Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.06.1951, Blaðsíða 21
Christian Ludvig Möller jyrrv. kaupmaSur og út- gerSarmaSur andaðist 30. janúar s, 1., hart naír hálf- áttræður. Ludvig, en undir því nafni gekk hann jafn- an, var fæddur að Stóra- Bergi í Höfðakaupstað 29. júní 1876, og voru foreldr- ar hans Ole P. Ohr. Möll- er, verzlunarstjóri þar, síð- ar kaupmaður á Hjalteyiri, og Ingibjörg Gísladóttir kona.hans. Er hann hafði aldur til fór hann í Möðru- vallaskóla og útskrifaðist þaðan vorið 1895. Að námi loknu gerðist hann verzlunarmaður hjá föðurhróður sínum, Jóh. G. Möller, á Blönduósi, til ársins 1897, en þá fluttist liann með foreldrum sínum norður á Hjalteyri við Eyjafjörð. Vann hann við verzlun og út- gerð föður síns og í félagi við hann til vorsins 1913. Það ár tók hann sjálfur við verzluninni og rak hana, ásamt útgerð og síldarsöltunarstöð, þar á staðnum og síðan í Hrísey, til vorsins 1944, að hann hætti atvinnu- rekstri og seldi eignir sínar. Hann var póslafgreiðslu- maður á Hjalteyri 1897—1933 og símstöðvarstjóri þar 1906—1933. Ludvig Möller var áhugasamur um þjóðmál og var fastur fyrir í skoðunum. Mesta áhugamál hans um ævina var samt bindindismálið. Má heita að hann starfaði óslitið fyrir Góðtem])lararegluna allt sitt líf og var um mörg ár framarlega í því starfi. Ludvig Möller var tvíkvæntur. Einn son harna átti hann og tvær fósturdætur. Bjarni ÞórSarson, stór- kaupmaSur andaðist 14. marz. s.l. Bar dauða hans brátt að höndum, en und- anfarin ár hafði hann átt við þunga vanheilsu að stríða. Hann fæddist hér í Reykjavík 8. marz 1908, sonur hjónanna Þórðar Bjarnasonar fyrrv. kaup- manns og Hansínu Linnet. Bjarni stundaði nám í Menntaskólanum, en livarf frá því að gagnfræðaprófi loknu. Snéri hann sér þá að verzlunarstörfum og valdi þau að lífsstarfi sínu. Var hann um mörg ár sölumaður hjá firmanu Nathan & Olsen hér í bæ, en byrjaði síðar með sitt eigið fyr- irtæki. Bjarni var bráðduglegur sölumaður og naut sín vel við verzlunarstörfin. Hann var hvers manns hugljúfi, því að í dagsfarlegu starfi var hann prúðmenni og glaðlyndur. Tónlist unni hann mjög, og var sjálfur ]>rýðisgóður slaghiir])uleikari. Annaðist hann m. a. undirleik hjá hinum góðkunna M. A. kvartett um nokkurra ára skeið og leisti það verk af hendi með mestu prýði. Bjarni var friðsamur maður, en einnig ákveðinn og fastur fyrir, ])egar svo har undir, heinskilinn og hisp- uslaus í allr framkomu. Hann var í fáum orðum sagt, drengur góður. Kvæntur var Bjarni Hjördísi Þorleifs- dóttur og áttu þau eina dóttur barna. FRJÁLS VERZLUN 89

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.