Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 26

Frjáls verslun - 01.10.1951, Blaðsíða 26
4 stöðuatriði til þess að ná góðum árangri við glugga- sýningar. Grein þessari fylgja fjórar myndir úr tímaritinu Display, efninu til skýringar. Mynd nr. 1 er mjög falleg útstilling, en þó óbrotin. Hún sýnir óreglulegt jafnvægi, þar sem karfan með alls konar smáhlutum er annars vegar, en dragtir, klæddar á járngínu, eru hins vegar. Yfir sýningunni hvílir léttur blær. — Glugginn er frá einu þekktasta og fallegasta tízkuhúsi Lundúnarhorgar, Liherty’s í Hegent Street. Mynd nr. 2 er frá sama stað. Er það mjög óvanaleg útstilling, herraföt og skyrtur, og hið óreglulega form nýtur sín mjög vel. Mynd nr. 3 er einföld og þokkaleg útstilling með reglulegu jafnvægi, þ. e. a. s. glugganum er skipt í þrjá hluta. Fyrst er sett i miðhlutann, sem í þessu til- felli er flaska á ávölum skildi, sem stendur á palli með nokkrum flöskum fyrir framan. Til beggja hliða eru svo flöskur settar alveg eins upp. Loks er mynd nr. 4, bókagluggi frá Palsis í Lon- don. Þessi gluggi brýtur allar reglur um bókaútstill- ingar. Hann er byggður upp á hinni óhlutkenndu myndlist nútímans og er, ef vel er aðgætt, mjög form- fastur. Afmælisdagbókin Framhald af bls. 14R af. Hann er stjórnarformaður Skókaujimannafélagsins, stjórnarmeðlimur í Loflleiðum og einn af aðalstofn- endum þess félags, á sæti í stjórn Verzlunarráðs ís- lands, er ennfremur stjórnarmeðlimur Rauða Kross ís- lands og sagður standa framarlega í félagsskap frí- múrara. Óli J. Ólason er trygglyndur maður, vinmargur og hrókur alls fagnaðar á mannfundum. Kom sérstaklega vel í ljós, hve mikilla vinsælda ÓIi nýtur, þegar hann fyllti fimmta tuginn í september s.l. Var hann þá staddur í ríki söngvanna, dansins og gómsætra vína — suður á Spáni. Rigndi þar yfir afmælisbarnið ara- grúa heillaóska norðan frá Fróni, því vinirnir höfðu ekki gleymt sæmdarmanninum á þessum merku tíma- mótum, þótt fjarlægur væri. Vill „Frjáls verzlun“ nú nola tækifærið og óska Óla langra og gifludrjúgra æfidaga. Sigmundur jónsson kaupmaSur á Þingeyri varð 65 ára 24, sept s.l. Hann er fæddur í Villingadal á Ingjaldssandi í Mýrarhr., sonur hjónanna Jóns hónda Jónssonar og Sveinfríðar Sigmundsdóttur konu hans. Ungur gekk hann mennta- hrautina, útskrifaðist úr Flensborgarskólanum. en lauk síðan prófi frá Verzl- unarskóla Jslands. Sig- mundur hefur starfrækt verzlun á Þingeyri í samfleytt 41 ár. Er það elzta verzlun á staðnum. Einnig fékksl hann nokkuð við útgerð hér fyrr meir. Auk kauji- sýslustarfsins hefur hann gengt fjöldamörgum trúnað- arstörfum fyrir hreppsfélagið og staðið framaí'lega í ýmsum félagsmálum. „Frjáls verzlun“ árnar honurn allra heilla með afmælið. Carl Ryden kaupmáSur átti sextugsafmæli 1. okt. s.l. Hann starfrækir nú kaffibrennslu og kaffibæt- isgerð hér í bæ undir firmanafninu Rydenskaffi h.f. Carl hefur skapað sér vinsældir í starfi sínu, því að hann er maður hjálpfús og glaðvær, prúðmcnni og ljúfmenni mesta. Sendir blaðið honum heztu árnaðaróskir á þessum tímamótum. 150 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.