Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 20
STARFSMENN THOMSENSVERZLUNAR. Myml þessi er af starfsmönnum Thomsensverzlunar, ok er liún sennilega tekin í kringum 1880. Ljósm. : Sigfús Eymundsson. Matthías Matthíasson. D. Thomsen. Þorsteinn Einarsson. Hannes Thorarensen. Einar Árnason. Þorsteinn Bjarnason. Guðmundur Þorsteinsson. Johs Hansen. Þorgrímur Toríason. Fjórir menn á fundi. Frh. af bls. 81. ríska, enska og franska kvikmynd, sem sýnd liefur verið í París á meðan liann liefur dvalið þar. Það eru forboðnir ávextir í Kússlandi. -— Bæði Davies og Jessup virðast vera orðnir dauðþreyttir og farið að langa heim. Oð(ru máli gegnir með Gromyko. Hann unir sér hið bezta í París. Samkomulagið milli Gromykos og Vesturveldafull- trúanna hefur farið versnandi. Til að byrja með gekk á heimboðum. Rússar veittu vel, caviare, lax, kjúkl- inga, vodka og kampavín. ()g eftir matinn kaffi, líkj- ör, koníak og vindla. Þar var einnig reynt að semja, en árangurslaust. — Nú eru veizluhöldin hætt. Þegar fundirnir hófust héldu Vesturveldin, að Rúss- ar hefðu áhuga fyrir að koma á laggirnar fjórvelda- ráðstefnu. Nú efast menn um einlægni þeirrar vfirlýs- ingar. Vinnubrögð þeirra á fundunum liafa bent í þá átt, að þeir væru aðeins að reyna að tefja eða hindra endurvígbúnað Vesturveldanna. Hvenær fundunum líkur, eða hvort einhver árangur verður af þeim, veil þó enginn enn sem komið er. 88 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.