Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 26
Henrik Biering kaup- maður varð sextugur 2. marz s. 1. Hann er fædd- ur hér í Reykjavík. Snemma sneri Biering sér að verzl- unarstörfum og starfaði í fyrstu hjá Th. Thorsteins- son og Edinborg, en gerð- ist síðar starfcmaður hjá Nathan & Olsen og var fulltrúi þess fyrirtækis og deildarstjóri á Seyðisfirði í mörg ár. Árið 1920 kemur Henrik aftur hingað til Reykjavíkur. Stofnar um líkt leyti búsáhalda- og járnvöruverzlun sína. sem fyrir löngu er alþekkt meðal bæjarbúa og víðar, og er nú rekin á Laugavegi 6. Hann hefur samhliða verzlunar- störfunum haft margvísleg afskipti af félags- og fram- faramálum verzlunarstéttarinnar. Formaður Félags búsáhalda- og járnvörukaupmanna hefur hann verið um mörg ár og átt sæti í stjórn Verzlunarráðs íslands. Henrik Biering er traustur og góður kaupsýslumað- ur, sem ekki má vamm sitt vita í neinu. Hann er hjálp- fús félagi og hinn ágætasti borgari. Frjáls verzlun óskar þessum sextuga heiðursmanni til hamingju. Paul Smith stórkaupmaS- ur varð sjötugur 3. marz s. I. Hann kom hingað til Iands frá Noregi árið 1906 til þess að vinna að lagn- ingu símalínunnar frá Seyð- isfirði til Revkjavíkur. en hann var þá 25 ára að aldri og símaverkfræðingur að menntun. ílendizt 'hann hér á landi upp úr þessu ferðalagi og varð fyrsti símstöðvarstjórinn á Akur- eyri, þá er hann hafði lokið verkefni sínu á Austur- landi 1906. En í árslok 1907 fluttist hann til Reykja- víkur og gerðist símaverkfræðingur landesímans. Starfaði hann hjá símanum í rösklega tólf ár, eða til ársins 1920. Það sama ár stofnsetti hann innflutnings- verzlun með rafmagnsvörur hér í bæ, sem hann rek- ur ennþá. Gerðist hann að þessu feyti brautryðjandi, því að verzlunin var sú fyrsta sinnar tegundar hér á landi. Paul Smith er einn af stofnendum Verkfræð- ingafélagis Islands og átti sæti í stjórn þess um 10 ára skeið. Firma hans er þekkt fyrir vandaðar vörur og lipur viðskipti. Blaðið óskar honum til hamingju með afmælið. Gísli ]. Johnsen stórkaup- maSur varð sjötugur 10. marz s. 1. Hann hefur ver- ið merkur brautrvðjandi um margt og er úr hópi þekktustu athafnamanna þessa lp.nds. I 1.—2. hefti síðasta árgangs þessa tíma- rits birtist viðtal við Gísla í tilefni af 50 ára verzlun- arafmæli hans. Voru þar rakin helztu atriðin úr starfssögu þessa mikilhæfa manns, og verður þeirra því eigi getið í þessum afmæl- isorðum, en vísað nánar til greinarinnar. Um Gísla stóð oft fyrr mikill styrr á opinberum vett- vangi. Slíkt er ekkert einsdæmi hér í fámenninu uppi á íslandi, þegar stórhuga menn rífa sig upp úr með- almennsku hins daglega lífs og sækja á brattann. Ofl hefur verið vegið óvægilega að honum um dagana, en þá storma og bábylji hefur hann staðið af sér, og get- ur nú á þessum tímamótum litið yfir farinn veg með stolti. Og enginn sér í dag að kerling Elli hafi unnið nokkuð á honum. „Frjáls verzlun“ þakkar þessum stórhuga athafna- manni, sem ekkert hefur talið sér óviðkomandi að því er varðar vöxt og viðgang athafnalífsins, giftudrjúgt starf og árnar honum allrg heilla. olíumalið. Framhald aj bls. 42. 2 milljónir króna verðlagsbrot, á meðan 20 kr. ólög- legur hagnaður var eltur uppi af miklum dugnaði og harðneskju. Það fer því ekki hjá því, að menn leiti orsaka þess- ara mismunandi meðferða og aðferða. Samband ís- lenzkra samvinnufélaga á meirihluta hlutafjár Olíu- félagsins h.f. Hin ])ólitíska misbeiting kaupfélaganna og SÍS hafa aflað þeim margra og margvíslegra for- réttinda á sviði löggjafar og framkvæmdarvaldsat- hafna, og sú óhugnanlega staðrevnd virðist blasa við, ef marka má meðferð olíumálsins, að forréttindi þess- ara aðila gæti jafnvel einnig á sviði rétlarvörzluat- hafna, þar sem borgurum er mest nauðsyn á jafn- rétti sín á milli. • Ólafur stiptamtmaður fann einhvern líma æði mikið að embættisreikningum Skúla fógeta. Skúli svaraði þessu einu: „Meðan þú þegir, þegir Skúli.“ (Blanda). 66 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.