Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 39

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 39
ur“ léttklæddar á skóm, sem tærnar gægjast fram úr, þær hvísluðu hver að annarri, að hann, sem orti stræt- ið og átti ungur „ást, sem sjaldan entist heila sóla,“ hann væri orSinn fimmlugur. Og svo hvísluðu þær hver að annarri: Er það ekki synd að líka hann skuli verða svona gamall!! Þannig mætti halda áfram éndalaust. Eg vil að- eins bæta við hljóðri kveðju frá samsýslungum skálds- ins „hversdagsmönnunum tólf", sem „fordildarlaust stóðu vörð um rétt sinnar þjóðar“ að Áshildarmýri og skildu „að samvizkan ein er það vald, sem frjálsir menn hlýða.“ Loks Fjallkonan. — Mér er sem sagt kunnugt um; að hún er búin að fyrirgefa skáldínu ástarglettur og smáyfirsjónir frá yngri árum og telur hann nú meðal sinna útvöldu sona. Tómas er alinn uj>p við Sogið. Sogið og Tómas eiga margt sameiginlegt: Niðurinn er æ þyngri, farvegur- inn æ dýpri, orkan æ meiri, straumurinn æ sterkari. Sogið og Tómas varpa geislandi birlu yfir samtíð sína og framtíð. Að lokum færi ég þér Tómas Guðmundsson, skáld, svohljóðandi árnaðaróskir: Þér flytja kveðjur lækir, fljót og fossar. fuglar, stjörnur, hyljir, sær og máni. Frá ungum stúlkum herast ótal kossar. sem ýmsir vildu gjarnan fá að láni! Já, glæsla skáld, þótt gnístir tönn og sverjir, þá gefurðu dauðu líf og erl ei knífið. Og þínir víxlar virtust sumir hverjir vera’ að byrja’ að trúa á framhaldslífið! Lát í dag oss lof og óskir tvinna: Þín leiftri speki djúp á andans hlóðum. Vitjaðu í framtíð vina þinna, sem vaka og bíða eftir nýjum ljóðum. Á meðan enn á Fróni er ort og stritað, ávöxturinn brotinn dýpst að kjarna, skal Tómas ljóð þitt helgum rúnum ritað og rist í sál og vitund landsins barna. „Sundin blá“, þau sindra í þakkargjörð. sólu hin „fagra veröld“ brosir móti. Og allar „stjörnur yorsins“ halda vörð: vaka'.yfir þínu „helga fl:jóti.“ Úr íundaaerðabók V.R. Kvöldskemmtun var haldin laugardaginn 30. janúar 1904 á Hótel Island. Skemmtunin byrjaði á því, að cand. mag. Bjarni Jónsson talaði um „dans“, fyrr og nú, og lýsti áhrifum hans á manninn og hve fögur list dansinn er, ef hann fer fram eins og vera ber. Að lokinni ræðu lians byrjaði svo dansinn og var dansað til kl. 11. Þá var borðum slegið upp og sett- ust allir við það til þess að endurnæra líkamann með smurðu brauði, mjólk, te, kaffi og vínum, ásamt „Des- sert“. Síðan byrjaði dansinn aftur og hélt áfram með miklu fjöri til kl. 5á sunnudagsmorgun, að sam- komunni var sagt slitið, og fóru allir heim til sín glað- ir og ánægðir. G. Olsen. — Árni Jónsson. Tíu ára minningar. Framhald af. bls. 33. Þessi 10 ár, sem ég var starfandi meðlimur félags- ins eru með ánægjulegustu árum í lífi mínu. Frá þessum árum á ég ógleymanlegar ánægju- og baráttu- stundir. Þó félagið þurfi nú að starfa í deildum, aðallega vegna kaupgjaldsmálanna, vona ég að félagsmenn minnist þess ávallt, að verzlunarstéttin á mörg vel- ferðarmál, sem hún verður öll að fylkja sér einhuga um. Verzlunarmannafélag lleykjavíkur hefur verið far- sælasti félagsskajntr verzlunarstéttarinnar og ég vona, að það verði nú eins og ávallt áður: „sómi hennar, sverS og skjöldur.“ • Stjórn 1922 og 1923: Hjörtur Hansson, Egill Guttormsson, Erl. Ó Pétursson, Siífurgísli Guðnason ot» Leitui Porleifsson. Í9 FRJ.ÆL.S'- VERZ-LUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.