Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 6
BTRGIK KJARAN. hagfraíðingiir: FJÁRHAGS- OG FÉLAGSMÁLARÁÐ SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA Það er því iniður allt of útbreidd skoðun, að sameinuðu þjóðirnar séu gagitslaus skrafsamkunda, þar sem fulltrúarnir rífist eins og á framboðsfundum, milli þess sem þeir skemmta sér og njóta sumarfría á kostnað hins opinhera Þessi skoðun er hyggð á algerum ókunnugleika á störfum sameinuðu þjóð- anna. Það kann vel að vera, að vonir hinna hjartsýnu um árangurinn af stofnun sameinuðu þjóðanna hafi ekki rætzt og ýmsar vonir ei|gi enn eftir að bregðast, en það rýrir ekki gildi þeirra fjöldamörgu gagnlegu starfa, sem sameinuðu þjóðirnar hafa nú þegar leyst af hendi. Enginn getur heldur sagt um, hvernig nú væri umhorfs í alþjóðamálum, ef sameinuðu þjóð- anna hefði þó ekki notið við. Annars var það ekki tilætlunin hér að gera almenna grein fyrir störfum sameinuðu þjóðanna, heldur að lýsa i fáum drátt- um einni af stofnunum þeirra, fjáhags- og félagsmálaráðinu, ef það mætti verða til þess að auka kunnugleik manna á nyt- sömum störfum þeirrar stofnunar. MARKMIÐ. Þeir munu vera nokkuð margir, sem halda, að hlutverk sam- einuðu þjóðanna sé einskorðað við að greiða fram úr pólitísk- um flækjum, að jafna deilur milli þjóða við samningahorðið og þannig hindra valdbeitingu og stríð. Að vísu eru þetta nokk- ur verkefnanna, en í heild er markmið sameinuðu þjóðanna þó miklum mun víðfeðmara. Þeim, sem sömdu stefnuskrá sameinuðu þjóðanna, var ljóst, að ófrið milli manna, stétta og þjóða má oft rekja til hágra lífskjara, hungurs og heilsuleysis, menntunarskorts cg virð- ingarleysis fyrir almennum réttindum. Þeir töldu því, að sam- einuðu þjóðirnar hefðu verk að vinna á þeirn vettvangi. I 55. grein stefnuskárinnar segir s\o: „Til þess að koma á jafn- vægi og velmegun, sem eru nauðsynlegur grundvöllur fyrir friðsælum og vinsamlegum samskiptum ríkja, hyggðum á virð- ingu fyrir jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétti þjóðanna, munu sameinuðu þjóðirnar stuðla að: a) Bættum lífskjörum, nægri atvinnu og efnahags- og félags- legum famförum. h) Lausn alþjóðkigra efnahags-, félags- og heilhrigðisvanda- mála; og koma á alþjóðlegri samvinnu um menningar- og uppeldismál. e) Almennri virðingu fyrir mannréttindum og grundvallar- frelsi fyrir alla, án tillits til kynstofns, kyns, tungu eða trúar.“ 1 þessari stefnuyfirlýsingu felast nokkrar meginhugsjónir sameinuðu þjóðanna. Sú stofnun, sem falið var að hrinda þeint i framkvæmd, var fjárhags- og félagsmálaráðið. 46 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.