Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 4
HALLGRÍMUR BENEDIKTSSON, stórkaupm.: »Sundurlyndið hefur Hér jer á eftir rœSa sú, er Hall- grímur Benediktsson, stórkaupmaS- ur flutti í 60 ára afmœlishófi Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur afi Hótel Borg 27. jan. s.l. I Það er ekki venja að halda hinum alvarlegri hlið- um lífsins að sextugu afmælisbarni. Ekki er heldur alltaf siður á slíkum tímamótum að uppörfa aldrað afmælisbarn til starfs, dáða og afreka fyrir sjálft sig og |)jóð sína. Það er gert ráð fyrir því, að livað úr hverju hafi afmælisbarnið lokið meginstarfi sínu að ýmsu leyti og jafnvel unnið til verðugrar hvíldar. Verzlunarmannafélag Reykjavkur hefur unnið mik- ið og gott starf, en það hefur vissulega ekki lokið starfi sínu. íslenzk verzlunarstétl á mörg óleyst verk- efni, bæði innan véhanda þessa félags og annars staðar. Sá rótgróni misskilningur hefur að vísu löngum verið við lýði, að verzlun og viðskipti geti ekki tek- izt, einstaklinga og þjóða á milli, nema annar aðil- inn, sem að viðskiptunum stendur, beri skarðan hlut frá borði. Mönnum er ekki Ijóst, að þvert á móti er það einmitt skilyrði þess, að verzlun og viðskipti kom- izt á, að báSir, ekki annarhvor, heldur báðir aðilar sjái sér hag í því. Ennfremur er það staðreynd, sem sagan sannar, að verzlunin jafnar gæðum þjóða og einstaklinga á milli. Það er verzlunin ásamt tækniþróuninni, sem gerir hagkvæma verkaskiptingu meðal manna og þjóða mögulega, með þeim árangri, að einstaklingar og þjóðir geta eða ættu að geta beilt sér að því starfi. sem þeim hentar bezt og eru lagnaztir við. Fram- leiðsluaukningin, sem af slíkri verkaskij)tingu hefur leitt, hefur gert jafnvel hinum efnaminni tiltækileg ýmis lífsþægindi, sem konungar nutu ekki einu sinni áður fyrr. En þessu göfuga hlutverki sínu sinnir verzlunarstétt- in ekki, nema hún njóti frjálsræði, verzlun eé frjáls. Þegar Verzlunarmannafélag Revkjavíkur var stofn- aldrei verið til styrktar« að fyrir 60 árum, var verzlunin frjáls. Annars hefði íslenzk verzlunarstétt ef til vill tæpast orðið til, — og á annan veg farið um sjálfstæðisbaráttu þjóðarinn- ar, en það er önnur saga. íslenzk verzlunarstétt á því frelsinu tilveru sína að þakka. En samt sem áður er það ekki vegna sjálfrar sín og stéttarlegra hagsmuna. að íslenzkir verzlunarmenn krefjast verzlunarfrelsis nú, |)egar hvorki þeir né þjóðin hafa fengið að njóta þess í 20 ár. Undir frjálsum verzlunarháttum, þegar fleiri aðil- ar bjóða fram, getur almenningur valið og hafnað og notið beztu kjara. Þá fyrst hlýtur einnig verzlunar- maðurinn í raun og sannleika þá umbun erfiðis síns og fyrirhafnar, þá fullnægingu starfsins, sem er meira virði en fjárhagslegur ávinningur. Það er tilfinningin og vissan um það að hafa samkvæmt frjálsu vali neyt- andans fullnægt þörfum hans. Það er því ekki að undra, að Verzlunarmannafélag- ið hefur nú svohljóðandi ákvæði í lögum: „Tilgang- ur félagsins er að beita sér fyrir því, að frjáls verzlun og viðskipti, rekin á heilbrigðum grundvelli, með al- þjóðarheill fyrir augum, fái að þróast í landinu.“ Ekki er langt síðan, að skopast var jafnvel að á- kvæði sem þessu, svo að ég tali nú ekki um heiti hlaðs félagsins: Frjáls verzlun. Það var sagt sem svo, að frjáls verzlun væri ekki til og mundi aldrei verða aftur til, hún væri liðin undir lok, tilheyrði gamla tímanum. Hin „vísindalega úrlausn11 allra mála, skij)ulagningin, ætti að vera öllu ráðandi. Fór svo fram um hríð, en hin vísindalega úrlausn leysti ekki vandann. Menn fóru aftur að verða þeirrar skoðun- ar, að frjáls samskipli manna mundu bezt viðhalda jafnvæginu í þjóðarbúskapnum. Andstæðingar frjálsr- ar verzlunar hófu nú Iofsöng um hana, og Verzlun- armannafélag Reykjavíkur virðist í bili, að minnsla kosti, vera í friði með lagaákvæði sitt og heili blaðs- ins. Frjáls verzlun er allt í einu orðin baráttumál allra. Þessa viðurkenningu á stefnumálum verzlunar- 44 fujáls vehzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.