldin fyrir fátæk börn og sannarlega var það oft ánægjulegasta starfið að gleðja þessi börn. Stjórn félagsins tók þann sið upp að halda 2 stjórnarfundi í mánuði og voru þeir haldnir á heim- ilum stjórnenda til skiptis. Eftir að félagsmál höfðu verið rædd, var rabbað um daginn og veginn fram eftir kvöldi og góðgerðir fram bornar. Voru fundir þessi hinir skemmtilegustu og urðu til j>ess að efla vináttu og samhug stjórnarinnar. Margir færustu menn verzlunarstéttarinnar og aðr- ir menntamenn héldu oft fróðlega fyrirlestra á fund- um félagsins eða hófu máls á mikilvægum málum, sem svo urðu fjörugar umræður um. Margar mikils- varðandi samþykktir voru gerðar í sambandi við slík mál. Milli jóla og nýárs var alllaf haldinn sérstakur jólafundur. Var vel til hans vatidað og salarkynni fag- urlega skreytt. Jólasálmar voru sungnir og ]>restur fenginn til að flytja jólahugleiðingu. Voru fundir jtessir hinir virðulegustu og enduðu venjulega með sameiginlegri kaffidrykkju. Fundir þessir voru ávallt mjög vel sóttir. Við, sem gengum í félagið á þessu tímabili, vorum ávallt sannfærðir um að V.R. mundi í framtíðinni geta sinnt kaupgjaldsmálum verzlunarmanna alveg eins og öðrum sameiginlegum velferðarmálum stétt- ainnar. Með j)ví að starfa með húsbændum að Jteirra sér- stöku áhugamálum, eem oft eru um leið mál verzl- unarmanna sjálfra á breiðari grundvelli, mundi sam- úð húsbændanna aukast og greiða j)ar með fyrir því, að kaupgjaldsmálin yrðu leyst á vingjarnlegan hátt innan félagsins. Þróun }>essa máls hefur líka orðið sú, að kaupgjaldsmálin eru nú til lykta leidd innan vé- banda félagsins. Framhald á bls. 39. 32 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.