Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 18

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 18
DAVID ECCLES, M. P.: Leiðin úr ógöngunum David Eccles hefur verið bingmaður fyrir Chipp- enham-kjördæmi í Enftlandi frá því árið 1943. Hann er í fremstu röð ynftri þinftmanna brezka íhaldsflokksins oft sérfræðinftur í efnahaftsmál- um. Hin lausiefta þýdda ftrein hans, sem hér fer á eftir, miðast einftönftu við enska staðhætti, en enftu að síður má ýmisleftt af henni læra, sé hún heimfærð upp á íslenzkar aðstæður. Síðasta þing er einstakt í sinni röð. Öldum saman hefur það verið frumskylda sérhvers brezks þing- manns að hafa gætur á sköttunum og sjá um, að þegn- arnir fengju eitthvað fyrir peningana, hæfilega þjón- ustu fyrir skattgreiðslur sínar. Það er því nú í fvrsta skipti í sögunni, sem þingmeirihlutinn kærir sig koll- óttan um, hve miklu er eytt. Þetta hefur auðvitað sín- ar eðlilegu orsakir. Árum saman hafa sósíalistar sagt, að þeir ríku væru of ríkir og væru því réttir til að borga kostnaðinn af sósíalismanum. Þetta hljómaði ágætlega. Þeir unnu kosningarnar, og svo fylgdu fram- kvæmdirnar. En þær fóru hara ekki eftir áætlun. Ófriðurinn hafði gert Bretland að fátæku landi, og sósíalisminn með öllum sínum ríkisrekstri varð svo dýr, að þeir ríku gátu ekki borgað brúsann, svo að megin hyrðarnar lentu á bökum hinna almennu skatt- þegna. Fyrir almenning hefur þetta þýtt minna fé til eyðslu og hækkandi verð á flestum vörum. En hvaða tengsli eru yfirleitt milli framfærslukostn- aðar almennings og kostnaðarins af sósíalismanum? Því er fljót svarað. Það eru skatlarnir. Kostnaðinn af sósíalismanum, ríkisrekstrinum og tryggingunum verð- ur að greiða með beinum og óbeinum sköttum. Ef óbeinu skattarnir, tollarnir á lífsnauðsynjum hækka, þá kemst húsmóðirin ekki lengur af með heimilispen- ingana, og þegar heimilisfaðirinn sér það, vill hann fá kauphækkun. Ef kaupið hækkar í Bretlandi, en ekki annarsstaðar, þá verður erfitt að selja brezkar útflutn- ingsvörur, og markaðirnir tapast. Það er þetta, sem hefur verið að gerast í Bretlandi. Svo eru það beinu skattarnir. Þeirra áhrif eru sízt minni á dýrtíðina og atvinnulífið yfirleitt. Ef skatt- arnir eru orðnir jafn háir og í Bretlandi, 9 shillingar úr hverju sterlingspundi eru innheimtir sem beinn tekjuskattur, þá hættir fólkið að vilja leggja á sig mikla vinnu. En minni vinna þýðir verri lífskjör fyr- ir þjóðina. Sömu áhrif hefur það, þegar fólkið hættir að spara, en það hlýtur einnig að leiða af háum skött- um. Þjóð, sem sparar ekki, getur ekki endurnýjað skipaflota sinn, járnbrautir eða verksmiðjur. En spariféð kemur líka frá fyrirtækjum, sem gefa arð. Ef skattar á fyrirtækjum eru of háir, minnkar það, sem þau geta lagt lil hliðar til framleiðsluaukningar, og þau hafa minni möguleika lil þess að greiða hærri laun. Háir skattar neyða fyrirtækin til þess að hækka verð á vörum sínum, og það eykur dýrtíðina. Ef framleiðislan á að aukast og lífskjörin að batna, þarf sparnað. Skattarnir hindra sparnaðinn, og eyðsla ríkisstjórnarinnar eykur dýrtíðina. Sósíalistarnir segja þegnunum, að þeir fái andvirði skalta sinna í trygg- ingarlöggjöfinni. En trúir nokkur maður því? Skattar, sem knýja til kauphækkana, auka dýrtíð- ina og hindra útflutningsverzlunina. Enn verra verður svo ástandið á því sviði, þegar allt er keyrt í viðjar áætlunarbúskaparins. Áætlunarbúskaj)urinn frystir fyrirtækin í því formi, sem þau voru upphaflega, og kemur í veg fyrir allar framfarir. Sósíalistar segja, að framleiðslan hafi aukizt svo og svo mikið. Ég er á annarri skoðun. Það eru nú tveim milljónum íleiri verkamenn í vinnu en fyrir stríð. Ef við tökum svo með í reikninginn allar vélarnar, sem við höfum feng- ið með aðstoð Bandaríkjanna, og nýjar vinnsluaðferð- ir, sem við höfum lært af þeim, þá sjáum við, að af- köstin á mann, eru nú þrátt fyrir allt sáralitlu meiri en þau voru 1938. En hvað á að taka til hragðs? Auka framleiðsluna. Það segja allir flokkar, en það er ekki nóg að segja það, með því einu aukum við framleiðsluna ekki. Það þarf að gera fólkinu ljóst, að með aukinni framleiðslu heri það meira úr bítum, og það gerir það því aðeins, að við lækkum skattana og þá um leið dýrtíðina. Ekki einungis tekjukatta einstaklinganna, heldur einnig skatta á fyrirtækjum. Við íhaldsmenn skömmumst okkar ekkert fyrir að segja, að við séum með gróðan- um. Ideilbrigð hagnaðarvon og trú á viðskipta- og athafnafrelsi geta gert kraftaverk á sviði atvinnulífs- ins. Við viljum draga úr eyðslu og lækka skatta. með því munum við spara fé yðar og bjarga heiðri lands- ins. 110 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.