Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 4
TVÆR VORUSYNINGAR HANNOVERSÝNINGIN OG B.I.F. i. Leiðin frá Hamborg til Hannover liggur um land- búnaðarhéruð. Það er fyrsl þegar farið er fram hjá Continental-verksmiðjunum í útjaðri Hannover, að ferðamanninum skilst að hann er að nálgast iðnaSar- borg, borg sem nýlega hefur tekizt á hendur að sýna umheiminum framleiðslu Vestur-Þýzkalands. Á árunum milli beimsstyrjaldanna var Leipzig- kaupstefnan árlegur viðski|)taviðburður, sem kaup- sýslumenn um víða veriild fylgdust með af miklum áhuga. Nú er Leipzig austan járntjalds og Hannover sá staður, sem jjýzkir iðjuliiildar hafa valið sér til að sýna umheiminum hvers j)eir eru megnugir um fram- leiðslu og viðskipti. Hannoversýningin hefur vaxið ár frá ári og sýndu j)ar að þessu sinni samtals 2.645 fyrirta;ki framleiðslu sína í samtals 20 sýningahöllum, sem tóku yfir 144 j)ús. fermetra. Undir beru lofti var og mikil sýning, sem samtals tók yfir 40 J>ús. fermetra. Nokkur stærstu fyrirtækin, eins og t. d. Krupp-stálverksmiðjurnar í Essen, höfðu reist sér sínar eigin byggingar til afnota á sýningunni. Þessi sýning, sem stóð yfir frá 29. apríl til 8. maí s. 1., var þungaiðnaðarsýning, bliðstæð Birminghamdeild B. 1. F. Sýning léttaiðnaðarins var opin 28. febr. til 4. marz s. 1. Sú sýning er að vonum miklu umfangsminni og tók aðeins yfir 9 af þeim 20 sýningaskálum, sem þungaiðnaðarsýningin fylti. Fyrir okkur íslendinga er Hannoversýningin hin fróðlegasta. Á árunum fyrir síðari heimsstyrjöldina var verulegur hluti af utanríkisverzlun okkar við Þýzkaland og eiga margir íslenzkir innflyljendur gömul og gróin viðskiptasambönd í Þýzkalandi. Síð- an stríðinu lauk hefur verið erfitt að notfa^ra sér þessi sambönd, en með auknu viðskiptafrelsi verða þau aftur þýðingarmikil og verðmæt. II. Brezka iðnsýningin var að jressu sinni háð 30. apr- íl til 11. maí. Fins og áður var þungaiðnaðardeild sýningarinnar i Castle Bromwich í Birmingham, en léttavarningur í sýningarhöllunum Earls Court og Olympia í London. Samtals sýndu yfir 3 þús. fyrir- tæki framleiðslu sina á brezku sýningunni, og er tal- ið að rúmlega 90 iðngreinar hafi átt aðild að henni. Þegar fyrsta brezka sýningin eftir stríð var opnuð árið 1947, var Sir Stafford Cripps viðskiptamálaráð- herra. í dagskipun sinni til brezku j)jóðarinnar i til- efni af opnun sýningarinnar sagði hann: Útflutning- ur eða dauði. Síðan liafa Bretar aukið framleiðslu sína af öllum mætti og aflað sér nýrra markaða. Þessi sýning er einn þátturinn í hinni skipulögðu sókn brezku Jþóðarinnar, sókn sem beinist að því að tryggja útflutninginn. Islenzkir kaujjsýslumenn fjölmenna jafnan á B. f. F., og svo var einnig að þessu sinni. Þótt heildarsvi])- ur þessarar sýningar væri mjög áþekkur hinum fyrri og ekki um margar nýjungar, þá er þægilegt að geta á einum degi heimsótt á sýningu fjölda viðskiptavina Frh. á bls. 77. Yfirlitsmynd er sýnir byeKÍngjar HannoversýninKarinnar. 72 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.