Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 3

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 3
framleiðendum hlutdeild í þeim hagnaði, er þeir kunna að skapa sér umfram keppinauta sína. Sé það skoðun manna, að verzlunarstéttin hafi brot- ið af sér í þessum efnum á undanförnum árum og að hún hafi látið sér-hagsmuni sitja fyrir hagsmunum þjóðarheildarinnar, er rétt að vér gerum oss grein fyr- ir því, að verzlunarstéttin hefur alla tíð verið andvíg haftastefnunni, sem var þröngvað upp á hana gegn eindregnum mótmælum hennar. fvrir nærfellt tveim áratugum síðan. Engir þjóðféiagsþegnanna, hvorki einstaklingar né félagsheildir hafa barizt jafn viðstöðulaust og mark- visst gegn höftunum og verzlunarstéttin sjálf. Engin stétt hefur haldið jafn árvakan vörð um þá andlegu erfð þjóðarinnar, að frelsi til athafna sé und- irstaða blómlegs athafnalífs. Fáir hafa trúað jafn örugglega á það, að reynsla þjóðarinnar í verzlunarmálunum væri sígildur sann- leikur. Þessi reynsla kennir oss, að þjóðinni hafi vegnað betur eða verr bæði í andlegum og veraldlegum efn- um eftir því, hvort þjóðin bjó við verzlunarfrelsi eða verzlunarfjötra. Sagan kennir oss ennfremur, að framfarir og at- hafnafrelsi séu svo nátengd hvort öðru, að nálega ó- hugsandi sé að framfarir geti átt sér stað án athafna- frelsis eða athafnafrelsi ríkt án framfara. Á þessum frídegi verzlunarmanna minnast þeir með djúpri lotningu 200 ára afmælis innréttinga Skúla Magnússonar, landfógeta, en með stofnun þeirra má segja, að verksmiðjuiðnaðurinn hefji innreið sína í þetta land. Á þessum frídegi hafa þeir sérstaka ástæðu til þess að fagna því, að nú hefur verið horfið að þeirra ráði um tilhögun verzlunarmálanna. Allur fögnuður er góður, en hafið það hugfast, verzlunarmenn, að gæta vel fengis frelsis. Hafta- stefnuhugarfarið á sér marga vini og góða tal.smenn, og takist illa til um hið nýja frjálsræði í verzluninni híða þ eir hinum megin þrepskuldar. í dag fagna verzlunarmenn endurheimtu verzlunar- frelsi. Að vísu er sú stund hvergi nærri upprunnin, að þeim sé heimilt að selja hvaða vöru sem er eða kaupa án leyfis ríkisvaldsins, en þó er um svo djú|)tæka stefnubreytingu að ræða, að verzlunarmenn hafa á- stæðu til að halda sigurhátíð. Þessa sigurhátíð eigið þið, verzlunarmenn, að gera að sigri þjóðarinnar með því að færa henni heim sannindin um, að hið aukna frjálsræði í verzluninni sé henni itil hagsbóta. Þá mun þjóðin skilja, að verzlunarstéttin vinnur þjóðhagslegt starf. SAGA ÍSLENZKRAR VERZLUNAR j Árið 1854 var verzlunin á íslandi gefin frjáls að fullu og öllu. Það eru því senn liðin 100 ár frá því að þessum merka áfanga í sjálfstæðis- og efnahagsbaráttu þjóðarinnar var náð. En því miður er saga verzlunar- 'baráttunnar enn órituð, enda í raun og veru engin íslenzk verzlunarsaga til prentuð, ef frá er talin „Ein- okunarverzlun Dana á íslandi 1602—1887,“ er Jón Aðils ritaði og Verzlunarráð íslands gaf út árið 1919. Þetta getur ekki talizt með öllu vansalaust fyrir ís- lenzka verzlunarstétt. Iðnaðarmenn hafa gefið út sögu iðnaðarins í landinu, mörg rit liafa komið út um hin- ar ýmsu greinar sjávarútvegsins, og á síðastliðnu ári var tekin saman saga íslenzka bóndans. Hér virðist því vera verkefni, sem eðlilegt væri að Verzlunarráð íslands hefði forgöngu um að leysa og færi vel á, að 100 ára afmæli verzlunarfrelsis í land- inu yrði minnst með útgáfu rits um íslenzka verzlun. Svo skammur tími er nú orðinn til stefnu, að hæpið er að takast megi á þeim tíma að semja samfellda verzl- unarsögu íslendinga, en hinsvegar ætti að vera fært að fá samið rit, sem gæfi yfirlit um verzlunarþróunina frá 1787, þar sem riti Jóns Aðils lauk, eða frá 1854, er verzlunin varð alfrjáls. Ef enginn einn höfundur væri fáanlegur til þess að semja slíka heildarsögu, mætti fela verkið fleiri aðiljum, sem hver ritaði sinn þáttinn, t. d. einn almennt sögulegt yfirlit, aðrir um útflutningsverzlun, innflutningsverzlun, smásöluverzl- un, vöruflutninga o.fl. Einn aðilji gæti farið með rit- stjórn verksins og samræmt hina ýmsu þætti. Hvaða háttur yrði hafður á riti þessu er auðvitað ekkert að- alatriði, hitt skiptir meira máli, að eitthvað verði að- hafst til þess að hrinda því í framkvaímd og því er hugmynd þessari skotið hér fram. B.K. HEYRT í HAFNARSTRÆTl. „Áttu ekki fimmkall, sem þú ert hæltur að nota!“ • Tveir Gyðingar tóku tal saman. Goldstein kvartaði sáran við Morena yfir hinum háa kostnaði í sambandi við verzlunarbúð sína. „Hún kostar mig 10 sterlings- pund á dag, áður en ég get opnað hana, aðeins í út- gjöld,“ sagði hann. „Á hverju lifir þú þá?“ spurði Morena. „Jú, sjáðu til,“ svaraði Goldstein. „Búðin er lokuð tvo daga vikunnar og þannig sparast 20 sterlings- pund á viku, sem nægja mér til að framfleyta lífinu!“ FRJÁLS VERZLUN 95

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.