Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 3
Fyrirmynd af aðalsýningarskálum Bretlandsliátíðarinnar á su ðurbökkum Thames-ár. Ef ekkert óvænt skeð- ur, verður árið 1951 mikið hátíðarár í sögu Bretlands. Það verður ár hinnar miklu Bret- landshátíðar (Festival of Britain). f 300 brezkum horgum og þorpum er hafinn und- irbúningur að sýningum á afrekum Breta á sviði lista. vísinda og tækni. En mikil- fenglegust verður sýning sú á franileiðslu- vörum Breta, sem opnuð verður í maímán- uði í London á syðri bökkum Thames-ár. Þar er nú að rísa upp nýr borgarhluti af sýningarhöllum, skálum og opnum sýning- arsvæðum. Tvær aðrar stórar sýningar verða einnig samtímis, önnur í London, en hin í Glásgow. Þær fjalla aðallega um hyggingarlist, vísindi og þunga- iðnaðinn. ★ Sýningar j)essar verða yfirleilt ekki sölusýningar í venjulegum skilningi, þar sem einstök fyrirtæki leigja sér sýningarsvæði og auglýsa vörur sínar og selja. Hér verður aðeins þeim leyft að sýna, sem skara fram úr og þá í þeim greinum, sem Bretar vfirleitt standa öðrum framar, því að sýningunni er fyrst og iremst hugað að hafa menningarlegt gildi. Tæknilegar nýjungar og brezkar uppfinningar munu því sitja í fyrirrúmi. Rakin verður t. d. saga penecilín.sins, skýrt frá uppfinningu og gerð loftþrýstimótorsins o. s. frv. En auðvitað verða gamalgrónar brezkar iðngreinar, svo sem vefnaðariðnaðurinn. stálframleiðsla o. fl.. ekki heldur settar hjá. Sérstakar stofnanir verða svo við hendina. þar sem erlendir kaup- sýslumenn geta feng- ið allar upplýsingar um hinar ýmsu fram- leiðslugreinar og þeim gert mögulegt að skoða verksmiðjur og fvrirtæki i hinum ýmsu borgum. ★ Á sýningarsvæðum upp með Thames verður saga landbúnaðarins sögð og gerð grein fyrir þeim nytjum, sem Bretar hafa af landi sínu. en niður með fljótinu verða sýningar, sem kynna eiga útlendingum siigu Breta, lifnaðarhætti og erfðavenjur. ★ llestir )>úast við, að sýning jæssi verði einhver hin stærsta og fjölbreyttasta sinnar tegundar, enda hefur lítið verið til þess sparað að sníða henni sem vegleg- astan ramma. Framkvæmdairstjóri sýningarinnar er Mr. Gerald Barry. Trúlegt er, að marga íslenzka kaup- sýslumenn og aðra muni fýsa að sjá sýningu þessa, en rétt er fyrir menn að gera þá ráðstafanir í tæka tíð, jjví að erfitt mun verða að fá hótelherbergi o. fl. meðan sýningin stendur yfir. Skrifstofa sýningarinnar er „Festival of Britain Office“, 2, Savoy Court. Lon- don, W. C. 2. Er enginn efi á, að Bretar munu leggja allt kapp á að gera hátíð þeí<:a glæsilega og ógleym- anlega öllum þeim, sem hana sækja heim. því að brezku þjóðarstolti sæmir eigi annað. FRJÁLS VFRZLUN 13

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.