Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 6
ÖlvAFSVlKtTRKAUPTCN 183«. Teikning gerð af Auguste Meyer. og svo hafi sér líka viljað það til bjargar, að norskur skipstjóri hafi skorist í leikinn.1 —• Þegar Plum nú ekki tókst að koma neinu lauti við Ahlmann, náði hann í tvo norska lausakaupmenn, sem lágu á Grund- arfirði og seldi þeim allar ársafurðir sínar. Annar þeirra var Lösevitz frá Þrándheimi, og keypti hann harðfiskinn, lýsið og prjónlesið, en ullina og saltfisk- inn seldi hann skipstjóra frá Björgvin, er fór með það beint suður í Miðjarðarhafslönd og seldi þar.- Það var oftar, að Plum varð í vandræðum með flutn- ing á vörum sínum. Eitt sumarið hafði hann ekkert skip og reyndi þá að fá alla, sem hann náði til og skip áttu, til þess að flytja fyrir sig, en alll var það að ár- angurslausu. Hann tók að lokum það ráð að senda mann ríðandi úr Ólafsvík vestur á Isafjörð með bréf til kaupmannsins þar og biðja hann að greiða úr fyrir sér. Frásögn Plums um ferðina vestur er nokkuð reif- arakennd. Hann segist hafa fengið Sumarliða nokkurn Guðmundsson til ferðarinnar, sem var sá eini, er rat- 1 Plum: Historien o.s.v., bls. 54. 2 S. st„ bls. 57. aði. Hálfan mánuð var hann á leiðinni og 20 Rd. kost- aði ferðin. Segist Plum hafa fengið Sumarliða dug- legan hest og beittan hníf til ferðarinnar, ef á þyrfti að halda, til þess að drepa hestinn með, því að veg- urinn væri svo hættulegur, þar sem m. a. væri yfir Glámujökul að fara, er væri full dagleið.3 — Haustið 1796 strandaði Ölafsvíkurskipið á útsigl- ingu á Skarfsvík fyrir innan Öndverðarnes og fór þar í spón. Þar missti Plum allar ársafurðir sínar, þó var nokkru bjargað og selt á uppboði. Þar höfðust menn við í hinum svokölluðu Jrskutóftum í hrauninu og Ijölduðu yfir sig með seglum. Skipverjar björguðust allir og voru í Ólafsvík um veturinn við allharðan kost,4 en tap Plums á þessu strandi, reið honum að fullu fjárhagslega. — Plum hælir sér af ýmsu í bókinni, sem hann ritaði um verzlunarhagi sína, þ. á m. segist hann ekki hafa flutt til verzlunar sinnar í Ólafsvík árið 1795 nema 10 tunnur af brennivíni, af því að hann álíti það 3 S. st., bls. 158. 4 Espolin: Árbækur X, 80. 74 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.