Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 9
fyrrverandi fanga. Þarna skammt frá er Djöflaeyjan illræmda, sem varð fræg vegna Dreyfuss málsins, er var á allra vörum á sínum tíma. Frá Cayenne var flogið til Paramaribo í Hollenzku Guiana, en ný- lendu þessa fengu Hollendingar í ski|)tum fyrir land- svæði það, þar sem New York borg nú stendur. Áfram var ferðinni haldið um Georgetown í Rrezku Guiana, Port of Spain og yfir til San Juan, höfuðborgar Pu- erto Rico. Ibúar eyjarinnar eru langflestir af spöníku bergi brotnir og spönsk tunga mest töluð, en þó gæt- ir amerískra áhrifa mikið í höfuðborginni. Bankar. hótel o.fl. er amerískt og enska töluð þar. í mörgum fyrirtækjum eru bæði málin, enska og spánska notuð jöfnum höndum. Nýfundnalandsmenn sitja svo til ein- ir um fiskmarkaðinn til Puerto Iíico, en verðið, sem jjeir fá fyrir fiskinn er mjög lágt. íslendingar hafa ekki haft nein viðskipti við þetta land, en Kristján kannaði möguleikana fyrir því, hvort unnt mvndi að selja eitthvað af fiski þangað. Þau fórust í ofviðrinu. Kristján flaug síðan frá San Juan um Ciudad Tru- jillo og Port au Prince í IJaiti til Kingston, höfuð- borgar Jamaica. Hér stóð Kristján við skamma stund og at'hugaði markaðshorfur. Jamaica er brezk nýlenda, en íbúarnir að mestu leyti blökkumenn. All margir Kínverjar eru í landinu, og er mest öll matvælaverzl- un í höndum þeirra og þar á meðal saltfiskurinn. Verðlag á fiski á Jamaica segir Kristján vera mjög lágt enda er lífsafkoma eyjabúa á lágu stigi. í borg- inni Port Royal skammt frá Kingston hitti hann ís- lenzka konu, sem þar var búsett ásamt brezkum manni sínum. Eins og kunnugt er frá fréttum úr dagblöðun- um fórust þau í ofviðrinu mikla, sem gekk yfir Jam- aica ekki alls fyrir löngu. Góðir vinir á Kúba. Áfram hélt Kristján norður á bóginn fljúgandi eins og fuglinn, en næsti áfangastaður var Havana á Kúba. Kom hann við í borgunum Camaguey og Santa Clara á leið sinni þangað. Eins og kunnugt er var Kúba mikill viðskiptavinur okkar íslendinga fyrir stríð, og seldum við þangað mikið af saltfiski. Aftur á móti 'hefur lítil sala verið þangað frá því eftir stríð. Horf- ur eru þó á því, að viðskipti aukizt við jressa þjóð í framtíðinni, en hún stækkar nú ört og saltfiskurinn er mjög vinsæl matvara meðal landsmanna. Segir Krist- ján, að þeir hafi sérstaklega mikla velvild til íslands og segjast að öllu jöfnu vilja frekar skipta við okkur en nokkra aðra þjóð.. Flugtœknin notuð til hlítar. Eftir að hafa lokið erindi sínu á Kúha flaug Krist- ján frá Havana til New York með viðkomu í Miami, Savannah og Charleston. Frá New York var svo hald- ið austur yfir haf, og auðvitað fljúgandi eins og endra nær. Fór Kristján fyrst til Prestvíkur og þaðan til London, þar sem hann náði „Gullfaxa“, er flutti hann síðasta áfangann heim til íslands. Þegar flugvélin lenti á Reykjavíkurflugvelli í byrjun maí-mánaðar var það í 40. skipti, sem Kristján hafði rennt sér niður til lendingar á flugvelli í þessari löngu ferð sinni. Hafði hann flogið til 29 borga í 19 löndum og reynt flug- tæknina til hlítar á yfirferð sinni um stóran hluta hnattarins. Vegabréf Kristjáns Einarssonar hefur ver- ið handleikið og stimplað af embættismönnum fjöl- margra ríkja, allt frá Ítalíu til Argenlínu. Vonandi hafa þeir þó skilið ofurlítið pláss eftir til notkunar fyrir „kollega" sína á Reykjavíkurflugvelli svo Krist- ján yrði réttilega bókfærður hjá útlendingaeftirlitinu íslenzka sem heimkominn ferðalangur. Njáll Símonarson. SKOTASAGA. MacTavish átti hund, sem hann hafði miklar mætur á. En dag nokkurn týndist hundurinn, og að lokum lét MacTavish auglýsingu í eitt dagblaðið og hét þeim verðlaunum, er fyndi hund hans. Tíu mínútum síðar fór liann að sjá eftir fljótfærni sinni og fór til baka til skrifstofu blaðsins. „Get ég fengið að tala við mann þann, sem tók við auglýsingunni af mér áðan?“ spurði hann. • „Því miður, bann er nýfarinn út.“ „Nú, sagði MacTaviSh, en get ég hitt aðstoðarmann hans?“ „Hann er heldur ekki við,“ sagði snúningadrengúr- inn á skrifstofunni. „Nú,“ sagði MacTavish. „get ég talað við skrifstofu- stjorann r „Hann er úti.“ „Jæja, hvað um framkvæmdastjórann?“ „Ekki inni.“ „En þá ritstjórann sjálfan?“ „Einnig farinn út.“ „Hvað kemur til!“ sagði MacTavish. „Hvert hefur allur mannskapurinn farið?“ „Hann er allur úti að leita að hundi yðar.“ Munurinn á gó'Sum matsvein og vondum er, cð sá fyrrnefndi hitar manni um hjartarœturnar en hinn brennur þœr. „EVERYBODY’S“. FRJÁLS VERZLUN 101

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.