Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 24
Bergur Rósinkranzson kaupmdður andaffist hér í bænum 28. febrúar s. 1. Hann fæddist að Tröð í Önundarfirði 10. maí 1870, og voru foreldrar bans Rósinkranz Kjartansson og Guðlaug Pálsdóttir kona lians. Stóðu miklar og merkar ættir að Bergi, m. a. hin alþekkta Núpsætt. Um tvítugsaldur sigldi Bergur til Danmerkur til náms, og mun það hafa verið heldur fátítt um bænda- syni í þá daga. Stundaði hann nám við verzlunarskóla í Álaborg í tvö ár og lauk þar námi vorið 1895. Að loknu námi hélt hann heim til Islands og var fyrst eitt ár við verzlunarstörf á Eskifirði. En eftir það hvarf hann heim til átthaganna og setti á stofn verzl- un á Flateyri. Síðar hóf hann þilskipaútgerð, sem brátt varð all umfangsmikil. Hélt hann áfram atvinnu- rekstri sínum á Flateyri til ársloka 1915 Vorið eftir fluttist hann hingað til Reykjavíkur og stofnsetti hér verzlun, er hann rak fram til ársins 1922. Jafnframt atvinnurekstri sínum á Flateyri, gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir byggðarlag sitt. Hann lét ýms framfaramál þorjisins til sín taka og vann að framgangi þeirra af miklum dugnaði Eftir að Bergur hætti verzlunarrekstri hér í bænum, vann ’hann að skrifstofustörfum hjá skipaskoðunar- stjóra og starfaði þar allt til ársloka 1949. Bergur var gæddur sérstæðum og ákveðnum ættar- eiginleikum, sem komu glöggt fram í óbilandi vilja- festu og kappi, })rautseigju og dugnaði, drenglyndi og ættrækni. Kvæntur var Bergur Vilhelmínu Magnúsdóttur, ætl- aðri frá Fljósdalshéraði, en hún andaðist 1924. Fign- uðust þau fjögur börn og eru tvö þeirra á h'fi. Sveinn Þorkelsson kaup- maSur andaðist hinn 14. marz s.l. eftir langvinnan sjúkdóm. Sveinn var Reyk- víkingur, fæddur 23. des- ember 1894. Hann tók snemma að vinna verzlun- arstörf, fyrst hjá Thomsen og síðar hjá Sláturfélagi Suðurlands, en þar var hann á árunum 1908—13. Síðan slarfaði Sveinn hjá Jes Ziemsen eða þar til árið 1919, en á því límabili slundaði hann verzlunarnám erlendis. Eftir að hafa verið stuttan tíma hjá Jóhann- esi Reykdal í Hafnarfirði, stofnsetti Sveinn árið 1921 kjöt- og nýlenduvöruverzlun í Hafnarfirði, og mun það vera fyrsta kjötverzlun þar í bæ. Sveinn flutti aftur til Reykjavíkur árið 1927, en þá opnaði hann kjöt- og nýlenduvöruverzlun á Vesturgötu 21, sem hann rak þar þangað til hann flutti verzlunina í verzlunarhús, sem hann byggði á Sólvallagötu 9, en þeirri verzlun breytti hann árið 1946 í vefnaðarvöruverzlun. Síðustu ár ævi sinnar var Sveinn mjög heilsutæpur, en æðraðist lítt, því hann var ekki gefinn fyrir að flíka áhyggjum sínum, en bar hlutskipti sitt með karlmennsku. Sveinn var í röð beztu söngmanna. Starfaði liann lengi með karlakórunum í Reykjavík, fyrst karlakór K.F.U.M. og síðar Karlakór Revkjavíkur og Fóst- bræðrum. Var Sveinn jafnan einsöngvari og auk þess söng hann oft einsöng við önnur tækifæri, og m. a. inn á hljómplötur. Sveinn var samvizkusamur maður og vandaður til orðs og æðis. Mátti fulltreysta, að það stóð, sem hann sagði. Manna hjálpfúsastur var hann við þá, sem voru hjálparþurfi og tryggur vinur vina sinna. Sakna hans margir og þeir mest, sem þekktu hann bezt. Sveinn lætur eftir sig konu, Jónu Fgilsdóttur, og tvö börn, Egil og Ásthildi. E. Á. SAMEINUÐU ÞJÓÐIRNAR. Famhald aj bls. 48. YFIRLIT. Það sem hér að framan hefur verið sagt um starfsemi og stefnu fjárhags- og félagsmálaráðsins, ætti, þótt af skornum skammti sé, að varpa nokkru ljósi yfir þau mörgu nytjastörf, sem stofnun þessi hefur innt af hendi, enda þótt hún hafi tæpast sigrazt á byrjunarörðugleikunum á mörgum sviðum. ísland hefur ekki til 'þessa átt setu í fjárhags- og félags- málaráðin og yfirleitt heldur ekki i fastanefndum þess. Hins- vegar er ísland meðlimur í flestum sérstofnunum. Þrátt fyrir veigalitla þátttöku okkar í þessum stofnunum, höfum við þó þegar beint og óbeint notið góðs af ýmsum störfum þeirra. Bæði höfum við getað sótt þangað ráð, upplýsingar og fjár- muni. Ber í því samhandi að nefna alþjóðabankann, gjald- eyrissjóðinn, flugmálastofnunina og heilbrigðismálastofnunina. Er þess þó að vænta, að við munum í framtiðinni eiga eftir að hafa mun meira gagn af þessum og öðrum stofnunum fjár- hags- og félagsmálaráðsins, ef við kunnum að hagnýta okkur þær. Og víst er um það, að hver svo sem hlutur okkar íslend- inga kann að verða i starfi fjárhags- og félagsmálaráðsins á komandi árum, ’þá setja milljónir manna um víða veröld traust sitt á þessa stofnun og tengja vonir sínar um hætt lífs- kjör og aukið öryggi við störf hennar. 64 FR.TÁI.S VF.RZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.