Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 20
Brezka leyniþjónustan leitaði aðstoðar lögreglunnar í tveim heimsálfum við að hafa upp á MacLean og Burgess. í Frakklandi, Þýzkalandi, Italíu, Spáni, Skandinavíu, Egyptalandi, Tyrklandi og á Malta var reynt að komast á slóð þeirra, en að meslu án árang- urs. Einu fréttirnar, sem fóru af ferðum þeirra voru þær, að bílstjóri í St. Malo, hafði ekið tveim mönn- um, sem samkvæmt lýsingu gátu hafa verið hinir horfnu embættismenn. Þeir höfðu beðið hann að aka sér eins hratt og mögulegt væri til Rennes og höfðu greitt honum 5000 franka fyrir. Þaðan höfðu þeir haldið með lestinni til Parísar, en þar hafði énginn séð þá. Samtímis því að 15.000 lögregluþjónar og leyni- lögreglumenn héldu áfram þessari umfangsmestu mannleit, sem sögur fara af, gaf brezka utanríkisþjón- ustan 7. júní út fréttatilkynningu, þar sem sagt var frá því, að MacLean og Burgess hefði í leyfisleysi tek- ið sér frí og hefði þeim því báðum verið vikið frá störfum. En brátt var ekki lengur hægt að þagga nið- ur orðróminn um mannahvarfið, því að kona MacLean fékk skeyti frá honum frá París og samdægurs fékk móðir Burgess skeyti frá syni sínum í Róm. Skeyti MacLeans hljóðaði þannig: „Þykir leitt að ég þurfi fyrirvaralaust að fara í ferðalag. Líður vel. Vertu ekki óróleg. Elska þig, hættu ekki að elska mig. Donald.“ Burgess símaði móður sinni að hann hefði í hyggju að dvelja í löngu sumarfríi við Miðjarðarhafið. Utanríkisráðuneytið vildi ekki festa trúnað á að skeytin væru frá viðkomandi mönnum fvrr en gengið hefði verið úr skugga um, að þeir hefðu raunverulega sent þau. Rithandarsérfræðingar staðfestu, að skeytin hefðu ekki verið send af tilgreindum mönnum og sennilega ekki af Englendingum. sökum þess að mörg orðin voru rangt stöfuð. Nú komst hvarfið í Iiámæli og allskonar getgátur komust á kreik. Utanríkisráðuneytið tilkynnti að vísu, að hvorugur hinna horfnu manna hefðu verið komm- únistar og að engin þýðingarmikil skjöl hefðu horfið. En almenningur lagði ekki trúnað á þetta ,til þess voru atómnjósnir Klaus Fuchs og flótti Bruno Ponte- corvos til Rússlands í of fersku minni. — Vinir hinna horfnu embættismanna þvertóku fyrir að þeir gætu hafa gerzt landráðamenn. Menn viðurkenndu að vísu, að þeir, sérílagi Burgess, væru nákunnugir ritum Len- ins og Stalins og utanríkismálum Rússa, en það til- heyrði starfi þeirra og þyrfti ekki að gera þá stjórn- málalega tortryggilega. Loks komst málið á dagskrá í neðri deild brezka þingsins. Morrison utanríkisráðherra svaraði árásum stjórnarandstöðunnar um losaralega meðferð trúnaðar- MacLean Guy de Moncy Burgess mála í utanríkisþjónustunni, en leiddi hjá sér að svara öllum nærgöngulum spurningum, sem áhrif gátu haft í utanríkismálum. Duncan Sandy, tengdasonur Chur- chilI'=, lýsti því yfir, að árið 1946, þegar Burgess varð einkaritari MacNeiIs, hafi hann verið mjög hlyntur kommúnistum. Stjórnarsinnar neituðu þessu með öllu. Engu að síður sendi brezka stjórnin Percy Sillitoe yfirmann leyniþjónustunnar til Washington til þess að ráðfæra sig við Edgar Hoover aðalstjórnanda banda- rísku öryggisþjónustunnar. Var látið heita, að hann ætti að kynna sér ráðstafanir Bandaríkjamanna til þess að hindra gagnnjósnir, en almennt er talið að erindið hafi verið miklu alvarlegra eðlis. Ti 1 þessa hefur fjögra mánaða þrotlaus leit engan árangur borið og því er með öllu óljóst hver.t tilefni hvarfsins hefur verið. Ollum ber þó saman um, að ef um liðhlaup hefur verið að ræða gæti það haft hinar verstu afleiðingar, og það enda þótt flóttamennirnir hefðu ekki tekið nein þýðingarmikil skjöl með sér, þvi að margra ára þátttaka þeirra í ráðstefnum, samning um og samvinnu Breta og Bandaríkjamanna, myndi gera þeim fært að miðla Rússum þekkingu um þau mál, sem væri þeim ómetanleg, ekki sízt einmitt á því augnabliki, sem hvarfið átti sér stað, þ. e. a. s. á þeim tíma þegar Parísar-ráðstefnan stóð yfir, verið var að undirbúa friðarsamninga við Japani, Kóreu- styrjöldin í algleymingi og eldur í olíunni í Iran. Hver svo sem ástæðan lil hvarfsins hefur verið og hvort sem sú leyndardómsfulla gáta verður nokkurn- tíma leyst, hefur það haft mjög óheillavænleg áhrif fyrir utanríkisstefnu Breta og samvinnu þeirra við aðrar þjóðir, því að það hefur vakið tortryggni. Utan- ríkisráðuneytið brezka hefur í friði og stríði verið tal- in algerlega örugg stofnun; þar væru leyndarmál þjóð- anna tryggilega geymd og ekkert læki út og enginn 112 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.