Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 25
Sigurður Þ.jónsson kaup- maSur átti áttræðisafma;li ló.des. s. 1. Hann er fædd- ur í Sauðagerði við Kapla- i=kjólsveg hér í bæ. Sigurð- ur byrjaði snemma að vinna fyrir sér eins og títt var um unga menn í j)á daga. Að loknu barnaskóla- námi, er var hálfur annar vetur, gekk hann á verzl- unarskóla í tvö ár, þar sem kennslan fór fram á kvöldin. Eftir fermingaraldur réðst Sigurður til Stein- gríms Johnsen, er verzlaði þar sem síðar var verzlun Jóns Hjartarsonar í Hafnarstræti 4. Var hann þar við snúninga utanbúðar og innan. Ekki fór hann varhluta af sjómennskunni um þetta leyti, því að hann réri einnig á vertíðum, bæði héðan úr bænum og suður með tsjó. Þegar Steingrímur kaupmaður dó, fór Sig- urður lil Fischerverzlunar og vann þar utan- og inn- anbúðarstörf í forföllum annarra. Árið 1893 réðst hann til Fischerverzlunar í Keflavík og starfaði þar til ársins 1900, en þá keypli Ólafur A. Ólafsson stór- kaupm. verzlunina og rak hana undir nafninu IJ. P. Duus, unz hann seldi verzlunina 1916. Starfaði Sig- urður óslitið við verzlun þessa til 1916 og sem verzl- unarstjóri frá 1908. Til lleykjavíkur fluttist hann aft- ur 1916. Vann bæði hjá Elíasi Stefánssyni og Geir Thorsteinssyni, þar til hann stofnaði sína eigin mat- vöruverzlun við Laugaveg 62, sem hann rekur enn í dag. Sigurður hefur verið traustur og góður horgari, innt skyldur sínar af hendi umyrðalaust og án þess að miklast af eða láta á bera. Það er einmitt þessi mann- tegund, sem er traustuslu þegnar okkar þjóðfélags. Við óskum þessum áltræða heiðursmanni allra heilla. Stefán A. Pálsson stór- kaupmaSur átti fimmtugs- afmæli 2. febrúar s. 1. Hann er mörgum Reykvík- ingum að góðu kunnur. enda þótt hann sé ekki bor- inn og barnfæddur í höfuð- staðnum. Stefán sá fyrst dagsins Ijós á Djúpavogi, €n j.fluttist um fermingar- aldur til Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Verzlunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan. Framhaldsnám í verzlunarfræðum stundaði Stefán í Leith. Eftir heimkonmna setti hann á stofn heildverzlun, sem hann hefur rekið æ síðan. annaðhvort einn eða í félagi við aðra. Umboðsmaður Ha])])drættis Háskóla íslands var Stefán strax við stofnun þess. Gegndi hann j)ví starfi ásamt verzlunarfélaga sínum, Sigbirni Ármann, þar til fyrir tveim árum, að hann sagði j)ví lausu. Þá var Stefán forstjóri Vetrarhjálparinnar í Reykjavík um 15 ára skeið, eða þar til á s.l. ári, að hann lét af Iþví starfi sökum anna. Stefán er vinmargur meðal eldri sem yngri manna í verzlunarstétt. Hinir fjölmörgu vinir hans senda hon- um hlýjar kveðjur á þessum tímamótum. FRJÁLS VERZLUN 65

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.