Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 13
Á 60 ára afmæli V.R. voru tilnefndir þrír nýir heiðursfclagar, þeir Hallfijrímur Benediktsson, stórkaupm., Sigurður I»orsteins- son, verzlunarm. ofi; Sigurgísli Guðnason, skrifstofum., or; er myndin tekin af þremenninfi:unum við það tækifæri. geti ekki vegna fjárskorts flutt inn vörur og keppt við hinn stóra granna. Oánægju raddir eru þegar orðnar allháværar um 'þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að krefjast svo hárra tryggingar, sem að ofan greinir. Þannig var haldinn fjölmennur fundur í Félagi ísl. stórkaupmanna fyrir rúml. viku síðan og voru þar samþykkt einróma mótmæli gegn reglum j)essum. Föstudaginn 6. apríl var svo mál þetta ásamt fleirum rætt á Varðarfundi og var eftirfarandi tillaga frá mér samþykkt: „Almennur fundur í landsmálafélaginu Verði hald- inn í Sjálfstæðishúsinu föstudaginn 6. apríl 1951, inótmælir eindregið þeirri ákvörðun yfirvaldanna að krefjast allt að 50% fyrirframgreiðslu upp í vörur, sem héreftir verða fluttar til landsins. Jafnframt skorar fundurinn á ríkisstjórnina og bankana að tryggja innflytjendum nú þegar nægileg og hentug rekstrarlán, svo að þeir geti gegnt sínu ]>ýð- ingarmikla hlutverki í J)jóðarbúskapnum.“ Er það von mín, að hæstvirt ríkisstjórn taki mál J>etta til vinsamlegrar athugunar og afgreiðslu. Allir, sem við innflutning fást, eru sammála um, að sjálfsagt sé að varðveita hið unga fjöregg, verzlun- arfrelsið dýrkeypta, sem bezt. Þess vegna beinir verzlunarstéltin þeim tilmælum til yfirvaldanna, að þau geri sitt til, að verzlunin falli ekki að nýju í einokunarfarvegi. • Ekkert vald d jör'ða er œgilegra en sannleikurinn. M. RUNBECK. Aðalfundur Félags matvörukaupmanna Félag matvörukau|>manna í Heykjavík hélt aðal- fund sinn 4. apríl s.l. Formaður félagsins, Guðmundur Guðjónsson, gaf itarlega skýrslu um, hver verið hefðu helztu verkefni Félagsstjórnar á starfsárinu, og hvernig tekizt hefði að leysa þau. Hann gat þess, að starfsemin hefði á þessu ári verið óvenju margþætt og árangursrík, enda hefðu nú fyrst verið sköpuð hin beztu starfsskilyrði, þar sem stjórnin hefði nú notað heimild síðasta aðalfundar og ásamt þremur öðrum sérgreinafélögum smákaupmanna í Reykjavík og Hafnarfirði opnað skrifstofu og ráðið þangað fastan starfsmann. For- maður lýsti því sem skoðun sinni, að sú framkvæmd væri eitt merkilegasta sporið, sem Félag matvörukaup- manna hefði stigið og ætti eftir að færa ]>ví margfald- an ávöxt. Gjaldkeri félagsins, Björgvin Jónsson, flutti skýrslu um fjárhag félagsins, og voru reikningar þess sam- þykktir athugasemdarlaust. Að loknum umræðum um skýrslur formanns og gjaldkera var gengið til stjórnarkosningar. Guðmund- ur Guðjónsson var endurkjörinn formaður félagsins í 16. sinn. Ur stjórninni áttu að ganga Axel Sigur- geirsson og Björgvin Jónsson og voru þeir báðir end- urkosnir. Auk þeirra skipa aðalstjórn þeir Sigurliði Kristjánsson, varaformaður, og Lúðvík Þorgeirsson. Varastjórn-skipa: Kristján Jónsson, Gústaf Krist- jánsson og Sigurjón Jónsson. í félagsráð voru kosnir: Hjörtur Hjartarson, Ólaf- ur Jóhannesson, Sigurður Halldórsson, Ásgeir Björns- son, Björn Jónsson og Pétur Kristjánsson. Endurskoðendur: Gústaf Kristjánsson og Sigurður Þ. Jónsson og til vara Sigurbjörn Björnsson. Aðalmaður í stjórn Sambands smásöluverzlana var kosinn Kristján Jónsson og til vara Sigurliði Krist- jánsson. í nefnd til þess að endurskoða lög félagsins voru kosnir: Ólafur Jóhannesson, formaður nefndarinnar. Hjörtur Hjartarson og Björn Jónsson. Fundurinn vottaði stjórninni þakkir fyrir vel unnið starf og hvatti hana til að vera sem bezt á verði um hagsmuni meðlima félagsins. — Fundurinn var fjöl- sóttur og fór hið bezta fram. 53 FRJÁLS VER21LUPÍ

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.