Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 18
NJÁLL SlMONARSON: ÁSTRALÍUMAÐUR í HEIMSOKN Sennilega eiga fleiri útlendingar eftir að sækja okkur heim í sumar en nokkru sinni fyrr. Ferðamanna- straumurinn til landsins er sífellt að aukast enda hef- ur þekking útlendinga á Islandi heldur farið í vöxt hin síðari ár. Nokkrir erlendir gestir hafa heimsótt okkur í fyrru lagi í ár, og meðal þeirra eru tveir víðförulir ferða- langar, sem hingað komu alla leið frá Sydney í Ástr- alíu. Þessir tveir Ástralíumenn eru Frank Clune rit- höfundur og kona lians, en þau komu fljúgandi til Reykjavíkur frá London um miðjan maímánuð og höfðu hér aðeins viku viðstiiðu. Meðan þau hjónin dvöldu hér á landi önnuðust Ferðaskrifstofa ríkisins og Flugfélags Islands um alla fyrirgreiðslu þeim til handa, því hinir erlendu gestir höfðu mikinn hug á að kynnast sem flestu og sjá sem mest á þessu ferða- lagi. 1 fótspor Jörundar hundadagakonungs. Nú kunna ýmsir að spyrja: Hversvegna er þetla fólk að taka sér ferð á hendur alla leið hingað til norðurhjara heims — um hálfa leið í kringum hnött- inn? Því er til að svara, að rithöfundurinn Frank Clune hefur fengið talsverðan áhuga á íslandi og ís- lenzku þjóðlífi, enda þótt Ástralíumenn séu lítið kunn- ugir okkar háttum. Annars er það sannast að segja harla merkileg tilviljun, að Mr. Clune skyldi nokkurn- tíma detta ísland í hug. Aðdragandi málsins er í stuttu máli sá, að fyrir mörgum árum síðan ákvað þessi ástralski rithöfundur að skrá ævisögu Jörundar hunda- dagakonungs, en hann eyddi síðustu árum ævi sinnar í Ástralíu og lézt þar eftir að eiga að haki sér einhvern ævintýralegasta lífsferil, sem um getur. Hefur Mr. Clune ferðast mikið til að viða að sér efni í þetta verk um Jörund, og m. a. hefur hann heimsótt British Museum í London, þar sem talsverðan fróðleik er að finna um Jörund þann tíma, sem hann dvaldi í Eng- landi. Þá hefur Mr. Clune heimsótt Kaupmannahöfn í sama tilgangi og fengið þar Ijósprentað afrit af fæð- ingarvottorði Jörundar. Síðasli áfangi rithöfundarins ástralska um þær slóðir, sem hundadagakóngurinn Frank Clune hafði komið á, var Island, og hér notaði hann tadd- færið til að afla sér alls þess fróðleiks, sem um Jör- und var að fá. Kona Mr. Clune, sem er lislmálari, sat ekki heldur auðum liöndum á meðan hún stóð við í Reykjavík, því að í Þjóðminjasafninu komst hún yfir sjálfsmynd af Jörundi, sem talin er vera eina myndin, sem til er af honum. Þessa mynd „koperaði" frúin fyrir mann sinn, sem ætlar að nota hana í bók sína. Landkynning í Eyjaálfu. Enda þótt Mr. Clune liafi komið til íslands til þess að geta betur gert skil á þeim atburðum í væntanlegri bók sinni, sem hér gerðust á meðan Jörundur ríkli í konungdæmi sínu, þá er ekki ólíklegt, að hann eigi eftir að kynna íslenzku þjóðina á marga lund í heima- landi sínu. Frank Clune, sem er einn af vinsælustu og víðlesnustu rithöfundum Ástralíumanna, hefur sem sé ákveðið að rita ferðabók um ísland, þar sem birtar verða ýmsar up]rlýsingar um land og þjóð, er aðal- lega verða ætlaðar ferðamönnum. Hefur Mr. Clune aflað sér margskonar fróðleiks þessu viðvíkjandi hjá þeim aðilum, sem viðkomandi málum eru kunnug- astir. Þá munu margar fallegar ljósmyndir frá íslandi prýða bókina, sem væntanlega kemur út í haust. Á ferð og flugi. Frank Clune er að mörgu leyli merkilegur maður. Sá er þetta ritar átti því láni að fagna að kynnast honum nokkuð á ferðalagi um landið á meðan hatin 86 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.