Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 5
OSCAR CLAUSEN: FKA FYRSTU AkATUGUM FKJAUSRAH VERZL.UNar. II. GRKIN. Jakob Sevevin Plum KAUPMAÐUR í ÓLAFSVÍK Hann keypti verzlunarslaðinn í Ölafsvik af stjýrn- inni, þegar einokunarverzlunin ha-tti 1787, með sömu kjörum og aðrir, en þau voru afar hagkvæm þeim er keyptu. Allir verzlunarstaðir konungsverzlunarinn- ar ásamt þeim skipum, er þeim fylgdu, voru sehlir fyrir aðeins 1/h hluta bókfærðs verðs, með allt að 20 ára afborgunarskilmálum. Svo styrkti stjórnin kaupend- urna til verzlunar, með því að lána þeim rekstursfé vaxtalaust. — J. S. Plum var af góðum ættum í Dan- mörku; bróðir hans var Fridrik Plum biskup í Odense. en svo komu tveir bræður þeirra aðrir til Ólafsvíkur og dóu þar báðir. Annar þeirra, Christian Plum, var að vetrinum verzl- unarstjóri í Ólafsvik fyrir bróður sinn, en hann fórst af slysi. Hinn 7. janúar 1795 var bann á ferð úr Rifi inn í Ólafsvík ásamt 3 öðrum og var stórrigning og leysing. Undir Ólafsvíkur-Enni, milli Gvendarbrunna og Forvaða, féll skriða, og þar rotaðist Chr. Plum. Líkið var flutt til Ólafsvíkur, en síðan jarðað á Ingj- aldshóli. Einn samferðamanna Plums var líka nairri rotaður, fékk 5 sár á höfuð og féll í yfirlið.1 Þegar nú verzlunarstjórinn var fallinn frá svona skyndilega og verzlunin orðin forstöðulaus var það ráð tekið að loka verzlunarhúsunum. Síðast í janúar forsiglaði Jón sýslumaður Espolín allar hurðir verzlunarhússins, en áður lánaði hann þeim allra bágstöddustu af vöru- birgðunum.2 — Þegar svo Jakob Plum kom upp til Ólafsvíkur um vorið og húsin voru opnuð, var þar ófagurt um að litast. Þar voru mýs í hundraðatali, sem höfðu nagað harðfiskinn og étið upp heila tólgar- skildina, en á gólfinu voru verzlunarbækurnar og reikningar allt sundurtætt og nagað. — Þriðji Plums-bróðirinn, er kom til Ólafsvíkur, hét Daniel og varð verzlunarstjóri eftir Christian bróður sinn. Daniel verzlaði líka stuttan tíma í Grundarfirði. t Lbs. 947 8to. 2 Plum: Historien o. s. v. bls. 155. en lluttist aftur til Ólafsvíkur og varð þar innlyksa, þegar Jakob hróðir hans seldi verzlunina og fluttist til Danmerkur. Daniel Plum dó í hálfgerðum vesal- dómi, í Ólafsvík 9. marz 1832, örsnauður og er þá til heimilis í Ólafsvíkurkoti.3 Hann var giftur íslenzkri konu og átti börn, og eru afkomendur þeirra á fram- anverðu Snæfellsnesi. — Esjtólín, sem þekkti Jakob Plum persónulega, þegar hann var sýslumaður í Snæfellsnessýslu, segir að hann hafi verið góðlyndur heiðursmaður, en eigi heppinn í kaujtförum.4 Hann hefur samið tva;r bækur, aðra um verzlun sína, vandræði og hrakföR, en hina um at- huganir sínar ýmsar hér á landi, einkum undir Jökli.r' Þó að bækur þessar hafi máske ekki þótt merkilegar eða mikils virði um það leyti, sem þær komu út, gefa þær oss samt nú upplýsingar um ýmsa hluti, er ann’ ars væru gjörsamlega gleymdir og glataðir, eins og t. d. lýsingin á hinni merkilegu fornu kirkju á Ingjalds- ltóli o. m. fl. Plum varð fyrir margvislegum óhöppum með ski[> sín fyrstu órin, sem hann verzlaði; þau ströuduðu og fengu áföll, svo að hann gat ekki komið afurðunum af sér, og komst hann vegna þessa þegar í upjrhafi í fjárhagsörðugleika. Þannig var það, þegar á fyrsta ári, sumarið 1788; þá missti hann skij) sitt og hafði svo engan farkost. Hann fór því inn í Grundarfjörð og ætlaði að' ná samningum við þýzkan verzlunarstjóra, Ahlmann að nafni, um samlög á sendingu afurða með skijtum hans um haustið, en Ahlmann tók ekki mála- leitun Plunts hetur en það, að hann réðist að honum með óbótaskömmum og lauk fundi þeirra nteð rysking- uni og áflogutn. — Plum segir, að sá þýzki myndi liafa gengið að sér dauðum, ef hann ekki hefði tekið það ráð að verja sig með stólnum, sem hann hafði sezt á, :i Sbr. Ministerialbók Fróðársóknar 1832. * Espolin: Árbækur X, 75. •r’ Historien om min Handel o.s.v. og Rejseiagttagelser o.s.v. 73 FRJÁLS VERZLUIN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.