Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.08.1951, Blaðsíða 24
ur fyrir í skoðunum, hógvær og rólegur, og vinnur hvers manns traust er honum kynnast. Blaðið sendir honum beztu árnaðaróskir á þessum merkum tímamótum. FÉLAGSMÁL Balduin Ryel, kaitpmað- ur á Akureyri og konsúll Dana þar, varð sjötugur 14. ágúst s.I. Hann er fæddur í Vordingborg á Sjálandi í Danmörku. Eft- ir að hafa öðlast hagnýta menntun á sviði viðski])ta og verzlunar í Danmörku og Þýzkalandi fluttist hann til íslands árið 1909oghef- ur verið búsetlur hér síð- an. Var hann í byriun ráð- inn verzlunarstjóri hinnar nýstofnsettu Braunsverzlun- ar á Akureyri, og því starfi gegndi hann til ársloka 1918. .Var þá eitt ár meðstjórnandi ,,Vöruhússins“ í Reykjavík, en fluttist aftur lil Akureyrar og stofnsetti þar sína eigin verzlun, sem dafnaði vel og óx hröðum skrefum í höndum hins ötula og vökula verzlunar- manns. Um skeið voru útibú Ryels-verzlunar rekin samtímis í flestum kauptúnum norðan- og austan- lands. Hann var skipaður fyrsti ræðismaður Dana á Akureyri, eftir sambandsslitin, og hafa þeir vel kunn- að að meta störf hans, því að hann hefur verið kjör- inn riddari af Dannebrog og síðan Dannebrogsmað- ur, og ýmsan annan heiðursvott hafa þeir sýnt honum. Árnar „Frjáls verzlun“ honum allra heilla með sjö- tugsafmælið. Andrés Hafli&ason kaup- ma&ur á Siglufirði varð sextugur 17. ágúst s.1, Hann er fæddur á Siglufirði, son- ur Hafliða Guðmundsson- ar, hreppstjóra og Sigríðar ar Pálsdóttur konu hans. Snemma byrjaði Andrés að fást við verzlunarstörf, fyrst hjá Helga bróður sín- um, en síðar við Gránufé- lagsverzlunina á Siglufirði. Árið 1919 stofnaði hann eigin verzlun og rak hana um skeið, en á árunum 1923—28 varð hann fulltrúi Landsverzlunarinnar. Síðar gerðist hann forstjóri Olíuverzlunar tslands á Siglufirði og hefur það verið aðalstarf hans síðan. Andrés hefur tekið virkan þátt í bæjarmálum Siglu- fjarðar, verið bæjarfulltrúi í mörg ár og gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélag sitt. Hann hef- uj- tekið mjög virkan þátt í safnaðarmálum kaupstað- Þann 16. júlí s. 1. náðist samkomulag milli V.R. annarsvegar og sérgreinafélaga kaupsýslumanna í Reykjavík og Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis hinsvegar um greiðslu verðlagsuppbótar á kaup frá 1. júní 1951, samkvæmt samkomulagi vinnuveitenda og verkalýðsfélaganna dags. 21. maí 1951. Jafnframt hafa kau])- og kjarasamningar aðilanna dags. 10. ágúst 1950 verið framlendgir lil 1. júní 1952, og eru þeir uppsegjanlegir með eins mánaðar fvrir- vara. Hátíðahiild verzlunarmanna fóru fram dagana 4., 5., og 6. ágúst s. 1. Eins og undanfarin ár fórtt hátíða- höldin að mestu fram í skemmtigarðinum „Tivoli“ og tókust vel. Veðurguðinn var okkur verzlunarmönn- um hliðhollur að þessu sinni og aðsókn mjög góð, einkum þó á sjálfan frídag verzlunarmanna, enda voru skemmtiatriðin fjölbrsytt þann dag. Sérstök og mjög skrautleg flugeldasýning fór fram um miðnætti sama dag. Skemmtinefnd félagsins, en form. hennar er Pétur 0. Nikulásson, sá um hátíðahöldin í „Tivoli,“ og leysti það verk vel af hendi og á þakkir skilið fyr- ir mikið og óeigingjarnt starf. Otvarpsdagskráin á mánudagskvöldinu var helguð verzlunarstéttinni. Fluttu þar ávörp og ræður Svein- björn Árnason varaform. V. R., Helgi Bergsson skrif- st.stj. Verzlunarráðsins og Björn Ólafsson viðskipta- málaráðherra. Magnús Bl. Jóhannsson lék nokkur lög á píanó. Oscar Clausen rithöfundur flutti ágætt erindi um Innréttingar Skúla fógeta. Þá var frásöguþáttur frá fyrstu árum Verzlunarmannafélags Reykjavíkur. Brynjólfur Jóhamiesson söng gamanvísur eftir einn félaga úr V.R., og að lokum var leikþáttur. „Sölu- maður lifir,“ eftir Jón Snara. Reksturs- og efnahagsreikningur Námssjóðs Thor Jensen fyrir árið 1950, en hann fylgir almannaksár- inu, hefur nú verið endurskoðaður af löggiltum end- urskoðendum. Tekjur sjóðsins á árinu námu kr. 4.855,- 89. Á árinu var veittur námsstyrkur til Guðna Hann- essonar að up])hæð kr. 3.000.00 Eignir sjóðsins í árs- lok námu kr. 100.838,37, er skiptast þannig, að 64.. 000.00 er í verðbréfum og 36.838,37 innistæða á banka. arins og verið einn af forystumönnum Góðtemplara- reglunnar þar í miirg ár. Andrés hefur hvarvetna þóLt góður liðsmaður, og er það mála sannast, að hann muni vera einn allra vinsælasti borgari Siglufjarðar. „Frjáls verzlun“ sendir honum beztu kveðjur á þess- um tímarnótum. 116 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.