Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 9
Styrjaldarárin seinni clvaldi Garðar að mestu vestan hafs og stofnsetti þar sitt eigiS fyrirtæki, sem m. a. annaSist vörukauj) fyrir íslendinga, og hafSi auk þess víStæk viSskiptasambönd viS önnur lönd. Fyrirtæki hans hér heima hefur blómgvast og dafn- aS og er í tölu þekktustu og áreiSanlegustu fyrirtækja landsins. Veitir Bergur sonur hans því nú förstöSu. GarSar Gíslason hefur látiS ýms félagsmálefni mik- iS til sín taka, og þó sér í lagi málefni verzlunarstéttar- innar. Hann er einn helzti hvatamaSur að stofnun VerzlunarráSs Islands árið 1917 og var formaður þess frá u]>phafi og til 1921, og aftur 1922 til 1934, aS hann baSst undan endurkosningu. Lét hann sér mjög annt um hag og framgang VerzlunarráSsins og vann þar gott verk og af mikilli ósérhlífni. Kom sér vel, aS hann var nákunnugur málefnum verzlunarstéttar- innar. Hann átti mikinn þátt í stofnun Eimskipafélags Is- Iands og átti sæti í fyrstu stjórn þess. — Verzlunar- skólinn fór heldur ekki varhluta af dugnaði hans og víSsýni. Hag skólans bar hann ávallt fyrir l)rjósti, átti sæti í stjórn hans í mörg ár og var einn þeirra, sem beitti sér fyrir því, aS keypt var handa honum skólahúsið við Grundarstíg. Flugmálin lét hann einnig til sín taka. Hann var aðalhvatamaður að stofnun Flugfélags lslands (eldra) árið 1919 og var fyrsti formaður þess. Garðar hefur fylgzt vel með þroskaskeiði íslenzkr- ar verzlunar á þessari öld og verið virknr þátttakandi í þeirri liaráttu að flytja verzlunina úr höndum er- lendra manna yfir á íslenzkar hendur. Hann hefur margsinnis bent mönnum á þá liættu. sem er samfara öllum afski])tum ríkisvaldsins á atvinnurekstri ein- staklinga og félaga. GarSar hefur ávallt látið sér ant um verzlun með innlendar afurðir landsmanna og rutt þar að ýmsu leyti nýjar leiðir um meðferð og vöruvöndun, svo og markaði. Á verzlunarþinginu 1937 hóf Garðar t. d. máls á þátttöku okkar í vænt- anlegri heimssýningu í New York 1939. Hann telur, að sala á útflutningsframleiðslu landsmanna eigi að vera frjáls. íslenzkir kau]>sýslumenn eiga að fá að spreyta sig á sölu afurða laudsmanna á erlendum mörkuðum, það verður ha|)|)adrýgst fyrir alla aðila til langframa. Þannig talar reyndur kaupsýslumaður, sem hefur áratuga reynslu í sölu á afurðum landsmanna á erlendum mörkuðum, en okkur fslendingum er enn svo gjarnt að skella skolleyrum við því sem revndir menn kveða. „Frjáls verzlun“ árnar þessum brautryðjenda í verzlunarstétt allra heilla á þessum merku tímamót- um í ævi hans og sögu íslenzkrar verzlunar. Tvœr vörusýningar. Frh. af bls. 72. og þannig sparaö sér bæði tíma og fyrirhöfn. sem annars færi í að heimsækja þessi fvrirtæki til aðal- stöðva þeirra. Brezkar iðnaðarvörur hafa á sér mjög gott orð hvarvetna um heim, en lengi vel hefur Bretinn þótl seinn til breytinga, þótt betur mætti fara. í dómum um Birminghamdeild B. I. F. árið 1947 var því sleg- ið föstu, að í útliti og frágangi stæðu Bretar að baki ýmsum keppinautum sínum. Þegar litið er yfir sýn- ingu þá, sem nú er nýlokið, sézt, að þokast hefur í áttina um þetta. Má í því sambandi t. d. nefna, að 1947 sýndi velþekkt brezk verksmiðja rafsuðutæki á sýningunni. Þau voru steingrá á lit og snubbótt í lög- un. Sama verksmiðja sýndi nú þessi sömu tæki. Nú eru þau straumlínulöguð og fagurlega steind. Og þetta er ekkert eins dæmi. Samkeppni um markaðina knýr á um, að hver maður leggi sig fram um að vanda sem mest útflutningsframleiðsluna, hvort sem það er vél. dúkur eða eitthvað annað. Þeir kaupsýslumenn, sem sótt hafa heim sýningarn- FramhliS sýningarhallarinnar Castle Bromwich í BirminRham. ar í Hannover og London munu hafa rekið sig á eitt. sem ekki hefur verið um að ræða áður. en það er afgreiðsluörðugleikarnir, sem hvarvetna mæta manni, þótt misjafnir séu eftir því um hvaða vörutegundir er að ræða. Vígbúnaðurinn, sem nú stendur yfir, gleypir mikið af hráefnum og krefst verulegs mannafla. Sér- staklega ber mikið á þessu í sambandi við afgreiðslu varnings úr málmi og má gera ráð fyrir, að vandræði kunni af að hljótast. Fari svo að friður haldist, er þess að vænta, að afgreiðslumöguleikar batni aftur og viðski])ti færist til venjulegs horfs. Fyrir okkur fslendinga, sem nú nýlega höfum feng- ið verulega rýmkun á viðskiptahömlum þeim, sem hér hafa ríkt, er það hin mesta nauðsyn, að jafnvægi í viðskiptum haldist í viðskiptalöndum okkar. Þ. B. FRJÁl.S VF.RZI.UN 77

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.