Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 40

Frjáls verslun - 01.02.1951, Blaðsíða 40
A sokkabandsárunum Föstudaginn 5. febrúar 1892 var fundur haldinn í Verzlunarmannafélagi Keykjavíkur á venjulegum stað og tíma. Á fundinn mættu aðeins 5 meðlimir og tóku þeir J)að snjallræði að fá sér 1/ú bjór og sögðu svo fundi slilið. Th. Thorsteinsson, form./Jón Laxdal, skrifari. Á fundi í félaginu 25. nóvember sama ár var borin upp og samþykkt svohljóðandi tillaga: „Hverjum meðlimi er leyft að bjóða með sér einum karlmanni á fund félagsins, þó því aðeins að hann komi ekki seinna en einum tíma eptir að fundur er byrjaður. Enn- fremur mega fjelagsmenn hafa með sjer kvenfólk iiðru hvoru, t. d. þegar fyrirlestrar eru haldnir, sem stjórnin ákveður nákvæmar.“ Á þessum sama fundi var lesin upp áskorun frá 17 meðlimum um að ball verði haldið fyrsta laugardag eptir að póstskip er farið og hún samþykkt í einu hljóði. • Þriðjudaginn 3. janúar 1893 var haldið jólatré og dansleikur fyrir börn í Verzlunamannafélgi Reykja- víkur. Voru þar samankomin um 60 börn og annað eins af fullorðnum. Börnin byrjuðu að skemmta sjer kl. 5y2 e. m. og voru flest farin heim kl. eitt um nótt- ina. Þá byrjuðu fullorðnir að dansa og var haldið út til klukkan fjögur. Skemmtun þessi fór sjerlega vel fram og allir víst ánægðir með hana. Þó skal þess get- ið jafnvel þótt það eigi sjer stað optast á böllum, að dömur voru fleiri en herrar og komu þær því margar til að „sitja yfir“, sem er ávallt mjög leitt. • Áliadans hjeldu nemendur á kvöldskóla verzlunar- manna, ásamt nokkrum er ]>eir buðu (alls 46), 11. þ. m. á Skildinganesmelum, og þótti hann takast mik- ið vel, einkum bar búningur Jreirra vott um óbeit á sóðalegum skrípabúningi, sem oj)t hefir átt sjer stað endranær við þess konar tækifæri. ÍSAFOLD — 14. janúar 1891. • I hegningarhúsinu fæst til kau])S íslenzkt vaðmál, klæði, þæft og pressað, ló-skorið erlendis, mjög vamt, fjarska billegt. S. Jónsson. ISAFOLD — 7. febrúar 1891. „Frjáls Verzlun" Útgejandi: Verzlunarmannafélag Keykjavíkur. FormaSur: Guðjón Einarsson. Ritstj.: Gunnar Magnússon og Njáll Símon- arson. Ritnejnd: Birgir Kjaran, forin., Einar Ásmunds- son, Geir Hallgrímsson, Gunnar Magnússon og Njáll Símonarson. Skrifstoja: Vonarstræti 4, 2. hæð, Reykjavík. Sími 5293. BORGARPRENT Verzlun Johans Lange í Borgarnesi veitir Hannes Blöndal forstöðu og undirritar ]>er procura þangað til jeg kem heim úr ferð minni til útlanda. p. t. Reykjavík 2. febr. 1891. Thor Jensen ISAFOLD — 4. febrúar 1891. • Ókeypis „skemmtun fyrir fólkið" hjelt kaupm. Þorl. 0. Johnson í gærkveldi i Good-Templarahúsinu að vanda, myndasýning, söng o. fl. fyrir fátæklinga bæj- arins, 300 manns, er urðu ]>eirri hugulsemi harla fegnir, og glaðningi þeim, er fylgdi skemmtuninni: 100 pd. af kaffi að gjöf frá flestum kaupmönnum bæjarins. ÍSAFOLD — 3. janúar 1891. • Laugardaginn 21. janúar 1905 var danssamkoma haldin í félaginu með borðhaldi. Sóttu skemmtun Jæssa um 80 manns og var dansað með miklu fjöri að kalla hvíldarlaust til kl. 5—6 um morguninn, að nokkrir af herrunum álitu réttast að fara heim og leggja sig í „par“-tíma. B. H. Bjarnason. — Jón Eyvindsson. Mánudaginn 6. marts komu félagsmenn — um 30 — saman í Bárubúð og settust þar að hangikjötssnæð- ingi. Var þar óspart etið og drukkið og voru menn hinir kátustu, þar til grána fór gamanið að lokum, því margir biðu stór meiðsl af „hnútu“-kastinu, en fáir týndu þó lífinu. Skildu menn þó í bróðerni að lokum er á nóttu leið og geingu svo heim að sofa. B. H. Bjarnason. — Jón Eyvindsson. 40 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.