Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 25
SVEINBJÖRN ÁRNASON: Hjá verzlunarfólki er mesti annatími ársins fram- undan, og samkeppni um að ná í sem flesta viðskipta- vini er að hefjast á öllum sviðum verzlunarinnar. Glöggt dæmi þess eru auglýsingarnar úr öllum áttum, gegnum útvarpið og í blöðum og tímaritum. Sýning- argluggar verzlana í Reykjavík liafa sjaldan verið betri og aldrei fleiri en nú. Margar glæsilegar vöru- tegundir, sem áður fengust alls ekki eða aðeins á hin- um svokallaða svartamarkaði, fylla nú sýningarglugga, hillur og gólf verzlana bæjarins. Fólkið getur nú fyrst eftir mörg ár notið þeirrar ánægju að verzla — bæði sem kaupendur og seljendur. Viðskiptavinurinn getur nú fyrst valið og hafnað, allt eftir eigin geðþótta. En einmitt vegna hinnar auknu samkeppni, svo og að vöruúrval hefur aukizt, er ekkert eins þýðingarmikið og að leggja rækt við að hafa góða sýningarglugga, og eigi finnst heldur nærtækari og betri auðlýsing en góður sýningargluggi. Gluggasýningar þurfa ekki né eiga alltaf að vera skrautsýningar. Oft gelur hreinleg, formföst glugga- sýning, þar sem mátulega mikið er af varningi, haft meiri sölumöguleika en yfirborðsskraut, sem sett er upp án forms og sambands við þær vörur, sem sýnd- ar eru. Fyrsta skilyrði þess, að sýningargluggi sé góður, er, að hann sé það sem kallað er „sölugluggi“. í öðru 2 lagi, að jafnvægi sé í niðurröðun varningsins (form- fast), hvort sem það er reglulegt eða óreglulegt (sjá mynd 3). Og í þriðja lagi, að gluggasýningin sé snyrti- leg. Þetta eru þrjú meginatriði við útstillingu og undir- 1 3

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.