Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 27

Frjáls verslun - 01.04.1951, Blaðsíða 27
Hið „frjálsa vinnulið“ í Sovétríkjunum Beddel Smith hershöfð'ingi, fyrrum herráðs- foringi Eisenhowers í Evrópu, var sendiherra Bandaríkjanna í Moskvu 1946—49. Hann hef- ur skrifað hók um veru sína og starf þar og ástandið í Sovétrikjunum. 1 einum kafla bókarinnar lýsir liann nokkuð öryggisleysi borgaranna og nauðungavinnu í Sovétríkjunum. Verður liér á eltir dreginn fram í lauslegri þýðingu sá hluli kaflans, sem fjallar um hið „frjálsa“ vinnulið í Sovétríkjunum. Beddel Smith telur, að í nauðungarvinnubúð- um í Sovétríkjunum séu 8% af þjóðinni eða 15 milljónir manna og lýsir því, að það gegni bæði pólitísku hlutverki og fjárhagslegu, að fjarlægja andstæðingana og fá ódýrt vinnuafl. Um hið svokallaða „frjálsa vinnulið", segir Smith m. a. þetta: Arið 1940 kom Sovétstjórnin á vinnuvaraliði með sérstakri lagasetningu, sem kvað svo á um, að æsku- menn skyldu teknir í þjónustu iðnaðar og flutninga. I þeim tilgangi átti að koma á fót þrenns konar skól- um, tveggja ára iðnskólum fyrir iðnverkamenn, tveggja ára skólum fyrir járnbrautaverkamenn og sex mánaða skólum fyrir hálfiðnlærða menn, sem gengu í þjónustu fjöldaframleiðslunnar. Samkvæmt lögunum frá 1940 átti árlega að taka í slíka vinnu 800 þús. til milljón ]iilta á aldrinum 14— 15 ára í járnbrauta- og iðnskóla, en 16—17 ára í fjöldaframleiðsluna. Þeir, sem leknir eru, eru undanþegnir herþjónustu meðan á námstímanum stendur og síðan í fjögur ár, en þá eru þeir líka neyddir til þess að vinna hvar sem þeim er sagt. Uppihald er á ríkisins kostnað meðan á námstímanum stendur, en venjuleg verkamannalaun eru greidd síðar. I júnímánuði 1947 var þessum lögum breytt og leyft að taka 14 til 17 ára pilta og 15—16 ára stúlkur í iðnskólana. Sérstakl ákvæði heimilar að taka aðeins pilta allt að 19 árum til námu- og olíuvinnslu. en ekk- ert er talað um skólagöngu í því sambandi. 14—15 ára drengur eða stúlka, sem hefur ekki sýnt sérstaka hæfileika til bóknáms eða hefur ekki fengið tækifæri til að ganga menntaveginn, verður að fara í erfiðisvinnu. Eftir skólagönguna, sem kann aðeins að vera nafnið tómt, stundum engin og stundum tvö ár, er viðkomandi neyddur til að vinna í fjögur ár, livar sem stjórnin setur hann niður. Og ennfremur er viðkomandi einnig eftir þann tima samkvamit lögum Sovétríkjanna neyddur til þess að halda áfram vinnu sinni, þar sem hann er kominn, nema hann fái leyfi verksmiðjustjóra til burtfarar og til að vinna annars staðar. Þannig getur hann verið bundinn við sömu vinnu á sama stað alll sitt líf og hæfileikar til annarra verka og skapandi starfa fá aldrei að njóta sín. [ Þeir drengir, sem ég hef séð úr þessu „frjálsa" vinnuliði, voru í ein'kennisbúningum hersins og vafa- laust undir heraga. Seinna verða þeir meðlimir verka- lýðsfélaga, en verkalýðsfélög í Sovétríkjunum eru ekki sjálfstæð samtök til að vinna fyrir bættum kjörum meðlima sinna eins og okkar verkalýðsfélög, heldur stjórnardeild og umboðsmenn ríkihvaldsins til þess að gera verkalýðinn að tæki þess. Verkföll eru bönnuð. Þegar amerískir verkalýðsleið- togar hafa spurt verkalýðsleiðtoga Sovétríkjanna, M. Kuznetsov, um viðhorf verkalýðsfélaga Sovétrikjanna til meðlima sinna og möguleika félaganna til að vinna fyrir bættum kjörum og gera verkföll, þá hafa amer- ísku leiðtogarnir hlotið sömu spaugilegu reynsluna og ég, en orðið engu nær. í málefnum sem þessum tala Rússarnir og við alls ekki sama mál og höfum ekkert sameiginlegt mál. Einu sinni lýsti Stalin samt afstöðu Sovétríkjanna skilmerki- lega í stuttu máli. Harry Hopkins hel'ur sagt mér, að í samræðum, sem hann hafi átt við Stalin um af- greiðslu á vörum frá Bandarikjunum til Sovét-Rúsfé- lands samkvæmt láns- og leigulögunum, þá hafi Stal- in kvartað yfir löngum afgreiðslutíma á vissum vöru- tegundum, en Ho])kins svarað, að afgreiðslu hefði seiukað vegna verkfalla í Bandaríkjunum. Stalin hnyklaði brýrnar og S]iurði: „Verkföll, hafið þið ekki lögreglu?“ fíetra er a'ö gera lítiS vel lieldur en mikið illa. SOKRATES. FRJÁLS VLRZLUN 67

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.