Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 1
13. ARG. - 5.-6. HEFTI - 1951.
Aukið verzlunarfrelsi flytur utanríkisverzlunina að nýju í eðlilega íarvegi. Kaupin bein-
ast þangað, sem verð og gœði varanna eru hagkvœmust. — Að undaníörnu hefur
verulegur hluti aí utanríkisverzlun landsmanna verið bundinn samkvœmt svonefndum
kliringsamnigum eða farið fram í beinum vöruskiptum. Á þennan hátt tókst að selja nokk-
uð af sjáfarafurðum, aðallega frystum fiski, til landanna handan járntjaldsins. En mark-
aðir þessir voru keyptir dýru verði, því í stað hinna útfluttu vara urðum við að kaupa
vöru við mjög óhagstœðu verði og oft rýrar að gœðum.
Nú horfir sem betur fer svo. að við munum geta selt flestar afurðir okkar við sœmilegu
verði til annarra landa. Innflytjendur og raunar allir neytendur hljóta að vera þess mjög
hvetjandi að losað verði um klíringviðskiptin eftir föngum svo slœm, sem reynslan af þeim
viðskiptum hefur verið. Bœði hafa vörurnar frá nefndum löndum verið dýrar, oft lélegar
og auk þess hefur komið fram óorðheldni hjá seljendum varðandi afgreiðslutíma, sem oft
hefur valdið tjóni; að því ógleymdu að nú virðiat innflutningsumboðum fyrir vörur frá
þessum löndum ráðstafað samkvœmt pólitískum sjónarmiðum. Undir öllum kringumstœðum
œttu ísl. stjórnarvöld því að sjá svo um, að ekki verði seldar vörur til þessara landa fyr-
ir hœrri upphœðir, en við getum keypt þaðan vörur fyrir, sem samkeppnishœfar eru á heims-
markaðinum.
Eitt klíringlandanna, Spónn, hefur nokkra sérstöðu. Viðskipti milli íslendinga og Spón-
verja eru gamalgróin. Spónverjar geta keypt af okkur mikið magn af saltfiski við afar hag-
kvœmu verði. Spánverjar hafa margar góðar útflutningsvörur að láta í móti, en sá hœng-
ur er á að fyrir utan ávexti, vín og nokkrar iðnaðarvörur, eru það aðallega hráefni, sem
við höfum ekki not fyrir. Það virðist því nokkuð augljóst, að á meðan gjaldeyrisafkoma Spón-
verja er þannig, að þeir þurfa að byggja verzlunarsamninga sína á jafnvirðiskaupum, þó
geta viðskipti milli Islands og Spánar ekki orðið umfangsmikil, nema reynt sé að koma þeim
fyrir í formi „þríhliða-klírings", þ. e. a. s. þriðja land sé fengið til þess að yfirtaka innstœðu
okkar á Spóni og selja okkur i staðinn vörur, sem Spánverjar geta ekki boðið. en okkur
vanhagar úm. Hér er mikið verkefni, sem ísl. stjómarvöld verða með góðvild annarra þjóða
að reyna að leysa.