Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 17

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 17
Brautryðjendur stóriðjunnar: Sir Charles Colston Verksmiðjur eru sjaldan fagrar byggingar. Það eru afbrigði frá þeirri reglu. — Þegar ekið er frá London til flugvallarins í Northolt, leið, sem margur Islend- ingur mun liafa farið á síðari árum, getur að líta óvenjufagra verksmiðjubyggingu. Þetta er ein af Hoov- er-verksmiðjunum. Bygging þessi ber svipmót höfund- ar síns, forstjóra fyrirtækisins, Sir Charles Colston. Hún er stílhrein, smekkleg, hagkvæm, og af henni staf- ar blæ framtaks og starfsgleði. Ef til vill leikur einhverjum forvitni á að vila nokk- ur deili á manninum, sem lét reisa þessa verksmiðju og raunar margar fleiri. — Saga Colstons er gamla sagan, sem be'tur fer er alltaf ný, sagan af drengnum, sem vann sig sjálfur úr litlum efnum í álnir og síðar til vegs og virðingar. Þannig var því farið um Edison, Ford og marga fleiri brautryðjendur stóriðjunnar. — Flestir kannast við þau ævintýri, en ýmsir hafa hald- ið, að þau gerðust ekki á vorum dögum, en það er á annan veg, slík ævintýri eiga sér enn stað hvarvelna þar, sem frjálst atvinnulíf opna'r hæfileikamönnunum leiðirnar. Þessi er einn meginn kostur hins frjálsa at- vinnulífs. Charles Colston er fæddur árið 1891 í litlu þorpi í grennd við London. Faðir hans var kennari ’við þorps- skólann. Faðir hans innrætti honum ungum það siðalögmál, að laun skyldi miða við verðleika og end- urgjald við afköst. í heimsstyrjöldinni fyrri mótuðust forustuhæfileikar Colstons. Hann var í verkfraiðideild hersins óg tók 'þátt í landgöngunni við Dardanella- sund. orustunni við Gallipoli og víðar og gat sér slíkt orð, að hans var getið í hinum opinberu hernaðartil- kynningum. Hann var og sæmdur heiðursmerkjum fyr- ir framgöngu sína. Síðar varð hann liðsforingi og tók Iþát-t í hernaðaraðgerðum í Frakklandi, Belgíu og Italíu. Að ófriðnum loknum biðu hans þó mikilvægari störf. Árið 1919 stofnaði hann Hoover-fyrirtækið í Bretlandi. Það fór ekki hátt um það í fyrstu. Starfsmenn hans voru IMi aðeins fimm. — F.n smám saman óx því fiskur um hrygg, og skömmu eftir 1930 reisti hann hina veg- legu verksmiðju, sem áður getur. Og nú hófst hin öra útþensla. Hver verksmiðjan var reist af annarri, og framleiddu þær ýmist rafmagnsmótora eða heimilis- tæki, einkum ryksugur. Öran vöxt fyrirtækisins þakk- ar Colston aðallega því, hversu góð samvinna er um stjórn fyrirtækisins og náið samband milli hinna mörgu deilda þess og svo hinu, að hverjum starfsmanni er goldið kaup eftir verðleikum og afköst- um. í síðari ófriðnum voru Colston fengin ný verkefni. Bretland þarfnaðist þá skipulagshæfileika forustu- manna iðnaðarins. Hoover-verksmiðjurnar hófu þá all- ar, 17 að tölu, framleiðslu til hernaðarþarfa. Var þá varla nokkur tegund brezkra hernaðartækja, sem ekki var í einhver hlutur frá Hooververksmiðjunum. Auk þess fól brezka ríkisstjórnin Colston vfirstjórn ber- gagnaframleiðslunnar í London og Suð-Austur-Bret- landi. Er friður komst á, tók Colston til óspilltra mál- anna að nýju við eflingu fyrirtækis síns. Reisti hann nýjar verksmiðjur, einkum í þeim héruðum, þar sem atvinnuleysi var, t. d. Wales, og hóf framleiðslu á nýj- um vörutegundum, svo sem þvottavélum og bónvélum. Sameinkenni á allri framleiðslu hans voru mikil gæði miðuð við hóflegt verðlag. Hann vildi ná til almenn- ings og geta keppt við hina ódýru amerísku fjölda- framleiðslu. Þetta hefur tekizt, og því hefur litla fyr- irtækið. sem stofnað var fyrir röskum þrjátíu árum, nú um 11.000 starfsmenn í þjónustu sinni og umboðsmenn í 66 löndum. Þannig varð framleiðslan á smáum heim- ilisvélura að stóriðju, vegna þess að verð þeirra var FRJÁLS VERZLUN 141

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.