Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 6
Frá Rotterdam: Ráðhús o«: pósthús borgarinnar. ar, nema þeim sem undir slíku búa, hve miklir örðug- leikar skapast fyrir margmenna J)jóð í litlu landi, þeg- ar hún missir hlunnindi auðugra nýlendna og verð- ur allt í einu að breyta um búskaparlag eins og kem- ur til dæmis fram í því, þegar Hollendingar ieita á- kaft eftir viðskiptum við Island, sem þeir ekkert liafa sinnt um tvær aldir, en slíkt er auövitað ekki nema eitt dæmi af mörgum. Það fer auðvitað ekki hjá því, að sú bylting, sem missir nýlendanna leiðir af sér, setur á margan hátt svip á kjör landsmanna, og ein- mitt nú eiga Hollendingar við marga byrjunarörðug- leika að etja. ★ Það er ekki „langt á milli bæja“ í Hollandi og fljót- legt að heimsækja borgir þeirra og fá dálitla sýn yfir svip landsins. Það er ekki hægt að segja, að nú beri mikið á eyðileggingum í borgunum. Þó er Rotterdam þar undanskilin, en miöhluti hennar var lagður í rúst. Hollendingar lögðu mikið kapp á endurreisn hennar, þegar eftir lok stríðsins og sýnist nýbyggingum þar vel á veg komið. Menn gerðu sér vonir um, að Rolter- dam gæti að verulegu leyti tekið að sér hlutverk Ham- borgar sem innflutningshöfn, en efasamt þykir að þær vonir rætist. Þegar Hollendingar minntust í mín evru á eyðilegg- ingar af völdum styrjaldarinnar, þótti þeim sárast þeg- ar Þjóðverjar í vikunni fyrir uppgjöfina sprengdu stíflugarð, sem verndaði svæði sem þurrkað hafði ver- ið upp eftir margra ára strit. Vatnið eyðilagði allar byggingar og ræktun, en á svæðinu var nýlega búið að byggja reisulega búgarða. Vatnið fyllti hú in og það tók nokkur ár að þurrka svæðið aftur. Ifollend- ingum þótti þetta því sárara, sem tilgangsleysi slíkra skcmmdarverka var augljóst. Baráttan við valnið er annars víðast hvar mjög áberandi, en það er sá þáttur náttúrunnar, sem Hollendingar eiga í mestum átökum við. Landið er sundurskorið af vatnsveituskurðum, en vatninu er dælt út í Norðursjó, þar sem ekki er næg- ur vatnshalli. Gömlu vindmyllurnar, sem víða voru notaðar til að dæla vatninu, eru nú mjög horfnar, en rafmagn notað i staðinn. Á styrjaldarárunum brutu land menn myllurnar niður til eldiviðar, og-setja þær nú óvíða svip á landslagið, eins og verið hafði áður. ★ Það er gömul íslenzk speki að lítilla sanda, lítilla sæva, lítil eru geð guma. Ekki trúi ég að þetta geti heimfaírst á Hollendinga, því að þó land þeirra sé ekki stórbrotið eiga þeir sögu á borð við ýms „stórveldi“, og hvergi er nokkurn kot- ungsbrag að sjá á mönnum eða mannvirkjum. Rétt er það, að ekki hafa Hollendingar fjallasýn, en þeir halda sér j)á því betur við jörðina. Þó er eins og það liggi í mönnum að vilja hafa fyrir augunum eitthvað, sem gnæfir yfir og unt er að nota til útsýnis yfir byggðina. Eg kom til manns, sem bjó í litlu sveita- þorpi. Ekki var þar nema ein gata mcð tilhevrandi vatnssíki, en gatan var líka löng. Bændurnir áttu svo lönd sitt hvoru megin götunnar og áttu ýmsar búvél- ar í sameiningu. Þe-si maður benti mér á, })ar sem við stóðum í stofu hans, að sjá mætti í góðu skyggni 8 kirkjuturna út um gluggann. Var hann mjög ánægður yfir þessari útsýnisbót, enda var ekkert nema sléttu að sjá, svo langt, sem augað eygði og nokkrar húsa- þyrpingar á við og dreif í fjarska. En þó ekki sé mikið að sjá í Hollandi af fögrum náttúrufyrirbærum. er jiví meira af mörgu skemmti- KornvörukaunliöUin í Schiedam. Bor^in er miðstöð hollenzka brutfgiðnaðariiis o£ eru starfandi um 70 brugghús í borginni. 130 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.