Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 5
Ljósm.: Þorst. Jósepss. Verzlunarhús Jóns Þórðarsonar á horni Bankastrætis og; I»ingholtsstrætis, byggt árið 1892. Steinliúsið Bankastræti 8, þar sem BÍtfangaverzlun ísafoldar er nú, byggði hann 1910, en húsið þar fyrir ofan var bygg;t 1902, og þar var kiötverzlunin til lnisa. Ingólfsstrætis og Banka- strætis.Var kjötbúðin niðri í því húsi og þar rak Tóm- as heitinn Jónsson hana einnig, eftir að hann hafði tekið við kjötbúð Sláturfé- lagsins, ])ar til hann flutti á Laugaveg 2. En 1910 byggði Jón steinhúsið Bankastræti 8, milli hinna tveggja húsa, sem nefnd hafa verið. IJafði hann sett upp sérstaka vefnaðarvöru- deild, klæðskerasaumastofu og ýmsar fleiri sérdeildir skömmu fyrir aldamótin, og var húsnæðið í þeim tveimur húsum, sem fyrir voru, orðið of lítið. Flutti vefnaðarvörudeildin í hið nýja hús. Jafn framsýnn og dug- mikill athafnamaður og Jón var gat ekki látið út- gerðarmálin afskiptalaus. Hann sá möguleikana í svo mörgu. Rak hann þó nokkra útgerð kringum aldamót- in og var einn stærsti atvinnuveitandi bæjarins um nokkurt skeið. Samfara útgerðarrekstri sínum rak hann mikla verzlun með útgerðarvörur. Jón beitinn andaðist 1. febrúar 1911. Varð hann flestum harm- dauði, því að hann var með afbrigðum vinsæll mað- ur og hvers manns hugljúfi, þeirra er honum kynntust. Eftir andlál Jóns færði verzlunin saman kvíarnar í bili og lagði niður vefnaðarvörudeildina, en húsnæðið var leigt út. Síðar tók Verzlun Jóns Þórðarsonar þetta húsnæði aftur til eigin þarfa. Breyttist verzlunin þá í það horf, í aðalatriðum, sem hún er í nú, og varð sér- verzlun í allskonar glervörum, búsáhöldum, málmvör- um ýmiskonar og skrautvörum. Síðan verzlunin byrj- aði sem sérverzlun í þessum greinum hefur hún aukizt mjög, og er nú ein stærsta sérverzlun bæjarins í áður- nefndum vörutegundum. Eftir fráfall Jóns heitins Þórðarsonar starfrækli ekkja lians, frú Þorbjörg Gunn- laugsdótlir, verzlunina, þar lil hún andaðist 17. ágúst 1931. Verzlunarstjórar gerðust þeir Þórður, kjörsonur þeirra hjóna, og Júlíus Árnason, sem verið hafði starfs- maður verzlunarinnar síðan árið 1896. Frú Þorbjörg var Fljóishlíðingur að ætt, fædd 8. febrúar 1857. Tókst henni vel að varðveita þær vin- sældir, sem stofnandi verzlunarinnar hafði áunnið henni, meðan hans naut við. Eftir andlát frú Þorbjarg- ar tóku erfingjar þeirra hjóna við verzluninni, undir stjórn þeirra Þórðar L. Jónssonar og Júlíusar Árna- sonar. Júlíus andaðist árið 1945. Þórður L. Jónsson er nú einn eigandi verzlunarinnar. Hann er alinn upp við verzl lina, ef svo má að orði komast, og hefur unn- ið að stabHdri við fyrirtækið frá því að Jón faðir hans andaðist árið 1911. Verzlun Jóns Þórðarsonar er ein af elztu verzlunum bæjarins og elzta almenna verzlunin „fyrir ofan Læk“, eins og Austurbærinn var kallaður í gamla daga. Verzl- unin hefur ætíð verið þekkt meðal bæjarbúa fyrir góð- ar vörur og áreiðanleik í hvívetna, og þetta aðalsmerki sérhverrar góðrar verzlunar er borið hátt af núveíandi eiganda hennar. Að sjálfsögðu hafa skipzt á skúr og skin á þessum langa starfsferli verzlunarinnar, en hún hefur staðið af sér kreppur og höft hingað til, og er það eigi sízl að þakka því, að henni liefur verið stjórn- að af ráðdeild og fyrirhyggjusemi. „Frjáls verzlun“ óskar þessari gömlu og vinsælu verzlun allra heilla ó sextugsafmælinu. — G.M. FRJÁLS VERZLUN 97

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.