Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 12

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 12
lægra lágmarki en dænii mnnu til í nokkru landi, þar sem til þekkist. Sérgæði, skyldleiki, kunningsskapur og andlegur doði ráðandi manna innan verzlunarstéttarinnar hef- ur sett svip sinn á orð og athafnir, í stað ski]Hilegrar og einbeittrar mótstöðu. Sí og æ hefur verið bent ógnandi á uppgang og völd keppinautarins, en lítið eða ekkert aðhafst til þess að heyja við hann fangbrögð. Á undanförnum árum hef ég æ ofan í æ bent á og varað við þessari tvíþættu hættu, ofvexti kaupfélag- anna og samtakaleysi kaupsýslumanna, og það algera undanhald þeirra síðarnefndu. Kaupsýslumannafundurinn, sem haldinn var á þorranum 1947 markaði fyrsta sporið í rétta átt og gaf nokkrar vonir um, að brátt tæki að rofa fýrir nýj- um degi. Þar voru samlþykktar allmargar og merkar tillögur, sem aldrei urðu annað en pappírskörfumat- ur, enda lítill einhugur um framkvæmdina. Á þessum fundi varaði ég og fleiri mjög við hættu þeirri, sem vofði yfir íslenzkri verzlunarstétt og lagði á nokkur ráð til úrbóta. Nokkurs konar framhald þessara umræðna fór fram fáum dögum síðar á Varðarfundi. Þar voru mættir ýmsir ráðandi menn Sjálfstæðisflokksins, og notaði ég tækifærið og varaði mjög eindregið við þeirri hættu, sem vofði yfir kauj)mönnum, sérstaklega úti á landi, og þeirri vonlausu baráttu, sem þeir margir hverjir yrðu að heyja í ójöfnum leik við kaupfélögin. Mál mitt fékk góðar undirtektir á fundinum og þar við sat. Framkvæmd til úrbóta varð engin. Á aðalfundum Verzlunarráðs íslands á undanförn- um árum hef ég sífellt verið að ympra á, að einhverra úrbóta væri þörf og aðstoð við þær einkaverzlanir, sem væru komnar að því að gefast upp. Gagnrýndi ég Verzlunarráðið harðlega fyrir aðgerðarleysi þess í málinu og hlaut að vonum litla þökk fyrir. Svo skeði það, að á aðalfundi Verzlunarráðsins, sem haldinn var dagana 28.—30. marz 1950, bar ég fram svofellda tillögu, sem var samþykkt samhljóða: „Aðalfundur Verzlunarráðs lslands haldinn í Sjálf- stæðishúsinu dagana 28.—30. marz 1950, skorar á stjórn Verzlunarráðs Islands að beita sér ötullega fyr- ir því við gjaldeyrisyfirvöld landsins, að leyfaveiting- um til kaupmannaverzlunarinnar úti á landi verði hagað þannig, að atvinnuvegur þeirra þurfi ekki að stöðvast.“ Nýjum áfanga var náð. Verzlunarráðið var nú búið að fá fullan skilning á málinu og tilbúið að veita því brautargengi. Þegar hér var komið málum rofaði til á óvæntan hátt. Efnahagssamvinna Evrópulandanna (EPU) með hin frjálslyndu Bandaríki í broddi fylkingar, gerði stórfelldar áætlanir um aukið frelsi á öllum sviðum at'hafnalífs meðlimalanda sinna og var ísland þar eng- in undantekning. Árangurinn er þegar kominn í Ijós. Þann 4. ágúst 1950 var gefinn út fyrsti frílistinn. Síðar hefur hann verið aukinn og nú fyrir fáum dögum var hann auk- inn það verulega, að talið er að hann nái yfir um 50% af innflutningi landsmanna. Þar við bætist svo hinn svo kallaði B-listi eða bátalisti, sem ná mun yfir um 15% af heildar innflutningnum. Þegar svo merkum áfanga er náð og svo stórt spor stigið í frelsis átt, verður manni næst á að spyrja, hvað tekur nú við og getum við gert okkur vonir um, að frelsið verði meira en hylling ein? Jú, það er veruleiki, en glerið er brothætt og þess vegna verður að meðhöndla það með varkárni. Ríkisstjórnin virðist hafa séð nokkur Ijón á vegin- um og þess vegna lét hún fylgja nokkurn böggul með skammrifinu í afmælisgjöf handa hinni marghrjáðu verzlunarstétt. Engar vörur má nú kaupa til landsins, nema gjald- eyrir sé fyrst tryggður hjá bönkunum, Sá, sem tryggja vill gjaldeyri, verður hér eftir að greiða tryggingar- fé, sem nemur um 331/3% ef um eftirkröfu er að ræða. en 50% ef ábyrgð er opnuð. Þessi ráðstöfun ríkisstjórnarinnar er að vissu leyti skyljanleg, en engu að síður kemtir hún illa við ís- lenzka verzlunarstétt. Taprekstur undanfarinna ára, gengisfellingin, stór- hækka vöruverð erlendis og erfiðleikar á að fá rekst- ursfé hefur orðið þess valdandi, að verzlunarstétt- in, sem fagnaði frelsinu, getur ekki hagnýtt sér það. Kaupmannaverzlunin er nú svo aðþrengd fjárhags- lega, að hún getur ekki keypt inn vörur og umsett þær. Á andstæðum meiði stendur svo samvinnuverzl- unin og kaupfélögin með alla sína sjóði, sem þau bafa getað hlaðið upp í skjóli skattfríðinda og séraðstöðu með innflutning. Þar við bætist svo, að öll kaupfélög landsins bafa innlánsdeildir, svo að þau eru jafnframt sparisjóðir félagsmanna, og þannig fá kaupfélögin stórar fúlgur til umráða sem rekstursfé. Nærtækt dæmi hér um er að finna í Tímanum 8. apríl s.l., en þar segir orðrétt um Kaupfélag Árnes- inga: Sjóðseignir félagsins námu alls um síðnstu ára- mót 'hálfri fimmtu milljón króna!!!“ Þetta er nú aðeins eitt kaupfélag og gefur því auga leið, að það sem ég hef sagt hér að ofan hefur við nokkur rök að styðjast. Uggur er nú mikill í kaupsýslumönnum, að þeir 52 FRJÁLS VF.RZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.