Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 38
GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON: Tómas Guðmundsson, skáld fimmtugur Tómas Guðmundsson, skáld, átti fimmtugsafmæli 6. jan. s.l. í bví tilefni var honum haldið samsæti í Sjálfstæðishúsinu, lau^ardaffinn 13. jan. s.l. í hófi þessu voru margar ræður haldnar, eins og að líkindum lætur. Einn af félÖRum V.R., Guðmundur Guðmundsson, tfjaUlkeri, flutti ræðu og ljóð til skáldsins, sem vakti óskipta athypli og mikla lirifnin^ii. l»ar sem ræðutíminn var aðeins 3 mínútur og því íylgt allfast eftir af veizlustjóra, að ekki væri farið fram yfir þann tíma, þá varð Guðmundur að stytta ræðu sína talsvert og gat t. d. ekkert flutt af síðari liluta hennar. Frjáls verzlun sneri sér til Guðmundar og óskaði eftir að fá að birta ræð- una alla. Fer hún hér á eftir. Tómas Guðmundsson, skáld! Virðulegu veizlugestir! Ég býzt við að skáldinu sjálfu og ýmsum öðrum verði á að spyrja: Hver er hann nú þessi? Látum það liggja á milli hluta, en erindið er mér ljúft að tjá ykkur. Ef til vill er ég einn jjeirra fáu hér í kvöld, sem aldrei hafa tekið í hönd þessa skálds, sem við hyllum nú, aldrei átt tal við það persónulega, aðeins séð })ví bregða fyrir. Samt hefur þetta skáld tekið mig við hönd sér og leitt mig inn í draumheima sína. Sagt mér óteljandi heiflandi sögur, jafnvel trúað mér fyrir leyndarmál- um hjartans. Þess vegna langaði mig til að koma hér í kvöld og þakka. Ekki aðeins fyrir mig sjálfan heldur einnig fyrir þúsundirnar, sem dá þetta skáld, já og jafnvel tilbiðja það á stundum, Allar hinar nafnlausu þús- undir, sem ekki hafi einu sinni séð skáldinu sínu bregða fyrir. En hafa samt upplifað með því ótal ævintýr, grátið með jrví og hlegið, óttast og örvænt, þráð og þerrað tárin, elskað og þjázt. Og loks unnað með því landinu, frelsinu og lífinu. En ég gæti trúað að það væru fleiri, sem bæðu að heilsa í kvöld. Allar himnanna stjörnur eru andvaka i nótt. Háloftin safírheið. Og ég veit, að eins og þú segir: „leiftrandi uggum litlir fiskar synda á lítil stefnumót í djújtum unnum. Af ást og sælu litlu tálknin titra. I tunglskynsbjarma þang og skeljar glitra“ ])ér til heiðurs. —- Vesturbærinn hyllir skáldið sitt og lítill gluggi, sem skáldið orti um og átti oft leið framhjá yrði efa- laust þakklátur, ef skáldið mætti vera að láta sér bregða fyrir. Og „gömlu bátarnir, sem dotta í naust- unum letilega“ eiga j)á einu ósk fram að flytja, að skáldið líti til j>eirra, áður en ]>eir fúna alveg og Selsvörin gleyj)ir Jrá. „Eygló“ og „Hanna litla, Hanna litla“ biðja líka að heilsa, sömuleiðis „Ástur og Tótur með nýja hatta og himinblá augu“. Einnig „Ungar stúlkur með óráðið göngulag og undarlegar hugmyndir um ástina.“ Líka „vinnumenn úr sveit með viðkvæm hjörtu, sem kaujva- konan brást.“ Og íyrir sunnan Fríkirkjuna kom ég auga á „ljósa lokka, lítin kjól og stutta sokka,“ sem báðu að heilsa. Nú er stutti kjóllinn að vísu orðinn nærri öklasíður og sokkarnir úr „nylon“ og kannske smyglaðir í þokkabót. En hjartsláttur ungu stúlkunii- ar er ör og örvæntingafullur, ekki síður en hjá móð- ur hennar fyrir ca. 20 árum. Penninn þakkar líka allt traustið og samstarfið og liann fullyrti, að jiennar ætluðu almennt að vera blek- fullir í kvöld. Stúlkan frá Súdan: „Það er afríkanst myrkur í æð- um hennar“, hún bað einnig að beilsa, að vísu austur í Grímsnes . . en ég skila því nú samt. „Silfurlind- in litla“ og nokkrar „generasjónir“ af Óðinshönum senda einnig kveðjur sínar. Austurstræti og hinar víðfrægu „Austurstrætisdæt- 38 FRJÁUS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.