Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 14
ísland. Utflutningurinn í maímánuði nam að verðmæti 57,8 millj. kr., en innflutningurinn 80,6 millj. kr., og er vöruskiptajöfnuðurinn óhagstæð- ur um 22,8 millj. kr. í mánuðinum. Vöruskiptajöfnuðurinn eftir fyrstu fimm mánuði ársins er óhagstæður um 52,6 millj. kr. Nemur verðmæti innfluttrar vöru á þessu tímabili 299,6 millj. kr., en útfluttrar vöru 247,0 millj. kr. Samkomulag um viðskipti Islands og Svíþjóðar, er féll úr gildi 31. marz sl.., hefur nú verið endurnýj- að og gildir tll sama tíma 1952. Er um samskonar fyrirvara að ræða í samningnum varðandi viðskipti milli landanna og var s.l. ár. Samið hefur verið við Spánverja um fyrirgreiðslu á úthlutun innflutn ingsleyfa fyrir saltfisk, er seldur var til Spánar á s.l. ári. Nam það vörumagn rúmum 3 þús. smálestum. Ennfremur hefur náðst samkomulag um, að Spánverjar kaiqti allmikið af okkur á þessu ári eða um 6 þús. smálestir. Ólafur Thors atvinnu- málaráðherra samdi um þessi atr- iði fyrir hönd ríkisstjórnarinnar, jafnframt var för hans gerð í því augnamiði að tryggja svo sem verða má til frambúðar viðskipti milli þjóðanna. Hinn 16. maí s.l. var undirritað- ur nýr viðskiptasamningur milli ís- lands og Tékkóslóvakíu, er gildir til 1. maí næsta ár. Samkv. samn- ingi þessum er gert ráð fyrir að viðskiptin muni nema 25—30 millj. kr. á hvora hlið. Islendingar selja Tékkum hraðfrystan fisk, fiskimjöl, síld, lýsi, niðursoðnar fiskafurðir o. fl., en kaupa í staðinn af Tékk- um svipaðar vörutegundir og und- anfarin ár, svo sem vefnaðarvörur, pappír, búsáhöld, vélar og verkfæri, járn- og stálvörur o. fl. Gert hefur verið bráðabirgðasam- komulag um viðskipti milli íslands og Brasilíu, er gildir í eitt ár. Sam- kvæmt samkomulagi þessu leyfa Brasilíumenn innflutning á salt- fiski frá Islandi fyrir 14 millj. kr. á samningstímabilinu, og verður andvirðið notað til kaupa á kaffi. i. ‘ 1 -.i Bretland. Bretar og Argentínumenn liafa nú loks getað komið sér saman um viðskipti milli landanna, og hafa samningaumleitanir staðið yfir um margra mánaða skeið. Argentínu- menn hafa sem kunnugt er sell Bret- um geysimikið magn af nautakjöti undanfarin ár, en þegar síðasti við- skiptasamningur milli landanna gekk úr gildi, kröfðust þeir hærra verðs. Á það gátu Bretar ekki fall- izt, og stöðvuðust þá allar kjötsend- ingar til Bretlands frá Argentínu. Hafði þetta m. a. þau áhrif í Bret- landi, að minnka varð kjötskammt- inn til muna. Þann 23. apríl s.l. var loks und- irritaður nýr viðskiptasamningur milli landanna, eftir að Bretar höfðu sent samninganefnd þangað suður eftir. Munu Argentínumenn selja Bretum 230 þús. tonn af nauta- kjöti á næstu tólf mánuðum. Er meðalverð á því næstum 130£ pr. tonn, en var áður £97 lOs. Bretar hafa einnig samþykkt að greiða 6,2 millj. £ í uppbót á fyrri kjötsend- ingar Argentínumanna. Hins vegar hafa Argentínumenn skuldbundið sig til að levfa Bretum að flytja yfir á sterlingsvæðið allan ágóðahluta af [þeim fyrirtækjum í landinu, sem brezkt fjármagn er bundið í. Ar- gentínumenn munu svo og kaupa af Bretum olíu, benzín, 500 þús. tonn af kolum, tin o.fl. Á fyrsta ársfjórðungi ársins fluttu Bretar út 26.724 dráttarvélar, og nam verðmæti þeirra 8,9 millj. £. Hins vegar var úlflutningur þeirra á vöru- og flutningavögnum 6% minni en á sama líma í fyrra. Útflutningur landsins í marz nam 190,1 millj. £, sem er 4,8 millj. £ hærra en mánaðarmeðaltal síð- asta árs. Innflutningurinn nam hinsvegar 303,1 millj. £ og var 86,2 millj. £ meiri en mánaðarmeðallal fyrstu tvo mánuði ársins. Til end- urútflutnings fóru vörur fyrir 17,1 millj. £. Verðlag á innfluttum vör- um í janúar og febrúar þessa árs bækkaði um 25% fram yfir meðal- tal síðasta árs. Telur verzlunarmála- ráðherra Breta, að innflutningurinn verði 700 millj. £ meiri í ár en s. 1. ár sökum bækkandi verðlags á vör- um og hráefnum á heimsmarkaðin- um. Holland. Kaupskipafloti Hollendinga taldi um síðustu áramót 1,192 skip, sam- tals 3,1 milj. brúttó-tonn að stærð. 82 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.