Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 1

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 1
13. ÁRG. 7.—8. HEFTI — 1951. Það er stefnt í rétta átt. Við erum að smá þokast frá gerfibúskapnum, því efnahags- ástandi, sem mótaðist af verzlunarhöftum, verðlagsákvœðum, skömmtun, niðurgreiðslum, upp- bótum, verðtryggingum og hverskonar opinberum afskiptum, sem öll miðuðu að því að hindra að eðlilegt markaðsverð myndaðist á vörum og þjónustu. Síðasti áfanginn, sem náð hefur verið á þessari seinförnu leið, er afnám verðlagsákvœða á allflestum neyzluvörum. — Verz'.unarstéttin má vera þess minnug, að þessum árangri hefur fyrst og fremst verið náð fyrir atbeina Sjálfstœðismanna í rikisstjórninni. — Sjólfri sér getur hún svo einnig þakkað, að hún hef- ur þrátt fyrir 20 ára gerfibúskap aldrei glatað trúnni ó frjálsan markaðsbúskap .frjálsa vezlun. En bœði neytendur, iðnframleiðendur og verzlunarstéttin bera enn merki ómjúkra hand- taka tuttugu ára haftastefnu. Þeim er að sömu leyti eins farið og manni, sem sleppur undan jórntjaldinu og þekkir ekki frelsið. Það tekur tíma að átta sig. Neytendur eru nú alveg steinhissa ó því, að vörur eru seldar mismunandi verði í búðum, glös eða bollar eru e.t.v. ódýrari inn á Laugavegi en niður í Austurstrœti, eða öfugt. Neytendur, sem áratugum saman voru vandir á að standa í biðröðum, og fó ákveðinn skammt, eða engan af vörum, sem allar voru á sama verði, eiga bógt með að skilja að nú eiga þeir valið. Þeir halda jafnvel að þetta húsbóndavald, sem þeim hefur verið fengið í hendur sé vottur um óheil- brigða verzlunarhœtti! Þeir athuga ekki að nú hefur þeim sjálfum verið fengið verðlags- eftirlitið í hendur, nú er það pyngja þeirra og smekkur sem ráða eiga innkaupum verzlan- anna, því að þeir verzla þar sem þeir fó beztar og ódýrastar vörur. Iðnaðinum bregður að vonum nokkuð við erlenda samkeppni. Sumt af iðnaðinum fœr staðizt hana annað ekki, Þetta er lögmál viðskiptanna, og þessu verða þeir að taka af mann- dómi og laga framleiðslu sína eftir. Ásökun iðnaðarins í garð verzlunarinnar um hlut- drœgni til handa erlendri framleiðslu er táknrœnt sjúkdómseinkenni þess hugsunarháttar, sem myndaðist á tímabili gerfibúskaparins. Þeir athuga ekki, að á frjólsum markaði eru völd kaupmannsins takmörkuð, því að það er neytandinn, sem völdin hefur. Engum kaupmanni líðst að hafa ekki á boðstólum innlenda vöru ef hún er samkeppnisfœr við erlenda að gœð- um og auk þess mun ódýrari. Sá kaupmaður myndi von brctðar missa öll viðskipti. Ef kaup- maðurinn hefur hina innlendu framleiðslu ekki á boðstólum eða í sýningargluggum sínum, er það vegna þess að neytendur spyrja ekki eftir vörunni og taka aðrar vörur fram yfir. Hafi orðið einhver brögð að þessu er ekki kaupmönnum um að kenna, heldur er það þá sjálfskaparvíti iðnaðarins. En einnig kaupmönnum er nokkur hœtta búin, ef þeir skilja ekki sinn vitjunartíma. Þeir hafa löngum óskað eftir frjálsri verzlun og þeirra er því að gera allt, sem í þeirra valdi stendur að sýna kosti hennar i framkvœmd. Ef þeir hindra eðlilegt lögmál markaðsins með samtökum sínum eða lóta neytendur ekki njóta hagkvœmra innkaupa sinna, þó bera þeir öxina að höfði frjálsrar verzlunar og geta sjálfum sér um kennt ef haftastefnan sezt aftur í öndvegið. Við skulum vona að skilningur manna ó kostum frjálsrar verzlunar fari vaxandi og að allir, jafnt neytendur, iðnframleiðendur sem kaupmenn, hafi þann féldgsþroska til að bera, að þeir stuðli sameiginlega að því, að lögmól hennar fói notið sín, þjóðarheildinni til hagsbóta.

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.