Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 17
Fvá fundi Sambands smásöluvevzlana Sameiginlegan í’und héldu 6 sérgreinafélög í 'sniá- söluverzlun, Kaupmannafélag Hafnarfjarðar og Sam- band smásöluverzlana, mánudaginn 4. júní s.l. að Félagsheimili verzLunarmanna. Var fundurinn mjög fjölsóttur, fundarnalurinn þéttskipaður áheyrendum. Formaður Sambands smásöluverzlana, Jón Helga- son, setti fundinn og kvaddi til fundarstjóra Olaf H. Jónsson í Hafnarfirði og fundarritara Gunnar Vagns- son. Dagskrárefni fundarins voru erfiðleikar einstakl- ingsframtaksins og aðsteðjandi vandamál á sviði verzl- unar og viðski])ta. Jón Helgason ræddi um verðlagsmál og gat þess, að und- . anfarin 3 ár hefði öll smásöluverzlun, hæði verzlun kaupmanna og kaupfélaga, verið rekin með tapi. Allar aðgerðir í verðlags- málum hefðu verið framkvæmdar án þess að verzlunarstéttin fengi allra minnstu íhlutun um málin, á sama tíma sem aðrar stéttir þjóðfélagsins gætu samið um mál sín og jafnvel ráðið þeim að fullu. Óskar NorSmunn rakti að nokkru hvernig verzlunin hefði verið reyrð í viðjar stjórnmálanna allt frá því að haftatíma- l)ilið hófst. Einstaklingsframtakið væri að verða að-engu, o]i- inher rekstur, iþjóðnýting og samvinnurekstur væri að leysa það af hólmi. Þau atvinnufyrirtæki fengist ekki endurnýjuð, sem væru í höndum einstaklinga. Einstaklingurinn gæti ekki lengur hyggt þak yfir höfuðið, hæjarfélög og l>yggingarsam- vinnufélög hefðu þar allan forgang, ekki sízt um lán úr alls konar sjóðum, sem öllum þjóðfélagsþegnum hefur verið gert að greiða til sinn skerf. Gunnar Hall hafði framsögu um viðskiptamál. Lýsti hann, hversu baráttan fyrir hinu pólitíska sjálfstæði okkar hefði verið nátengd baráttunni fyrir frjálsri verzlun, enda hefðu forvígismenn sjálfstæðisbaráttunnar gert sér manna hezt ljóst, að þjóðinni hefði vegnað betur eða verr, eftir því hvort slakað eða hert var á verzlunarfjötrunum, og talið væri, að ósjálfstæð verzlun hefði átt mikinn þátt í falli þjóðveldisins, Ifétt stefna hefði verið valin 4. ágúst 1950, þegar byrjað var að slaka á höftunum. Hann ræddi hættuna af tvöföldu gengi íslenzku krónunnar. Bæri brýna nauðsyn til að afnema við allra fyrsta tækifæri forréttindi smábátaútvegsmanna til þess að verzla með hinn erlenda gjaldeyri. Björn Ófeigsson ræddi um bankamál. Hann lýsti fjárhags- erfiðleikum kaupsýslustéttarinnar og hvernig þeir hefðu sí og æ farið vaxandi undanfarin ár. Nú væri svo komið, að til stórra vandræða horfði vegna lánsfjárskorts, og flestum smákaupmönnum algerlega meinað að færa sér í nyt hið ný- fengna frjálsræði í verzluninni. I öðru lagi væru alltof háar þær fyrirframgreiðslur, sem bankarnir krefja innflytjendur um við opnun ábyrgða, svo og við öflun yfirlýsinga um að gjald- eyrir verði fáanlegur til greiðslu á vörum, sem sendar eru gegn eftirkröfu í banka. Gunnar Einarsson lýsti gildi verzlunarinnar fyrir menningar- líf þjóðanna, hvernig viðskipti einstaklinga og þjóða gerðu kleift að lifa menningarlífi, hvernig þörfin fyrir fjölbreytni og tilbreytni á lífsnauðsynjum væri frumhvöt viðskipta og um leið undirrót framfara, þó því aðeins að þau væru frjáls. Óvarkárni hefði átt sér stað í meðferð á fjármálum (þess opinbera, og afleiðing þess liafi komið í ljós í fonni síauk- inna skatta og tolla á landsmenn, sem tyllt er ofan á verzlun og viðskipti og hafa lamandi áhrif á tvennan hátt: Draga úr gctu manna til framkvæmda og draga úr vilja þeirra til að sjá sér. og sínum farboða Auk framsögumanna tóku til máls Þorsteinn .1. Sigurðsson, Sigurliði Kristjánsson, Þorbjörn Jóhannesson, Guðmundur Guðjónsson, Indriði Guðmundsson og Ólafur H. Jónsson fundarstj. Eftirfarandi samþykktir voru gerðar meðal annarra: „Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að framkvæma algert afnám verðlagsákvæða. Fundurinn telur, að núgildandi ákvæði um hámarksálagn- ingu séu algerlega ónóg til þess að standa undir verzlunar- kostnaði og að ákvæði þessi sé ekki hægt að réttlæta með fram- bærilegum rökum Telur fundurinn, að þau verðlagsákvæði, sem í gildi eru, ásamt stefnu þeirri, sem fylgt er í bankamálum, valdi því, að ókleift er að reka verzlun hér á landi á heilbrigðum grund- velli. Fundurinn mótmælir harðlega þeirri meðferð viðskiptamál- anna, sem mjög hefur tiðkast á undanförnum árum, að opin- berir aðilar hafa skipað þeim án samráðs við verzlunarstétt- ina og án þess að gefa henni kost á að fylgjast með ákvörð- unum og ráðstöfuimm, sem liaft liafa úrslitaþýðingu fyrir af- komu hennar. Fundnrinn telur að höft þau, sem eru á útflutningsverzlun landsmanna, geri utanríkis. og innanrikisverzlunina, og þar með allt viðskiptakerfi þjóðarinnar mun óhagstæðara en vera þyrfti. Telur fundurinn brýna nauðsyn á meira frjálsræði i þessum efnum, þannig að einstaklingsframtakið fái notið sin liezt og ráð þeirra aðila verði höfð, sem mesta reynslu og þekkingu hafa á þessu sviði'1 Á fundinum rikti mikill einhugur um málefni verzlunar- stéttarinnar, og vilji fyrir því að sleitulaust verði unnið að framgangi þeirra. FRJÁLS VERZLUN 85

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.