Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 9
Skrifstofur 1914—1916. Bifreiðin á myndinni er RE 1. í aft- ursæti sitja Pétur 1». J. Gunnarsson og; Hallffrímur A. Tulin- ius. í framsæti við stýrið, situr Björgvin Jóliannsson, sem lief- ur ökuskírteini nr. 2, og við hlið hans er Jón Brynjólfsson (látinn 1917). Áherzla lögð á innílutning nauðsynjavarnings. Allt frá upphafi lagði Hallgrímur Benediktsson höf- uðáherzlu á að verzla einungis með nauðsynjavöru, og þá aðallega til hagsbóta fyrir sjávarútveginn og byggingariðnaðinn. Fyrsta erlenda firmað, sem hann gerist umboðsmaður fyrir, var Vacuum Oil Company í Kaupmannahöfn, er framleiddi hinar heimsþekktu smurningsolíur. Umboð fyrir þetta firma lét fvrrver- andi húsbóndi Hallgríms, Ásgeir heitinn Sigurðsson, hann fá, þá er hann fór úr þjónustu hans. Var þetta góður vottur þess, hvernig Ásgeiri Sigurðssyni líkaði við störf Hallgríms. Næsta erlenda firmað, sem Hall- grímur fær svo umboð fyrir, er Cementfabrikken Norden, er framleiddi hið mjög svo vel þekkta Ála- borgarsement. Hefur firmað H. Benediktsson & Co. ávallt síðan verið stærsti innflytjandi sements hingað til lands. Næst kemur svo innflutningur ýmsra nýlenduvara, þar á meðal kornvara, svo sem hveitis og rúgmjöls. Hefur firmað verið einn stærsti innflytjandi rúgmjöls um margra ára skeið. Síðustu 10 árin hefur til viðbótar þeim nauðsynja- vörum, sem nú hefur verið greint frá og reyndar mörg- um fleirum, verið lögð mikil áherzla á innflutning ýmsra véla, svo sem beltis- og hjóladráttarvéla ásamt tilheyrandi vinnutækjum til þeirra, loftþjappa og loft- hamra, veghefla, báta- og landvéla. Að viðbættum þeim vörutegundum, sem hér hefur verið minnzt á, hefur firmað verzlað með fjölda annarra gagnlegra vöruteg- unda. Á árinu 1919 byrjar H. Benediktsson & Co. inn- flutning á salti og verður um langan tíma stærsti innflytjandi þess. Einnig annaðist firmað kolainnflutn- ing í mjög stórum stíl. í þessu sambandi minnist ég þess, að á greindum tíma var í afgreiðslu fyrirtækisins höfð tafla, sem á var skráð öll þau skip, sem firmað hafði í leigu á hverjum tíma til flutninga á kolum, salti og sementi, og voru oft skráð á þessa töflu 10—15 skip samtímis. Á árinu 1916 fær Hallgrímur Benediktsson umboð fyrir bílaverksmiðjuna Maxwell Brothers í Bandaríkj- unum. Árið 1924 eru svo hinar heimsþekktu Chrysler- verksmiðjur stofnaðar upp úr fyrrgreindu fyrirtæki. Eftir það fær H. Benediktsson & Co. aðalumboð fyrir hina þekktu bílategund Chrysler og síðar Dodge, Plymouth og DsSoto, tem, eins og kunnugt er, eru allt fólksbifreiðir. Einnig fyrir vörubílategundirnar Dodge, Fargo og DeSoto. Stofnun nýrra iðnfyrirtœkja. Fljótlega sýndi firmað áhuga fyrir hinum íslenzka iðnaði. Því var það, að 10. marz 1922 kaupa þeir Hall- grímur Benediktsson og Hallgrímur A. Tulinius meiri hluta hlutahréfa í Brjóstsykurgerðinni Nói h.f. En félag þetta hafði verið sett á stofn þann 5. júní 1920 fyrir forgöngu Eiríks S. Bech, Gísla heitins Guðmunds- sonar, gerlafræðings og Lofts Guðmundsronar, núvei- andi ljósmyndara. Þann 21. október 1930 kaupir svo firmað enn meirihluta hlutabréfa í H.f. Hreinn. en það félag var stofnað 3. febrúar 1922. Þann 27. sept- ember 1933 gengst firmað fyrir stofnun nýs iðnaðar- fyrirtækis, Súkkulaðisverksmiðjunnar Sirius h.f. Á árinu 1934 er hið myndarlega verksmiðjuhús greindra fyrirtækja við Barónsstíg og Skúlagölu full- byggt. Hefst þar rekstur Nóa, Sirius og Hreins í apríl iþað sama ár. Skrifstofur 1916—1943. FRJÁLS VERZLUN 133

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.