Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 19
Félagsmál V.R. minntist 60 ára afmælis síns 27. jan. s.l. á veg- legan hált. Að morgni afmælisdagsins var settur upp minningarskjöldur á húsið Lækjargata 4, en í því húsi var Verzlunarmannafélag Reykjavíkur stofnað. Flutti varaform. félagsins, Sveinbjörn Árnason, stutta ræðu við það tækifæri. Hófið að Hótel Borg hófst kl. rúmlega sex síðdeg- is, én áður en það byrjaði, kom stjórn félagsins og nokkrir gestir saman að Félagsheimilinu í Vonarstræti til þess að útnefna nýja heiðursfélaga. Að þessu sinni voru tilnefndir þrír nýir heiðursmeðlimir, þeir Hall- grímur Benediktsson, stórkaupm., Sigurður Þorsteins- son, verzlunarm. og Sigurgísli Guðnason, skrifstm. Sveinbjörn Árnason afhenti þeim heiðursfélagaskír- teinin. Allir hafa þessir menn unnið vel og lengi fyrir V.R. og verzlunarstéttina. í hófinu að Hótel Borg flutti Hallgrímur Benedikts- son aðalræðu dagsins fyrir minni félagsins og verzl- unarstéttarinnar. Aðrir ræðumenn voru Gunnar Thor- oddsen, borgarstj., Eggert Kristjánsson, form. Verzl- unarráðsins, Erlendur Ó. Pétursson, forstj., er flutti ávarp frá eina eftirlifandi stofnanda V.R., Pétri Jóns- syni, en hann sat einnig hófið og var hyltur mjög af veizlugestum, og Sveinbjörn Árnason, varaform. V.R. Skemmtiatriði meðan á borðhaldi stóð voru Glunt- arnir, sungnir af Ágústi Bjarnasyni og Jakobi Haf- stein, og nýjar gamanvísur eftir einn félaga V.R., sungnar af Soffíu Karlsdóttur. Veizlustjóri var Vilhjálmur Þ. Gíslason, skólastjóri. Frá 7 núlifandi formönnum V.R. barst félaginu veglegur fundarhamar að gjöf. Einnig afhenti Sigur- jón Pétursson, verksm.eigandi, félaginu bók að gjöf, bundna í forláta selskinnsband. Mikill fjöldi skeyta barst félaginu, svo og blómakörfur. Hátíðahöldin fóru hið bezta fram og voru félaginu í hvívetna til sóma. Ljóður var þó á þessum afmælisdegi félagsins, hversu fá verzlunarfyrirtæki og stofnanir dróu fána að hún til þess að minnast dagsins og stéttarinnar. Er það augljóst merki þess, hversu verzlunarstéttin er skiln- ingslítil á gildi samtaka og samstarfsvilja. ★ Aðalfundur styrktar- og sjúkrasjóðs verzlunar- manna var haldinn 22. janúar s.l. í Tjarnarcafé. í stjórn til eins árs voru kosnir: Helgi Bergs formaður, Ingimar Brynjólfsson gjaldkeri, Guðmundur Þórðar- son ritari og meðstjórnendur þeir Sigurjón Jónsson og Erlendur Ó. Pétursson. Tekjur umfram gjöld á árinu námu kr. 14.754,00. Sjóðurinn er nú að upp- hæð kr. 391.276,12. ★ Launakjarasamningur félagpins með síðustu breyt- ingum hefur nú verið prentaður að nýju, og geta fé- lagsmenn fengið hann á skrifstofu félagsins. ★ Félagsheimili V.R. var opnað að nýju miðvikudag- inn 21. febr. s. I., eftir að gagngerðar endnrbætur höfðu farið fram á húsnæðinu. Verða salarkynnin og einstök herbergi leigð út fyrir fundi, skemmtanir og veizlur í framtíðinni. Frá 60 ára at'raælishófi V.K. FRJÁLS verzlun 59

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.