Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Síða 1

Frjáls verslun - 01.04.1951, Síða 1
Það er orðin nokkuð föst venja hér ó landi, að safna vandamólum atvinnulífsins í einn hnút, sem reynt er að leysa um áramótin. Þetta stafar af nokkru leyti af því, að þá hefst verðtíðin og þá þarf að leysa vanda bátaútvegsins. Nú um síðustu áramót biðu tvö meginviðfangséfni úrlausnar. Það voru verzlunarmálin og að vanda fjárhagsörðugleikar bátaútvegsins. Nú munu þau mál hafa verið afgreidd af ríkisstjórninni, svo að tímabœrt virðist að fara nokkrum orðum um úrrœði henn- ar. Því skal ekki neitað, að mál þessi eru mjög vandleyst og varla þess að vœnta, að nokkur sú lausn hefði fundizt, sem allir hefðu vel við unað. Tveir augljósir gallar eru þó á lausn ríkisstjóm- arinnar. í fyrsta lagi sá, að óskyld mál, verzlunarmálin og vandamál bátaútvegsins, voru sett und- ir einn hatt, og afgreidd sem samvaxin heild. Og í öðru lagi, að vandamálin, a. m. k. bátaútvegs- ins, voru ekki leyst til frambúðar, heldur „tókst að höggva á hnútinn", eins og atvinnumálaráð- herra komst að orði. Þetta getur með öðrum orðum þýtt það, að erfiðleikar bátaútvegsins verði hlaupnir í sama rembihnútinn um nœstu áramót, ef ekki verður frekara aðhafzt. Eins og á fleiri málum eru tvœr hliðar á lausn ríkisstjómarinnar. Sá hefur verið háttur þessa blaðs að geta þess, sem gert er, en segja einnig til vamms. Mun þeirri reglu fylgt hér. — Það eru þá fyrst verzlunarmálin. Núverandi ríkisstjórn er hin fyrsta, sem um langan aldur hef- ur snúið við nýju blaði í verzlunarsögu landsmauna. Hún virðist hafa vilja til að slíta tuttugu ára samfelldan söguþráð haftastefnunnar og hverfa til frjálsari viðskipta. Fyrstu sporin voru stigin á síðastliðnu ári. Þá voru gefnir út tvennir frilistar, skömmtun afnumin á mörgum vöruflokkum og verð'agshömlur á nokkrum. Nú mun von á auknum frílista, og standa vonir til, að á árinu munu um 60% af innflutningsverzlun landsmanna verða frjáls. — Ávöxtur þessarar stefnu er þegar farinn að koma í ljós. Nýjar vörur koma í verzlanir, biðvaðir hverfa, öryggi fólksins eykst, hamstrið hœttir og svarti markaðurinn verður liðin, leið saga. Nœsti áfanginn þarf að vera afnám opinberra verð- lagsafskipta. Það á að afhenda fólkinu siálfu ve-ðlagseftir'itið, því að samkeppnin ein tryggir það, sem engin lög eða reglur geta tryggt, að fólkið fái góðar vörur við hagstceðu verði. Ríkisstjórnin hefur í þessum efnum stefnt í rétta átt, og verzlunarstéttin kann henni þakkir fyr- ir; vafalaust mun hún einnig hafa þökk allra neytenda í landinu fyrir allar aðgerðir sínar í þá átt, að gera verzlunina frjálsari. Það er ga'Ji á gjöf Njarðar. Það er góðra gjalda vert, að verzlunarfrelsið hefur verið aukið, en það var misrcðið að flœkja verzlunarmálunum saman við vandamál bátaútvegsins. Hér er átt við þá ráðstöfun ríkisstjórnarinnar, að afhenda einum aði'ja ráðín vfir e. t. v. al't að einum fimmta hluta innflutnings Jandsmanna. Hér skal engu spáð um þœr afleiðingar, sem þessi ráðstöfun kann að hafa, en það gefur hins vegar augaleið, að hún hefur miklar hœttur í för með sér. Með öllu er t. d. óvíst, hvort ráðstöfun þessi gefur útgerðinni nœgilegar tekjur til þess að standast hallann, eða hvort hún kann að fœra útgerðinni happagróða á kostnað neytenda. Hœtt er við því, að gjald- eyrisverzlunin falli að verulegu leyti í óeðlilegan farveg fram hjá bönkunum. Einnig má búast við því, að ýmsar nauðsynlegar vörur, sem eru á „báta-Jistanum," verði ekki fluttar inn sökum þess, að þœr þoli ekki jafn mikið álag og sumar hinar miður nauðsynlegu. Þá hefur og þess ótta orðið Framhald á bls. 48.

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.