Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 10
„INNRÉTTINGAR" SKÚLA FÓGETA 200 ÁRA Á frídeffi verzlunarmanna 6. ágúst s. 1. fíutti Óscar Clausen rithöfundur erindi þetta í Ríkisútvarpið um „Innréttingar Skúla fóffeta 200 ára“. Vakti það verðskuldaða athygli, or hefur „Frjáls verzlun“ óskað eftir að fá að hirta það fyrir lesendahóp sinn. AUir eða flestir Islendingar, sem komnir eru »til vits og ára, vita skil á Skúla fógeta, en til þess að upplýsa unga fólkið, —sem mér er sagt að hugsi mest um íþróttamet og kvikmyndastjörnur, — lítilsháttar um Skúla, skal þess getið, að hann var kominn í þenn- an heim 1711, og er það einkennileg tilviljun, að for- sjónin skyldi einmitt nákvæmlega 100 árum síðar, ár- ið 1811, gefa oss Jón Sigurðsson, forsetann mikla. En það er þessum þjóðhetjum manna mest að þakka, að íslenzka þjóðin er enn til og það á vegi stödd, sem hún er í dag. Skúli var fátækur prestssonur, sem settur var til mennta í Hólaskóla og úlskrifaður þaðan. Síðan var hann látinn sigla til Kaupmannahafnar til náms, við mikil vanefni. Þar stundaði hann námið af mikilli al- úð og kostgæfni og náði þar góðu prófi. Ekki tók Skúli neinn þátt í svalli eða drykkjuskap félaga sinna, ís- lenzku stúdentanna, á Hafnarárum sínum, enda hafði hann engin efni til þess. — Hann vann sér inn 12 sk. eða 24 aura á dag við skriftir hjá prófessor Gram, sem var þekktur prófessor við Hafnaíháskóla á þeim ár- um, og er sagt, að hann hafi lifað mikið til á þess- um skildingum, og er því auðsætt hver reglu-og spar- semdar piltur hann hefur verið. Eftir að Skúli kom heim frá háskólanum, varð hann fyrst sýslumaður í Skaftafellssýslum og síðar í Skaga- firði, og bjó þar á Stóru-Okrum. Alls var hann sýslu- maður í 14 ár. í Skagafirði bjó hann stóru húi og hafði mikil umsvif og efnaðist þar vel. Síðan var hon- um veitt landfógetaembættið og fluttist suður í Viðey. Það er vafasamt hvort ástandið í þessu landi, bæði það andlega og veraldlega, hafi nokkurn tíma verið orðið eins bágborið og urn miðja 18. öld, eða um það leyti, sem Skúli var í hlóma lífsins, enda var það eng- um manni Ijósara en honum. — Hann hafði líka ein- lægan vi Ija til þ ess að rífa íslenzku þjóðina upp úr því niðurlægingar ástandi, sem hún var komin í, og má með sanni segja, að hann offraði lífsstarfi sínu fyrir þessa göfugu hugsjón. Það var á Alþingi við Öxará 17. júlí 1751, að Skúli stofnaði félagsskap eða hlutafélag með helztu mönn- um landsins til þess að hrinda í framkvæmd endur- reisn íslenzku þjóðarinnar m. a. með því að stofna iðn- aðarverksmiðju í Reykjavík, sem ynni úr innlendu hrá- efni, ull, skinnum o. fl. — Þetta er fyrsta hlutafélagið, sem stofnað var á Islandi og hlutaféð var 1550 Rd. í byrjun, en síðar var bætt við, svo að lokum varð það 3240 Rd. Hlutaféð var frá örfáum mönnum, enda voru ekki margir menn, sem þá áttu peninga aflögu eða höfðu nokkur auraráð. — Þeir, sem mest létu í fé- lagið, létu 200 Rd. — Það var Skúli sjálfur, þiskup- inn í Skálholti, Ólafur Gíslason, Magnús lögm. Gísla- son á Leirá, og Bjarni Halldórsson sýslumaður á Þing- eyrum, sem létu af hendi rakna svona háa uphæð, — aðrir létu minna. Eitt hlutabréfið hefur varðveitzt og var sýnt á Reykjavíkursýningunni 1949. Það er hluta- bréf biskupsins í Skálholti. I stjórnina voru í önd- verðu kosnir: Magnús lögm. Gíslason, Skúli fógeti, Brynjólfur Sigurðsson sýslumaður Árnesinga og Þor- steinn Magnússon á Móheiðarhvoli, sýslumaður Rang- æinga. — Síðar kom Bjarni á Þingeyrum í stað Magnúsar lögmanns, þegar hann varð amtmaður. — Það var mikil hrifning meðal almennings um allt ísland, þégar fregnirnar bárust út um byggðir landsins um, að nú hefðu beztu synir þjóðarinnar tekið hönd- um saman og bundizt félagsskap til þess að bjarga atvinnuvegum hennar. — Allir höfðu samhug og sam- úS til Skúla fógeta, — foringjans hugdjarfa, — sem var vísastur manna til þess að leiða þetta málefni fram ti 1 sigurs og framkvæmda, en nú var eftir að vita, 102 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.